Alþjóðasamstarf mikilvægt á tímum stríðs Bjarki Sigurðsson skrifar 8. júní 2022 19:55 Þórdís Kolbrún ítrekaði mikilvægi alþjóðasamstarfs í ræðu sinni á eldhúsdegi Alþingis. Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra er þakklát fyrir þann samhug sem ríkt hefur á Íslandi um viðbrögð við innrás Rússlands í Úkraínu. Hún segir að alþjóðasamstarf sé lykillinn að hagsæld og að litlar líkur séu á því að friður verði rofinn í kringum okkur. „Eftir rúmlega tvö ár þar sem heimsfaraldur kórónuveirunnar drottnaði nánast yfir heimsbyggðinni tók við innrás kjarnorkuvædds stórveldis inn í fullvalda ríki í Evrópu,“ sagði ráðherrann á eldhúsdegi Alþingis í kvöld. Hún er þakklát fyrir það að umræðan á Íslandi og á Alþingi sé oftast ekki um mál sem flokkast sem dauðans alvara í stóra samhenginu, annað en í Úkraínu þessa dagana. Þrátt fyrir það sé Ísland þó viðbúið að takast á við þannig atburði. Hún segir að það sé meðal annars veru Íslands í Atlantshafsbandalaginu og Evrópska efnahagssvæðinu. „Ég stend hér og tala fyrir stjórnmálaflokk sem hefur átt ríkan þátt í þeim ákvörðunum sem hafa leitt til þess að Ísland býr við þessa stöðu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið vörð um frelsi, farsæld og fullveldi þjóðarinnar í gegnum áratugina. Ég er stolt af því að tilheyra þeim stjórnmálaflokki, og ég er stolt af því að tilheyra ríkisstjórn sem tekur alvarlega það hlutverk sitt að standa vörð um hagsmuni íslensku þjóðarinnar á óvissum og flóknum tímum.“ Hér fyrir neðan má lesa ræðu Þórdísar í heild sinni. Virðulegi forseti. Góðir landsmenn. Einhvers staðar heyrði ég sagt um daginn að það væri óvænt og ekki gleðilegt að upplifa tíma þar sem orð á borð heimsfaraldur, hungursneyð og heimsstyrjöld væru farin að skjóta upp kollinum í fréttum með reglulegu millibili. Engu að síður er þetta reyndin. Eftir rúmlega tvö ár þar sem heimsfaraldur kórónuveirunnar drottnaði nánast yfir heimsbyggðinni tók við innrás kjarnorkuvædds stórveldis inn í fullvalda ríki í Evrópu. Gráglettni örlaganna hagaði því þannig að innrásin í Úkraínu átt sér stað daginn eftir að heilbrigðisráðherra tilkynnti um afnám allra takmarkana á Íslandi vegna faraldursins, og daginn eftir sprengjuregn Rússa hófst í Úkraínu, féllu takmarkanirnar hér úr gildi. Afleiðingar af þessum tveimur skaðvöldum birtast svo í þeirri hryllilegu staðreynd að hundruð milljónir manna kvenna og barna í heiminum búa nú við þann raunveruleika að næringarskortur og hungur er yfirvofandi. Í þessu samhengi erum við sem byggjum þetta land að öllu leyti heppin. Eins og sakir standa er það rétt og satt sem segir í ljóðinu og við erum svo þakklát fyrir að við erum sannarlega „langt frá heimsins vígaslóð“ - þótt hér á Alþingi sé ekki beinlínis hægt að segja að við „lifum sæl við ást og ljóð“ — Hér tökumst við á. Og þau átök eiga sér jafnan stað hvort sem tilefnið er stórt eða lítið. Hér ríkir oft dægurþras og rígur, og það er sú mynd sem gjarnan blasir við, og það er gjarnan svo að miklu auðveldara er að fanga athygli með neikvæðni og sundrungu heldur en með uppbyggilegri og málefnalegri umræðu þar sem gagnkvæm virðing ræður för þrátt fyrir ólík sjónarmið. Og vissulega er það þreytt tugga að stjórnmálamenn, einkum þeir sem sitja í meirihluta, kvarti yfir smámunasemi og þrasgirni stjórnarandstöðunnar. Og ekki ætla ég að þykjast vera saklaus af slíku. En við Íslendingar getum þó sannarlega þakkað okkar sæla fyrir að deiluefnin og viðfangsefnin eru oft þess eðlis að þau geta trauðla flokkast sem dauðans alvara í hinu stóra samhengi hlutanna. Og átök milli lýðræðislega kjörinna fulltrúa — sem stundum eru hörð, og stundum svíður undan, og stundum eru ósanngörn — eru birtingarmynd heilbrigðis í opnu og lýðræðislegu samfélagi þar sem mannréttindi eru virt, stjórnvöld þurfa að standa skil á ákvörðunum sínum og fólkið í landinu hefur raunverulega valkosti um hvert skuli stefna. Ísland er þannig samfélag. Þannig viljum við vera. En þótt umræðan hér á þingi séu ekki alltaf um mál sem eru dauðans alvara þá hefur dauðans alvara þann óþægilega sið að banka upp á lífi fólks og þjóða og spyr þá ekki endilega hversu vel fólk eða þjóðir eru í stakk búin að takast á við hana. Þá þurfum við að vera undirbúin. Virðulegi forseti Ég er ákaflega þakklát fyrir þann samhug sem ríkt hefur hér á Íslandi um viðbrögð við innrás Rússlands í Úkraínu. Við Íslendingar vitum að það gildir um nánast öll ríki jarðarkringlunnar að þau treysta fyrst og fremst á samstöðu ólíkra þjóða um alþjóðalög til þess að tryggja að landamæri þeirra og lögsaga séu virt. Þau eru ekki mörg ríki heims sem gætu ein síns liðs varið hagsmuni sína ef einungis herstyrkur réði örlögum ríkja og þjóða. Frá lokum síðari heimsstyrjaldar hefur ríkt nokkuð almenn sátt um að innrásarstríð í landvinningarskyni verði ekki umborin af alþjóðasamfélaginu. Þessi regla í alþjóðasamskiptum er undirstaða tilveruréttar margra ríkja, því í rúma öld fyrir lok síðari heimsstyrjaldar gerðist það reglulega, um það bil á þriggja ára fresti, að ríki þurrkuðust út af kortinu. Þetta var oftast vegna innrásar og innlimunar árásargjarns nágranna. Mér hefur verið hugsað til þessarar alvöru að undanförnu - og ég er viss um að hugur okkar margra reikaði um svipaðar slóðir þann 6. maí sl. þegar forseti Úkraínu, Volodómír Selenskí, varð fyrstur erlendra þjóðhöfðingja til þess að ávarpa Alþingi. Selenskí er forseti þjóðar sem háir stríð til þess að tryggja tilveru sína. Vladimír Pútín hefur margsinnis lýst því yfir að hann telji í raun ekki að Úkraína eigi tilverurétt sem sjálfstætt og fullvalda ríki. Það var magnþrungin stund og heiður fyrir okkur að hann gæfi sér stutta stund frá sinni þungu ábyrgð, frá þeirri dauðans alvöru sem blasir við þjóð hans, til þess að ávarpa okkur. Í ávarpi sínu talaði Zelenskí um frelsið og sagði um Ísland, með leyfi forseta: „Það sem hrífur mig mest er að ykkur skuli takast að búa ykkur farsælt þjóðlíf þrátt fyrir válynd veður og hrjúfa náttúru, og að þjóð ykkar njóti öryggis og búi við lýðræði. Þegar þið virðið fyrir ykkur bæi ykkar og byggðir, þegar þið virðið fyrir ykkur fólkið ykkar, þá sjáið þið að þar fer raunverulegt frelsi, þar fer raunveruleg menning, og þið sjáið hinn góða ávöxt sem hver dagur færir ykkur í skaut." Þessi orð Zelenskíks minna okkur á hvað við höfum. Og öll okkar velsæld og frelsi byggist á friðsælum heimi. Á þessu er mikill skilningur hér á landi. Það kom meðal annars fram í árlegi könnun um viðhorf til utanríkismála sem utanríkisráðuneytið lét framkvæma fyrir skemmstu. Þar kom meðal annars fram að um 78% aðspurðra telja að hagsæld Íslands byggist á alþjóðlegri samvinnu en einungis tæp 4% telja svo ekki vera. Þar kemur einnig fram að sama hlutfall telur að Ísland treysti á alþjóðalög og alþjóðastofnanir til að tryggja að landamæri okkar og lögsaga séu virt. Þegar spurt var um afstöðu til þess að Ísland eigi í samstarfi við Rússland á alþjóðavettvangi segjast ríflega 82% vera andvíg en tæp 11% eru hlutlaus. Og þegar kemur að því að meta hvort Ísland eigi að tala máli mannréttinda á alþjóðavettvangi telja 83% að það skipti miklu eða fremur miklu máli. Góðir landsmenn. Við Íslendingar erum enn og aftur lánsöm. Okkar helstu framleiðsluvörur munu áfram eiga greiða leið á markaði og verðmæti þeirra mun aukast. Afar ólíklegt er að friður verði rofinn í kringum okkur. Áfram getum við treyst á að eiga sess í alþjóðasamhengi innan öflugasta varnarbandalags heims, með tvíhliða varnarsamning við öflugasta herveldi heims, og sem þátttakendur í Evrópska efnahagssvæðinu, verðmætasta markaðssvæði okkar Íslendinga. Ég stend hér og tala fyrir stjórnmálaflokk sem hefur átt ríkan þátt í þeim ákvörðunum sem hafa leitt til þess að Ísland býr við þessa stöðu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið vörð um frelsi, farsæld og fullveldi þjóðarinnar í gegnum áratugina. Ég er stolt af því að tilheyra þeim stjórnmálaflokki, og ég er stolt af því að tilheyra ríkisstjórn sem tekur alvarlega það hlutverk sitt að standa vörð um hagsmuni íslensku þjóðarinnar á óvissum og flóknum tímum. Ég þakka þeim sem hlýddu. Sjálfstæðisflokkurinn Utanríkismál Alþingi Öryggis- og varnarmál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
„Eftir rúmlega tvö ár þar sem heimsfaraldur kórónuveirunnar drottnaði nánast yfir heimsbyggðinni tók við innrás kjarnorkuvædds stórveldis inn í fullvalda ríki í Evrópu,“ sagði ráðherrann á eldhúsdegi Alþingis í kvöld. Hún er þakklát fyrir það að umræðan á Íslandi og á Alþingi sé oftast ekki um mál sem flokkast sem dauðans alvara í stóra samhenginu, annað en í Úkraínu þessa dagana. Þrátt fyrir það sé Ísland þó viðbúið að takast á við þannig atburði. Hún segir að það sé meðal annars veru Íslands í Atlantshafsbandalaginu og Evrópska efnahagssvæðinu. „Ég stend hér og tala fyrir stjórnmálaflokk sem hefur átt ríkan þátt í þeim ákvörðunum sem hafa leitt til þess að Ísland býr við þessa stöðu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið vörð um frelsi, farsæld og fullveldi þjóðarinnar í gegnum áratugina. Ég er stolt af því að tilheyra þeim stjórnmálaflokki, og ég er stolt af því að tilheyra ríkisstjórn sem tekur alvarlega það hlutverk sitt að standa vörð um hagsmuni íslensku þjóðarinnar á óvissum og flóknum tímum.“ Hér fyrir neðan má lesa ræðu Þórdísar í heild sinni. Virðulegi forseti. Góðir landsmenn. Einhvers staðar heyrði ég sagt um daginn að það væri óvænt og ekki gleðilegt að upplifa tíma þar sem orð á borð heimsfaraldur, hungursneyð og heimsstyrjöld væru farin að skjóta upp kollinum í fréttum með reglulegu millibili. Engu að síður er þetta reyndin. Eftir rúmlega tvö ár þar sem heimsfaraldur kórónuveirunnar drottnaði nánast yfir heimsbyggðinni tók við innrás kjarnorkuvædds stórveldis inn í fullvalda ríki í Evrópu. Gráglettni örlaganna hagaði því þannig að innrásin í Úkraínu átt sér stað daginn eftir að heilbrigðisráðherra tilkynnti um afnám allra takmarkana á Íslandi vegna faraldursins, og daginn eftir sprengjuregn Rússa hófst í Úkraínu, féllu takmarkanirnar hér úr gildi. Afleiðingar af þessum tveimur skaðvöldum birtast svo í þeirri hryllilegu staðreynd að hundruð milljónir manna kvenna og barna í heiminum búa nú við þann raunveruleika að næringarskortur og hungur er yfirvofandi. Í þessu samhengi erum við sem byggjum þetta land að öllu leyti heppin. Eins og sakir standa er það rétt og satt sem segir í ljóðinu og við erum svo þakklát fyrir að við erum sannarlega „langt frá heimsins vígaslóð“ - þótt hér á Alþingi sé ekki beinlínis hægt að segja að við „lifum sæl við ást og ljóð“ — Hér tökumst við á. Og þau átök eiga sér jafnan stað hvort sem tilefnið er stórt eða lítið. Hér ríkir oft dægurþras og rígur, og það er sú mynd sem gjarnan blasir við, og það er gjarnan svo að miklu auðveldara er að fanga athygli með neikvæðni og sundrungu heldur en með uppbyggilegri og málefnalegri umræðu þar sem gagnkvæm virðing ræður för þrátt fyrir ólík sjónarmið. Og vissulega er það þreytt tugga að stjórnmálamenn, einkum þeir sem sitja í meirihluta, kvarti yfir smámunasemi og þrasgirni stjórnarandstöðunnar. Og ekki ætla ég að þykjast vera saklaus af slíku. En við Íslendingar getum þó sannarlega þakkað okkar sæla fyrir að deiluefnin og viðfangsefnin eru oft þess eðlis að þau geta trauðla flokkast sem dauðans alvara í hinu stóra samhengi hlutanna. Og átök milli lýðræðislega kjörinna fulltrúa — sem stundum eru hörð, og stundum svíður undan, og stundum eru ósanngörn — eru birtingarmynd heilbrigðis í opnu og lýðræðislegu samfélagi þar sem mannréttindi eru virt, stjórnvöld þurfa að standa skil á ákvörðunum sínum og fólkið í landinu hefur raunverulega valkosti um hvert skuli stefna. Ísland er þannig samfélag. Þannig viljum við vera. En þótt umræðan hér á þingi séu ekki alltaf um mál sem eru dauðans alvara þá hefur dauðans alvara þann óþægilega sið að banka upp á lífi fólks og þjóða og spyr þá ekki endilega hversu vel fólk eða þjóðir eru í stakk búin að takast á við hana. Þá þurfum við að vera undirbúin. Virðulegi forseti Ég er ákaflega þakklát fyrir þann samhug sem ríkt hefur hér á Íslandi um viðbrögð við innrás Rússlands í Úkraínu. Við Íslendingar vitum að það gildir um nánast öll ríki jarðarkringlunnar að þau treysta fyrst og fremst á samstöðu ólíkra þjóða um alþjóðalög til þess að tryggja að landamæri þeirra og lögsaga séu virt. Þau eru ekki mörg ríki heims sem gætu ein síns liðs varið hagsmuni sína ef einungis herstyrkur réði örlögum ríkja og þjóða. Frá lokum síðari heimsstyrjaldar hefur ríkt nokkuð almenn sátt um að innrásarstríð í landvinningarskyni verði ekki umborin af alþjóðasamfélaginu. Þessi regla í alþjóðasamskiptum er undirstaða tilveruréttar margra ríkja, því í rúma öld fyrir lok síðari heimsstyrjaldar gerðist það reglulega, um það bil á þriggja ára fresti, að ríki þurrkuðust út af kortinu. Þetta var oftast vegna innrásar og innlimunar árásargjarns nágranna. Mér hefur verið hugsað til þessarar alvöru að undanförnu - og ég er viss um að hugur okkar margra reikaði um svipaðar slóðir þann 6. maí sl. þegar forseti Úkraínu, Volodómír Selenskí, varð fyrstur erlendra þjóðhöfðingja til þess að ávarpa Alþingi. Selenskí er forseti þjóðar sem háir stríð til þess að tryggja tilveru sína. Vladimír Pútín hefur margsinnis lýst því yfir að hann telji í raun ekki að Úkraína eigi tilverurétt sem sjálfstætt og fullvalda ríki. Það var magnþrungin stund og heiður fyrir okkur að hann gæfi sér stutta stund frá sinni þungu ábyrgð, frá þeirri dauðans alvöru sem blasir við þjóð hans, til þess að ávarpa okkur. Í ávarpi sínu talaði Zelenskí um frelsið og sagði um Ísland, með leyfi forseta: „Það sem hrífur mig mest er að ykkur skuli takast að búa ykkur farsælt þjóðlíf þrátt fyrir válynd veður og hrjúfa náttúru, og að þjóð ykkar njóti öryggis og búi við lýðræði. Þegar þið virðið fyrir ykkur bæi ykkar og byggðir, þegar þið virðið fyrir ykkur fólkið ykkar, þá sjáið þið að þar fer raunverulegt frelsi, þar fer raunveruleg menning, og þið sjáið hinn góða ávöxt sem hver dagur færir ykkur í skaut." Þessi orð Zelenskíks minna okkur á hvað við höfum. Og öll okkar velsæld og frelsi byggist á friðsælum heimi. Á þessu er mikill skilningur hér á landi. Það kom meðal annars fram í árlegi könnun um viðhorf til utanríkismála sem utanríkisráðuneytið lét framkvæma fyrir skemmstu. Þar kom meðal annars fram að um 78% aðspurðra telja að hagsæld Íslands byggist á alþjóðlegri samvinnu en einungis tæp 4% telja svo ekki vera. Þar kemur einnig fram að sama hlutfall telur að Ísland treysti á alþjóðalög og alþjóðastofnanir til að tryggja að landamæri okkar og lögsaga séu virt. Þegar spurt var um afstöðu til þess að Ísland eigi í samstarfi við Rússland á alþjóðavettvangi segjast ríflega 82% vera andvíg en tæp 11% eru hlutlaus. Og þegar kemur að því að meta hvort Ísland eigi að tala máli mannréttinda á alþjóðavettvangi telja 83% að það skipti miklu eða fremur miklu máli. Góðir landsmenn. Við Íslendingar erum enn og aftur lánsöm. Okkar helstu framleiðsluvörur munu áfram eiga greiða leið á markaði og verðmæti þeirra mun aukast. Afar ólíklegt er að friður verði rofinn í kringum okkur. Áfram getum við treyst á að eiga sess í alþjóðasamhengi innan öflugasta varnarbandalags heims, með tvíhliða varnarsamning við öflugasta herveldi heims, og sem þátttakendur í Evrópska efnahagssvæðinu, verðmætasta markaðssvæði okkar Íslendinga. Ég stend hér og tala fyrir stjórnmálaflokk sem hefur átt ríkan þátt í þeim ákvörðunum sem hafa leitt til þess að Ísland býr við þessa stöðu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið vörð um frelsi, farsæld og fullveldi þjóðarinnar í gegnum áratugina. Ég er stolt af því að tilheyra þeim stjórnmálaflokki, og ég er stolt af því að tilheyra ríkisstjórn sem tekur alvarlega það hlutverk sitt að standa vörð um hagsmuni íslensku þjóðarinnar á óvissum og flóknum tímum. Ég þakka þeim sem hlýddu.
Virðulegi forseti. Góðir landsmenn. Einhvers staðar heyrði ég sagt um daginn að það væri óvænt og ekki gleðilegt að upplifa tíma þar sem orð á borð heimsfaraldur, hungursneyð og heimsstyrjöld væru farin að skjóta upp kollinum í fréttum með reglulegu millibili. Engu að síður er þetta reyndin. Eftir rúmlega tvö ár þar sem heimsfaraldur kórónuveirunnar drottnaði nánast yfir heimsbyggðinni tók við innrás kjarnorkuvædds stórveldis inn í fullvalda ríki í Evrópu. Gráglettni örlaganna hagaði því þannig að innrásin í Úkraínu átt sér stað daginn eftir að heilbrigðisráðherra tilkynnti um afnám allra takmarkana á Íslandi vegna faraldursins, og daginn eftir sprengjuregn Rússa hófst í Úkraínu, féllu takmarkanirnar hér úr gildi. Afleiðingar af þessum tveimur skaðvöldum birtast svo í þeirri hryllilegu staðreynd að hundruð milljónir manna kvenna og barna í heiminum búa nú við þann raunveruleika að næringarskortur og hungur er yfirvofandi. Í þessu samhengi erum við sem byggjum þetta land að öllu leyti heppin. Eins og sakir standa er það rétt og satt sem segir í ljóðinu og við erum svo þakklát fyrir að við erum sannarlega „langt frá heimsins vígaslóð“ - þótt hér á Alþingi sé ekki beinlínis hægt að segja að við „lifum sæl við ást og ljóð“ — Hér tökumst við á. Og þau átök eiga sér jafnan stað hvort sem tilefnið er stórt eða lítið. Hér ríkir oft dægurþras og rígur, og það er sú mynd sem gjarnan blasir við, og það er gjarnan svo að miklu auðveldara er að fanga athygli með neikvæðni og sundrungu heldur en með uppbyggilegri og málefnalegri umræðu þar sem gagnkvæm virðing ræður för þrátt fyrir ólík sjónarmið. Og vissulega er það þreytt tugga að stjórnmálamenn, einkum þeir sem sitja í meirihluta, kvarti yfir smámunasemi og þrasgirni stjórnarandstöðunnar. Og ekki ætla ég að þykjast vera saklaus af slíku. En við Íslendingar getum þó sannarlega þakkað okkar sæla fyrir að deiluefnin og viðfangsefnin eru oft þess eðlis að þau geta trauðla flokkast sem dauðans alvara í hinu stóra samhengi hlutanna. Og átök milli lýðræðislega kjörinna fulltrúa — sem stundum eru hörð, og stundum svíður undan, og stundum eru ósanngörn — eru birtingarmynd heilbrigðis í opnu og lýðræðislegu samfélagi þar sem mannréttindi eru virt, stjórnvöld þurfa að standa skil á ákvörðunum sínum og fólkið í landinu hefur raunverulega valkosti um hvert skuli stefna. Ísland er þannig samfélag. Þannig viljum við vera. En þótt umræðan hér á þingi séu ekki alltaf um mál sem eru dauðans alvara þá hefur dauðans alvara þann óþægilega sið að banka upp á lífi fólks og þjóða og spyr þá ekki endilega hversu vel fólk eða þjóðir eru í stakk búin að takast á við hana. Þá þurfum við að vera undirbúin. Virðulegi forseti Ég er ákaflega þakklát fyrir þann samhug sem ríkt hefur hér á Íslandi um viðbrögð við innrás Rússlands í Úkraínu. Við Íslendingar vitum að það gildir um nánast öll ríki jarðarkringlunnar að þau treysta fyrst og fremst á samstöðu ólíkra þjóða um alþjóðalög til þess að tryggja að landamæri þeirra og lögsaga séu virt. Þau eru ekki mörg ríki heims sem gætu ein síns liðs varið hagsmuni sína ef einungis herstyrkur réði örlögum ríkja og þjóða. Frá lokum síðari heimsstyrjaldar hefur ríkt nokkuð almenn sátt um að innrásarstríð í landvinningarskyni verði ekki umborin af alþjóðasamfélaginu. Þessi regla í alþjóðasamskiptum er undirstaða tilveruréttar margra ríkja, því í rúma öld fyrir lok síðari heimsstyrjaldar gerðist það reglulega, um það bil á þriggja ára fresti, að ríki þurrkuðust út af kortinu. Þetta var oftast vegna innrásar og innlimunar árásargjarns nágranna. Mér hefur verið hugsað til þessarar alvöru að undanförnu - og ég er viss um að hugur okkar margra reikaði um svipaðar slóðir þann 6. maí sl. þegar forseti Úkraínu, Volodómír Selenskí, varð fyrstur erlendra þjóðhöfðingja til þess að ávarpa Alþingi. Selenskí er forseti þjóðar sem háir stríð til þess að tryggja tilveru sína. Vladimír Pútín hefur margsinnis lýst því yfir að hann telji í raun ekki að Úkraína eigi tilverurétt sem sjálfstætt og fullvalda ríki. Það var magnþrungin stund og heiður fyrir okkur að hann gæfi sér stutta stund frá sinni þungu ábyrgð, frá þeirri dauðans alvöru sem blasir við þjóð hans, til þess að ávarpa okkur. Í ávarpi sínu talaði Zelenskí um frelsið og sagði um Ísland, með leyfi forseta: „Það sem hrífur mig mest er að ykkur skuli takast að búa ykkur farsælt þjóðlíf þrátt fyrir válynd veður og hrjúfa náttúru, og að þjóð ykkar njóti öryggis og búi við lýðræði. Þegar þið virðið fyrir ykkur bæi ykkar og byggðir, þegar þið virðið fyrir ykkur fólkið ykkar, þá sjáið þið að þar fer raunverulegt frelsi, þar fer raunveruleg menning, og þið sjáið hinn góða ávöxt sem hver dagur færir ykkur í skaut." Þessi orð Zelenskíks minna okkur á hvað við höfum. Og öll okkar velsæld og frelsi byggist á friðsælum heimi. Á þessu er mikill skilningur hér á landi. Það kom meðal annars fram í árlegi könnun um viðhorf til utanríkismála sem utanríkisráðuneytið lét framkvæma fyrir skemmstu. Þar kom meðal annars fram að um 78% aðspurðra telja að hagsæld Íslands byggist á alþjóðlegri samvinnu en einungis tæp 4% telja svo ekki vera. Þar kemur einnig fram að sama hlutfall telur að Ísland treysti á alþjóðalög og alþjóðastofnanir til að tryggja að landamæri okkar og lögsaga séu virt. Þegar spurt var um afstöðu til þess að Ísland eigi í samstarfi við Rússland á alþjóðavettvangi segjast ríflega 82% vera andvíg en tæp 11% eru hlutlaus. Og þegar kemur að því að meta hvort Ísland eigi að tala máli mannréttinda á alþjóðavettvangi telja 83% að það skipti miklu eða fremur miklu máli. Góðir landsmenn. Við Íslendingar erum enn og aftur lánsöm. Okkar helstu framleiðsluvörur munu áfram eiga greiða leið á markaði og verðmæti þeirra mun aukast. Afar ólíklegt er að friður verði rofinn í kringum okkur. Áfram getum við treyst á að eiga sess í alþjóðasamhengi innan öflugasta varnarbandalags heims, með tvíhliða varnarsamning við öflugasta herveldi heims, og sem þátttakendur í Evrópska efnahagssvæðinu, verðmætasta markaðssvæði okkar Íslendinga. Ég stend hér og tala fyrir stjórnmálaflokk sem hefur átt ríkan þátt í þeim ákvörðunum sem hafa leitt til þess að Ísland býr við þessa stöðu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið vörð um frelsi, farsæld og fullveldi þjóðarinnar í gegnum áratugina. Ég er stolt af því að tilheyra þeim stjórnmálaflokki, og ég er stolt af því að tilheyra ríkisstjórn sem tekur alvarlega það hlutverk sitt að standa vörð um hagsmuni íslensku þjóðarinnar á óvissum og flóknum tímum. Ég þakka þeim sem hlýddu.
Sjálfstæðisflokkurinn Utanríkismál Alþingi Öryggis- og varnarmál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira