Kallað eftir viðskiptaþvingunum á hendur Ísraelum Átökin á Gasasvæðinu héldu áfram í dag og hafa Ísraelar tvíeflst frá því Bandaríkjamenn beittu neitunarvaldi sínu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til að koma í veg fyrir vopnahlé. Samstöðufundir fyrir Palestínu fóru fram í þremur landshlutum í dag. 11.12.2023 00:06
„Þetta sló mig vægast sagt illa og mér fannst sorglegt að sjá þetta“ Fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands segir alþjóðasamfélagið verða að standa saman vegna ástandsins á Gasa en málið sé afar flókið. Glimmerkast mótmælanda hafi slegið hann vægast sagt illa. 10.12.2023 23:59
Engin loftslagskrísa ef aðrir hefðu farið íslensku leiðina Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir Ísland vera fyrirmynd fyrir önnur ríki þegar kemur að mörgum hliðum grænnar orku. Ef aðrar þjóðir hefðu farið fyrr eftir fordæmi Íslands hvað varðar orkumál væri líklegast ekki loftslagskrísa. 10.12.2023 14:10
„Það á enginn að þurfa að bera sorgir sínar og raunir út á torg“ Aðstandendur fíkla boðuðu til mótmæla á Austurvelli í dag. Fluttar voru kröftugar ræður og kröfðust mótmælendur breytinga í kerfinu. Baulað var á heilbrigðisráðherra sem var þó ekki á staðnum. 9.12.2023 19:14
Vignir Vatnar Íslandsmeistari í hraðskák Vignir Vatnar Stefánsson er nýr Íslandsmeistari í hraðskák en mótið fór fram í höfuðstöðvum Landsbankans í dag. Um það bil níutíu skákmenn kepptu um titilinn. 9.12.2023 17:48
Fjórar vikur frá rýmingu: Enn óvíst hvenær fólk flytur heim Fjórar vikur eru síðan Grindavíkurbær var rýmdur. Einhverjir bæjarbúar vilja komast heim en bæjarstjórinn segir það enn ekki vera orðið fullkomlega öruggt. 9.12.2023 11:51
Vilja reisa hótel, baðlón og tólf einbýlishús á eyju við Hellu Eigendur Gaddstaðaeyjar við Hellu hafa óskað eftir breytingu á deiliskipulagi vegna uppbyggingar á eyjunni. Vilja þeir meðal annars reisa þar einbýlishús og baðlón. 9.12.2023 07:00
Norrænir forsætisráðherrar funda í Noregi um öryggismál Forsætisráðherrar Norðurlandanna munu miðvikudaginn 13. desember funda saman um norrænt samstarf í öryggis- og varnarmálum. 8.12.2023 18:51
Uppfæra hættumatskort í Grindavík Umbrotahrinunni sem hófst með landrisi við Svartsengi í október er ekki lokið samkvæmt nýrri færslu Veðurstofunnar. Á meðan kvika heldur áfram að safnast fyrir við Svartsengi eru líkur á öðru kvikuhlaupi sem gæti endað með eldgosi. 8.12.2023 16:32
Reyndi að kveikja í æskuheimili Martin Luther King Kona var í dag handtekin eftir að hún reyndi að kveikja í æskuheimili jafnréttisleiðtogans Martin Luther King Jr. Gangandi vegfarendur náðu að stöðva konuna áður en hún náði að bera eld að eldsneyti sem hún hafði helt niður við húsið. 8.12.2023 16:11