Vaktin: Svíar freista þess að ná sátt við Tyrki til að greiða fyrir aðild að Nató Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu ekki hafa gengið eins og áætlað var og að Úkraínumenn gætu unnið stríðið. 16.5.2022 06:17
Umfjöllun og viðtöl: ÍA - KA 0-3 | Akureyringar á toppinn eftir stórsigur KA sá til þess að ÍA tapaði þriðja leiknum í röð í Bestu deild karla en leik liðanna á Akranesi lauk með 3-0 sigri gestanna. Akureyringar fóru með sigrinum á topp deildarinnar en liðið hefur ekki enn tapað leik og þá hefur það aðeins fengið á sig tvö mörk í sex leikjum. 15.5.2022 19:15
„Þetta er klárlega ekki það sem við stefndum að“ Skúli Helgason og Heiða Björg Hilmisdóttir, frambjóðendur Samfylkingarinnar í Reykjavík, útiloka ekki meirihlutasamstarf með Sósíalistaflokknum eða Framsóknarflokknum. Fyrstu tölur séu ekki það sem stefnt var að en tækifærin eru mörg. 15.5.2022 03:05
Hildur hæstánægð með fyrstu tölur í Reykjavík „Meirihlutinn í Reykjavík er fallinn. Og það sem meira er, Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Reykjavík,“ sagði Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, við mikil fagnaðarlæti eftir að fyrstu tölur voru kynntar í Reykjavík. 15.5.2022 02:09
Telur talsverðar líkur á því að meirihlutinn falli Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og forseti Alþingis, telur það vera fimmtíu prósent líkur á að meirihlutinn falli í Reykjavík. Hann skilur ekki töf á fyrstu tölum í kjördæminu þegar talningin virðist ekki vera vandi annars staðar á landinu. 15.5.2022 01:06
Veðjaði í fyrsta skiptið á sigur Sjálfstæðisflokksins Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins eru í miklum gír á Hilton í kvöld. Fyrstu tölur hafa enn ekki borist í Reykjavík en gestir eru þó vongóðir. 15.5.2022 00:09
Dregur ekki miklar ályktanir af könnunum Trausti Breiðfjörð Magnússon, frambjóðandi Sósíalistaflokksins í Reykjavík, segist ekki geta dregið ályktanir af skoðanakönnunum sem gerðar voru fyrir kosningarnar. 14.5.2022 23:25
Spilarar RÚV hrundu í Eurovision- og kosningafári Spilarar Ríkisútvarpsins sem sýna frá Eurovision og kosningavöku þeirra hrundu á ögurstundu þegar stigagjöfin í Eurovision átti að hefjast. Á vefsíðu þeirra var um tíma ekki hægt að horfa á viðburðina. 14.5.2022 22:44
Oddviti Miðflokksins á sterum á kosningakvöldi Ómar Már Jónsson, oddviti Miðflokksins í Reykjavík, er stoltur af því hvernig hans fólk hefur komið fram í kosningabaráttunni. Hann hefur lent í nokkrum leiðinlegum atvikum í baráttunni og er á sterum í kvöld eftir að hafa misst röddina. 14.5.2022 22:03
Tíu létu lífið í skotárás sem var streymt Tíu manns létu lífið í Buffalo í New York-fylki í Bandaríkjunum í dag þegar karlmaður skaut á gesti í verslunarmiðstöð. Byssumaðurinn streymdi árásinni á streymissíðunni Twitch. 14.5.2022 21:29