Sautján prósent aukning í tilkynningum um nauðganir Fleiri tilkynningar um nauðganir annars vegar, og heimilisofbeldis og ágreiningsmál hins vegar, bárust Embætti ríkislögreglustjóra á fyrstu þremur mánuðum þessa árs en á sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í skýrslu sem embættið hefur birt um heimilisofbeldi og kynferðisbrot. 17.5.2022 10:03
Ný stjórn og framkvæmdastjóri FVH Ný stjórn var kjörin á aðalfundi Félags viðskipta- og hagfræðinga (FVH) þann 10. maí síðastliðinn, ásamt því að nýr framkvæmdastjóri félagsins var kynntur til starfa. 17.5.2022 08:47
Margrét og Friðjón oftast útstrikuð í Reykjanesbæ Af þeim sjö flokkum sem voru í framboði í sveitarstjórnarkosningum í Reykjanesbæ á laugardaginn var oftast strikað yfir nöfn frambjóðenda Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins. 39 sinnum var strikað yfir nöfn frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins og 36 sinnum hjá Samfylkingunni. 16.5.2022 16:20
Dóri DNA/Sanders gefur út tónlistarmyndband Um helgina gaf Dóri DNA út tónlistarmyndband í gervi kjúklingaofurstans Colonel Sanders við lagið “Því þú átt það skilið”. Lagið er gert í samstarfi við KFC og hefur verið notað í auglýsingum fyrir fyrirtækið. 16.5.2022 15:54
Útilokar ekki samstarf með Sjálfstæðisflokki Halla Karen Kristjánsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Mosfellsbæ, segir flokkinn ekki útiloka meirihlutasamstarf með Sjálfstæðisflokknum. Hún hefur ekki náð að ræða við alla flokka og því geti hún hvorki útilokað einn né neinn. 16.5.2022 15:41
Ýtt niður listann með útstrikunum og missir af sæti í sveitarstjórn Elín Höskuldsdóttir mun ekki taka sæti í sveitarstjórn Flóahrepps þrátt fyrir að hafa skipað annað sætið á lista sem hlýtur tvo fulltrúa. Útstrikanir ýttu henni niður listann og Harpa Magnúsdóttir fær sætið. 16.5.2022 14:24
Flestir strikuðu yfir Þórhall Jónsson Á Akureyri voru það aðallega kjósendur Sjálfstæðisflokksins sem strikuðu yfir nöfn frambjóðenda í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Strikað var yfir nöfn þeirra alls 120 sinnum. Af frambjóðendunum var það Þórhallur Jónsson í þriðja sæti listans sem fékk flestar útstrikanir, 81 talsins. 16.5.2022 13:48
Kristjón og Sunna enn í sambandi Kristjón Kormákur Guðjónsson blaðamaður og Sunna Rós Víðisdóttir lögfræðingur eru enn saman. Vísir greindi frá því mánudaginn 16. maí að upp úr sambandi þeirra hefði slitnað og vísaði til upplýsinga um sambandsstöðu Kristjóns á Facebook þar sem hann var skráður einhleypur. Það átti eftir að breytast og ljóst að ástin lifir. 16.5.2022 11:09
Heil beinagrind risaeðlu seld á uppboði Beinagrind klóeðlu var seld á uppboði í Christie‘s uppboðshúsinu í vikunni. Beinagrindin seldist á 12 milljónir dollara, rúmlega 1,6 milljarði íslenskra króna. 16.5.2022 09:50
Eldur í ruslagámi við Ánanaust Eldur kviknaði í ruslagámi við Ánanaust í morgun. Engin hætta skapaðist samkvæmt varðstjóra hjá Slökkviliðinu hjá höfuðborgarsvæðinu. 16.5.2022 08:47