Hraun gæti náð að Reykjanesbraut á skömmum tíma í næsta gosi Bjarki Sigurðsson skrifar 7. september 2024 12:13 Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur. Vísir/Arnar Eldfjallafræðingur telur líkur á að hraun nái að Reykjanesbrautinni á nokkrum klukkutímum komi til nýss eldgoss á Reykjanesskaga. Mögulega þurfi að hefja vinnu við að vernda innviði norðan við síðustu gosstöðvar. Sjötta eldgosinu í Sundhnúksgígaröðinni á níu mánuðum lauk í gær. Gosið stóð yfir í tvær vikur en landris er hafið í Svartsengi sem bendir til þess að kvika sé farin að streyma inn í kvikuhólfið á ný. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur atburðarás síðustu mánaða því líklegast ætla að endurtaka sig. Nýtt gos gæti hafist á svæðinu á næstu mánuðum. „Við erum núna að skoða þá mögulega að ef gos byrjar norðan vatnaskila, á svipuðum slóðum og þessu gosi lauk. Í gígunum þar sem þetta gos endaði. Ef við fáum upphafsfasa á þeim slóðum, þá er vegalengdin niður að Reykjanesbraut ekki nema sex kílómetrar,“ segir Þorvaldur. Hraun gæti flætt yfir brautina nokkrum klukkutímum eftir upphaf goss, verði upphafsfasinn jafnkraftmikill og við höfum séð í síðustu gosum. „Þessi sviðsmynd er kannski í augnablikinu ekki sú líklegasta en hún er möguleg. Og á meðan hún er möguleg þá verðum við að skoða hana. Líklegasta sviðsmyndin er að sagan endurtaki sig eins og í fyrri gosum að gosin byrji á þessari stuttu gossprungu suðaustur af Stóra-Skógfelli og síðan færist virknin til norðurs eða suðurs eins og hún hefur gert í fyrri atburðum,“ segir Þorvaldur. Mögulega þurfi að huga að því að vernda innviði norðan við síðustu eldgos. „Við sem erum í innviðahópnum höfum verið að ræða þennan möguleika. Að það verði gos norðan vatnaskila og hraun fari að flæða í áttina að norðurströndinni á Reykjanesskaganum. Við höfum rætt þetta síðan 2021 þannig það er til ýmislegt í pokahorninu hvað varðar mat á hættum og hvaða sviðsmyndir eru líklegastar,“ segir Þorvaldur. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Reykjanesbær Vogar Varnargarðar á Reykjanesskaga Samgöngur Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Sjá meira
Sjötta eldgosinu í Sundhnúksgígaröðinni á níu mánuðum lauk í gær. Gosið stóð yfir í tvær vikur en landris er hafið í Svartsengi sem bendir til þess að kvika sé farin að streyma inn í kvikuhólfið á ný. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur atburðarás síðustu mánaða því líklegast ætla að endurtaka sig. Nýtt gos gæti hafist á svæðinu á næstu mánuðum. „Við erum núna að skoða þá mögulega að ef gos byrjar norðan vatnaskila, á svipuðum slóðum og þessu gosi lauk. Í gígunum þar sem þetta gos endaði. Ef við fáum upphafsfasa á þeim slóðum, þá er vegalengdin niður að Reykjanesbraut ekki nema sex kílómetrar,“ segir Þorvaldur. Hraun gæti flætt yfir brautina nokkrum klukkutímum eftir upphaf goss, verði upphafsfasinn jafnkraftmikill og við höfum séð í síðustu gosum. „Þessi sviðsmynd er kannski í augnablikinu ekki sú líklegasta en hún er möguleg. Og á meðan hún er möguleg þá verðum við að skoða hana. Líklegasta sviðsmyndin er að sagan endurtaki sig eins og í fyrri gosum að gosin byrji á þessari stuttu gossprungu suðaustur af Stóra-Skógfelli og síðan færist virknin til norðurs eða suðurs eins og hún hefur gert í fyrri atburðum,“ segir Þorvaldur. Mögulega þurfi að huga að því að vernda innviði norðan við síðustu eldgos. „Við sem erum í innviðahópnum höfum verið að ræða þennan möguleika. Að það verði gos norðan vatnaskila og hraun fari að flæða í áttina að norðurströndinni á Reykjanesskaganum. Við höfum rætt þetta síðan 2021 þannig það er til ýmislegt í pokahorninu hvað varðar mat á hættum og hvaða sviðsmyndir eru líklegastar,“ segir Þorvaldur.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Reykjanesbær Vogar Varnargarðar á Reykjanesskaga Samgöngur Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Sjá meira