Covid-sýktir bíleigendur fá að kjósa á Skarfabakka Fólk sem er í einangrun eða sóttkví vegna Covid-19 verður gert kleift að kjósa til alþingis á sérstökum bílakjörstað á Skarfabakka í Reykjavík frá og með næsta mánudegi. 17.9.2021 14:19
Allir fá aðgang að endurgjaldslausum hraðprófum Sjúkratryggingar munu taka þátt í kostnaði við töku hraðprófa hjá einkaaðilum frá og með 20. september. Með breytingunni verður hægt að taka hraðpróf án tilkostnaðar óháð tilgangi sýnatökunnar. 17.9.2021 11:43
Vísbendingar um hægari efnahagsbata Leiðandi hagvísir Analytica hækkaði í ágúst og hefur ekki verið hærri síðan í ársbyrjun 2019. Er þetta ellefti mánuðurinn í röð sem hagvísirinn hækkar en um er að ræða vísitölu sem á að gefa vísbendingu um vendipunkta í efnahagsumsvifum hérlendis að sex mánuðum liðnum. 17.9.2021 10:29
Áhyggjur af stöðugum uppsögnum Stjórn Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) hefur áhyggjur af stöðugum uppsögnum innan fjármálageirans og segir uppsagnir starfsmanna í engum takti við afkomu fyrirtækjanna undanfarin misseri. 16.9.2021 17:16
Ferðalög Íslendinga taka við sér Kaup Íslendinga á ferðum til útlanda hafa aukist mikið á þessu ári en í ágústmánuði jókst velta innlendra greiðslukorta hjá ferðaskrifstofum um 211 prósent milli ára. 16.9.2021 13:36
Þórhildur lýsir kvöldinu afdrifaríka á B5: „Ég hef aldrei verið jafn hrædd um líf mitt“ Þórhildur Gyða Arnarsdóttir, sem greindi frá ofbeldi og grófri kynferðislegri áreitni af hálfu Kolbeins Sigþórssonar, landsliðsmanns í knattspyrnu, segir að hún hafi óttast um líf sitt þegar Kolbeinn tók hana hálstaki á skemmtistaðnum B5. 16.9.2021 09:45
Skúmur, Sverð, Vopna og Villiljós fært á mannanafnaskrá Blake, Drómi, Sasi, Skúmur, Vopna og Úlfgrímur eru meðal þeirra eiginnafna sem samþykkt voru á fundi mannanafnanefndar þann 9. september og færð á mannanafnaskrá. 15.9.2021 14:58
Jón Ásgeir bjargaði Iceland Express á ögurstundu Jón Ásgeir Jóhannesson athafnamaður kom rekstri Iceland Express til bjargar á upphafsárum flugfélagsins þegar útlit var fyrir að fjárskortur kæmi í veg fyrir að fyrsta vélin færi í loftið. 15.9.2021 13:37
Barn lagt inn á sjúkrahús með Covid-19 í fyrsta sinn Unglingsdrengur var í gær lagður inn á Landspítalann vegna Covid-19. Þetta er í fyrsta skipti sem barn er lagt inn á spítala hérlendis með sjúkdóminn eftir að faraldurinn hófst. 15.9.2021 12:07
Bein útsending: Fara markaðir bara upp? Landsbankinn heldur fræðslufund um mikilvægi eignadreifingar við uppbyggingu á stöndugu eignasafni og hvernig nota má eignadreifingu til að lágmarka sveiflur í ávöxtun. 15.9.2021 08:00