Ný miðstöð fyrir úkraínska flóttamenn var opnuð á Aflagranda Bjarki Sigurðsson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 8. júní 2022 08:00 Valgeir (t.v.) og Sveinn Rúnar ásamt Anastasiu sem kom hingað til lands fyrir einungis sjö dögum. Vísir/Sigurjón Í gær var ný miðstöð fyrir úkraínska flóttamenn opnuð á Aflagranda. Húsnæðið sem starfsemin var áður í er sprungið utan af starfseminni. Um 300 manns komu saman í nýja húsnæðinu í kvöld. Miðstöðin er rekin af samtökunum Flottafólk en hún var áður staðsett í auglýsingastofunnar Pipar í Guðrúnartúni en ekki var lengur pláss þar fyrir alla sem vildu mæta. Hún var því færð á Aflagranda og var fjöldi fólks þar þegar fréttastofa kíkti í heimsókn. Eitt áttu flest allir sameiginlegt, að hafa bros á vör. „Það var ekki svoleiðis þegar við byrjuðum á þessu, en þetta er grunnurinn á því sem við erum að gera, að fólk sé að hittast og styrkja hvort annað. Það versta sem fólk lendir í er að týna brosinu. Þetta er ástæðan fyrir því að við erum að þessu,“ sagði Valgeir Magnússon, stjórnarformaður hjá Pipar. Mun stærra húsnæði Í gamla húsnæðinu voru allt að 200 manns að koma saman á kvöldin og húsnæðið margfalt minna en það nýja. Það var því kærkomið að komast í stærra húsnæði. „Mér telst til að hér séu um 300 manns núna, við auglýstum þetta í gær. Fólk treystir því starfi sem við höfum verið að sinna því við höfum gert þetta með kærleik og gleði að leiðarljósi og mætingin er eftir því,“ segir Sveinn Rúnar Sigurðsson, læknir og forsvarsmaður Flottafólks. Skemmtiatriði í kvöld Í miðstöðinni verður boðið upp á læknisþjónustu, hannyrðir og aðra afþreyingu en í kvöld verða það leiklistin og tónlistin sem taka öll völd. SYSTUR ætla að syngja Eurovision-lag sitt ásamt því að Anastasia Efimenko, úkraínskur flóttamaður sem kom hingað til lands fyrir viku síðan, mun syngja úkraínska þjóðsönginn fyrir gesti. Hún söng smá brot úr söngnum fyrir fréttamann Stöðvar 2. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Miðstöðin er rekin af samtökunum Flottafólk en hún var áður staðsett í auglýsingastofunnar Pipar í Guðrúnartúni en ekki var lengur pláss þar fyrir alla sem vildu mæta. Hún var því færð á Aflagranda og var fjöldi fólks þar þegar fréttastofa kíkti í heimsókn. Eitt áttu flest allir sameiginlegt, að hafa bros á vör. „Það var ekki svoleiðis þegar við byrjuðum á þessu, en þetta er grunnurinn á því sem við erum að gera, að fólk sé að hittast og styrkja hvort annað. Það versta sem fólk lendir í er að týna brosinu. Þetta er ástæðan fyrir því að við erum að þessu,“ sagði Valgeir Magnússon, stjórnarformaður hjá Pipar. Mun stærra húsnæði Í gamla húsnæðinu voru allt að 200 manns að koma saman á kvöldin og húsnæðið margfalt minna en það nýja. Það var því kærkomið að komast í stærra húsnæði. „Mér telst til að hér séu um 300 manns núna, við auglýstum þetta í gær. Fólk treystir því starfi sem við höfum verið að sinna því við höfum gert þetta með kærleik og gleði að leiðarljósi og mætingin er eftir því,“ segir Sveinn Rúnar Sigurðsson, læknir og forsvarsmaður Flottafólks. Skemmtiatriði í kvöld Í miðstöðinni verður boðið upp á læknisþjónustu, hannyrðir og aðra afþreyingu en í kvöld verða það leiklistin og tónlistin sem taka öll völd. SYSTUR ætla að syngja Eurovision-lag sitt ásamt því að Anastasia Efimenko, úkraínskur flóttamaður sem kom hingað til lands fyrir viku síðan, mun syngja úkraínska þjóðsönginn fyrir gesti. Hún söng smá brot úr söngnum fyrir fréttamann Stöðvar 2.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent