Klæðing fauk af veginum í hvassviðri Bjarki Sigurðsson skrifar 7. september 2024 16:08 Ökumenn þurfa að hafa varann á þegar ekið er á svæðinu. Vegagerðin Klæðing hefur fokið af kafla vegarins um Mývatns- og Möðrudalsöræfi. Vindhviður náðu allt að 37 metrum á sekúndu í gær og segir upplýsinga fulltrúi Vegagerðarinnar fólk verða að aka varlega um svæðið. Gert verður við veginn eftir helgi. Mikið hvassviðri hefur verið á svæðinu síðustu daga. Veginum, sem tengir Austfirði og Norðurland, var lokað um tíma í fyrradag vegna veðurs og þegar starfsmenn Vegagerðarinnar mættu á svæðið í gærmorgun hafði klæðingin fokið af á fimm stöðum á fimmtán kílómetra kafla. RÚV greindi fyrst frá málinu. Búið er að laga veginn til bráðabirgða.Vegagerðin G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segist aldrei hafa séð svo mikið magn af klæðingu fjúka af vegi. „Það er ekki algengt að þetta gerist en þetta gerist við og við víða á landinu. Að klæðingin flettist svona ofan af. Þetta gerist þegar vindur kemst undir kant einhversstaðar, þá nær það að fletta þessu svona af. Fer undir klæðinguna og rífur hana af,“ segir G. Pétur. G. Pétur Matthíasson, forstöðumaður samskiptadeildar Vegagerðarinnar.Vísir/Einar Búið er að hreinsa svæðið og laga veginn til bráðabirgða. Það ætti að vera öruggt að aka veginn. Hins vegar er mikilvægt að ökumenn fari eftir merkingum á svæðinu og aka varlega. „Það má alltaf búast við því að þetta geti gerst. Það er erfitt við það að eiga. Íslenska veðrið er einfaldlega þannig,“ segir G. Pétur. Klæðingin fauk af á fimm stöðum á fimmtán kílómetra kafla.Vegagerðin Starfsmenn stofnunarinnar fara á svæðið eftir helgi og leggja nýja klæðingu þar hún hefur fokið af. „Núna í þessu tilviki er það nauðsynlegt að fara varlega yfir þessa fimmtán kílómetra. Svo er það það venjulega, að haga akstri eftir aðstæðum hverju sinni,“ segir G. Pétur. Vegagerð Múlaþing Norðurþing Samgöngur Veður Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Mikið hvassviðri hefur verið á svæðinu síðustu daga. Veginum, sem tengir Austfirði og Norðurland, var lokað um tíma í fyrradag vegna veðurs og þegar starfsmenn Vegagerðarinnar mættu á svæðið í gærmorgun hafði klæðingin fokið af á fimm stöðum á fimmtán kílómetra kafla. RÚV greindi fyrst frá málinu. Búið er að laga veginn til bráðabirgða.Vegagerðin G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segist aldrei hafa séð svo mikið magn af klæðingu fjúka af vegi. „Það er ekki algengt að þetta gerist en þetta gerist við og við víða á landinu. Að klæðingin flettist svona ofan af. Þetta gerist þegar vindur kemst undir kant einhversstaðar, þá nær það að fletta þessu svona af. Fer undir klæðinguna og rífur hana af,“ segir G. Pétur. G. Pétur Matthíasson, forstöðumaður samskiptadeildar Vegagerðarinnar.Vísir/Einar Búið er að hreinsa svæðið og laga veginn til bráðabirgða. Það ætti að vera öruggt að aka veginn. Hins vegar er mikilvægt að ökumenn fari eftir merkingum á svæðinu og aka varlega. „Það má alltaf búast við því að þetta geti gerst. Það er erfitt við það að eiga. Íslenska veðrið er einfaldlega þannig,“ segir G. Pétur. Klæðingin fauk af á fimm stöðum á fimmtán kílómetra kafla.Vegagerðin Starfsmenn stofnunarinnar fara á svæðið eftir helgi og leggja nýja klæðingu þar hún hefur fokið af. „Núna í þessu tilviki er það nauðsynlegt að fara varlega yfir þessa fimmtán kílómetra. Svo er það það venjulega, að haga akstri eftir aðstæðum hverju sinni,“ segir G. Pétur.
Vegagerð Múlaþing Norðurþing Samgöngur Veður Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira