Fréttamaður

Eiður Þór Árnason

Eiður Þór er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Síminn kaupir hlut í nýrri ís­lenskri streymis­veitu

Síminn hefur keypt hlut í nýrri íslenskri streymisveitu sem nefnist Uppkast. Streymisveitan mun taka við efni frá almenningi og gera fólki kleift að miðla þekkingu sinni eða hæfileikum til áskrifenda og hafa af því tekjur í samræmi við spilun.

Flutti frá Los Angeles til Íslands til að markaðs­setja sultur

Good Good hefur ráðið Belindu Navi í starf markaðsstjóra með aðsetur í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Reykjavík. Belinda Navi fluttist búferlum frá Los Angeles til Reykjavíkur til að starfa fyrir Good Good og hefur þegar hafið störf.

Metnar hæfastar til að hljóta skipun í em­bætti dómara

Sigríður Rut Júlíusdóttir lögmaður hefur verið metin hæfust umsækjenda til að hljóta skipun í embætti dómara með fyrsta starfsvettvang við Héraðsdóm Reykjavíkur. Jafnframt er María Thejll lögmaður talin hæfust til í embætti dómara með fyrsta starfsvettvang við Héraðsdóm Reykjaness.

Sakar Ástrala og Bandaríkjamenn um tvífeldni og lygar

Franski utanríkisráðherrann hefur lýst yfir neyðarástandi í samskiptum Frakklands við Ástralíu og Bandaríkin vegna ákvörðunar Ástrala um að rifta skyndilega samkomulagi um kaup á frönskum kafbátum. Frakkar kölluðu sendiherra sína í ríkjunum heim á föstudag.

Sjá meira