Sólríkara og úrkomuminna í Reykjavík en á Akureyri Eiður Þór Árnason skrifar 4. nóvember 2021 09:09 Margir Norðlendingar söknuðu sólarinnar í október. Vísir/Vilhelm Október einkenndist af norðaustlægum áttum og var úrkomusamur á Norðaustur- og Austurlandi. Samanborið við sama mánuð undanfarin tíu ár var mánuðurinn tiltölulega kaldur á norðanverðu landinu en tiltölulega hlýr á því sunnanverðu. Sólskinsstundir voru færri en í meðalári á Akureyri og þar var mánaðarúrkoman sú næstmesta sem mælst hefur þar. Talsvert sólríkara og úrkomuminna var í Reykjavík. Þetta kemur fram í yfirliti Veðurstofu Íslands yfir tíðarfar í október. Óvenjumikil úrkoma í upphafi mánaðar á Norðausturlandi olli miklum skriðuföllum í Kinn og Útkinn. Meðalhiti í Reykjavík í október var 5,6 stig og er það 0,8 stigum yfir meðallagi áranna 1991 til 2020 og 0,4 stigum yfir meðallagi síðustu tíu ára. Á Akureyri var meðalhitinn 2,8 stig sem er 0,7 stigum undir meðallagi síðustu þriggja áratuga og 1,2 stigum undir meðallagi síðastliðinna 10 ára. Meðalhiti mánaðarins var 4,3 stig í Stykkishólmi. Það er 0,2 stigum undir meðallagi tímabilsins 1991 til 2020 og 0,7 stigum undir meðallagi undanfarinna tíu ára. Á Höfn í Hornafirði var meðalhitinn 5,7 stig, eða um 0,1 stigi yfir meðallagi síðasta áratugar. Hæsti hitinn í október mældist 15,3 stig á Kvískerjum 13. dag mánaðarins. Lægsti hiti mánaðarins mældist -12,3 stig þann 28. október í Svartárkoti, sem var jafnframt lægsti mældi hiti í byggð. Úrkoma aðeins einu sinni mælst meiri á Akureyri í október Heildarúrkoma mánaðarins var 55,1 mm í Reykjavík, eða 69% af meðalúrkomu októbermánaðar í Reykjavík á tímabilinu 1991 til 2020. Á Akureyri var heildarúrkoma októbermánaðar 164,8 mm en það er meira en tvöföld úrkoma meðaloktóbermánaðar árin 1991 til 2020. Úrkoma í október hefur aðeins einu sinni mælst meiri á Akureyri, en það var árið 1995 þegar hún mældist 176,3 mm. Úrkoman mældist 84,0 mm í Stykkishólmi sem er 23% yfir meðallagi og 205,5 mm á Höfn í Hornafirði. Fram kemur í yfirliti Veðurstofunnar fyrir október að sólskinsstundir mældust 102,3 í Reykjavík og er það 10,7 stundum yfir meðallagi áranna 1991 til 2020. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 32,9 sem er 15,0 stundum undir meðallagi síðustu þriggja áratuga. Jörð var alhvít einn morgun mánaðarins í Reykjavík og alauð aðra daga. Alautt var á Akureyri allan mánuðinn nema einn dag þegar það var flekkótt. Akureyri Veður Reykjavík Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Lægðin á undanhaldi Víða allhvass vindur og rigning Siggi stormur spáir rauðum jólum Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Austan stormur og gular viðvaranir á morgun Hvassviðri eða stormur og gular viðvaranir Bæta við gulri viðvörun á Vestfjörðum og miðhálendi Hvasst sunnantil og víða rigning eða slydda Hvassviðri syðst á landinu Smá rigning eða slydda víða Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Rigning eða slydda sunnan- og vestanlands Bjart sunnan- og vestanlands en él norðan- og austantil Allhvasst syðst en hægari vindur annars staðar Bjartviðri suðvestantil en hvasst suðaustanlands Blæs hressilega af austri Stormur í kortunum Snjódýptin geti náð fjörutíu sentimetrum Gul viðvörun vegna snjókomu Snjókoma í kortunum Kuldinn bítur í kinnar landsmanna Slær í storm suðaustantil en höfuðborgarsvæðið í skjóli Allvíða él eða skúrir og flughált víða um land Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Vara við flughálku í fyrramálið Skúrir á víð og dreif og hiti að sex stigum Hefðbundin lægð með rigningu og allhvössum vindi Hvít jörð á höfuðborgarsvæðinu og víðar Frost og víða fallegt vetrarveður Sjá meira
Sólskinsstundir voru færri en í meðalári á Akureyri og þar var mánaðarúrkoman sú næstmesta sem mælst hefur þar. Talsvert sólríkara og úrkomuminna var í Reykjavík. Þetta kemur fram í yfirliti Veðurstofu Íslands yfir tíðarfar í október. Óvenjumikil úrkoma í upphafi mánaðar á Norðausturlandi olli miklum skriðuföllum í Kinn og Útkinn. Meðalhiti í Reykjavík í október var 5,6 stig og er það 0,8 stigum yfir meðallagi áranna 1991 til 2020 og 0,4 stigum yfir meðallagi síðustu tíu ára. Á Akureyri var meðalhitinn 2,8 stig sem er 0,7 stigum undir meðallagi síðustu þriggja áratuga og 1,2 stigum undir meðallagi síðastliðinna 10 ára. Meðalhiti mánaðarins var 4,3 stig í Stykkishólmi. Það er 0,2 stigum undir meðallagi tímabilsins 1991 til 2020 og 0,7 stigum undir meðallagi undanfarinna tíu ára. Á Höfn í Hornafirði var meðalhitinn 5,7 stig, eða um 0,1 stigi yfir meðallagi síðasta áratugar. Hæsti hitinn í október mældist 15,3 stig á Kvískerjum 13. dag mánaðarins. Lægsti hiti mánaðarins mældist -12,3 stig þann 28. október í Svartárkoti, sem var jafnframt lægsti mældi hiti í byggð. Úrkoma aðeins einu sinni mælst meiri á Akureyri í október Heildarúrkoma mánaðarins var 55,1 mm í Reykjavík, eða 69% af meðalúrkomu októbermánaðar í Reykjavík á tímabilinu 1991 til 2020. Á Akureyri var heildarúrkoma októbermánaðar 164,8 mm en það er meira en tvöföld úrkoma meðaloktóbermánaðar árin 1991 til 2020. Úrkoma í október hefur aðeins einu sinni mælst meiri á Akureyri, en það var árið 1995 þegar hún mældist 176,3 mm. Úrkoman mældist 84,0 mm í Stykkishólmi sem er 23% yfir meðallagi og 205,5 mm á Höfn í Hornafirði. Fram kemur í yfirliti Veðurstofunnar fyrir október að sólskinsstundir mældust 102,3 í Reykjavík og er það 10,7 stundum yfir meðallagi áranna 1991 til 2020. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 32,9 sem er 15,0 stundum undir meðallagi síðustu þriggja áratuga. Jörð var alhvít einn morgun mánaðarins í Reykjavík og alauð aðra daga. Alautt var á Akureyri allan mánuðinn nema einn dag þegar það var flekkótt.
Akureyri Veður Reykjavík Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Lægðin á undanhaldi Víða allhvass vindur og rigning Siggi stormur spáir rauðum jólum Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Austan stormur og gular viðvaranir á morgun Hvassviðri eða stormur og gular viðvaranir Bæta við gulri viðvörun á Vestfjörðum og miðhálendi Hvasst sunnantil og víða rigning eða slydda Hvassviðri syðst á landinu Smá rigning eða slydda víða Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Rigning eða slydda sunnan- og vestanlands Bjart sunnan- og vestanlands en él norðan- og austantil Allhvasst syðst en hægari vindur annars staðar Bjartviðri suðvestantil en hvasst suðaustanlands Blæs hressilega af austri Stormur í kortunum Snjódýptin geti náð fjörutíu sentimetrum Gul viðvörun vegna snjókomu Snjókoma í kortunum Kuldinn bítur í kinnar landsmanna Slær í storm suðaustantil en höfuðborgarsvæðið í skjóli Allvíða él eða skúrir og flughált víða um land Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Vara við flughálku í fyrramálið Skúrir á víð og dreif og hiti að sex stigum Hefðbundin lægð með rigningu og allhvössum vindi Hvít jörð á höfuðborgarsvæðinu og víðar Frost og víða fallegt vetrarveður Sjá meira