Gústi B og Rikki G opna FM95mathöll Ný mathöll verður opnuð í JL-húsinu í vesturbæ Reykjavíkur við hátíðlega athöfn klukkan 11:30 í dag. Það eru útvarpsmennirnir Ágúst Beinteinn Árnason, betur þekktur sem Gústi B, og Ríkharð Óskar Guðnason, betur þekktur sem Rikki G, sem eru í forsvari fyrir hana. Mun hún heita FM95Mathöll. 1.4.2023 07:00
Niðurlægjandi að starfa á Fréttablaðinu síðustu misseri Þórarinn Þórarinsson, fyrrverandi blaðamaður hjá Fréttablaðinu, segir það hafa verið beinlínis niðurlægjandi að starfa á Fréttablaðinu síðustu misseri. Hann er einn þeirra sem sagt var upp í dag er hætt var að gefa blaðið út. 31.3.2023 17:00
ChatGPT bannað á Ítalíu Yfirvöld á Ítalíu hafa ákveðið að banna gervigreind fyrirtækisins OpenAI, ChatGPT. Verður fyrirtækið rannsakað af yfirvöldum þar í landi áður en ákvörðun verður tekin um framhaldið. 31.3.2023 16:54
Opna Fætur toga á ný Verslunin Fætur toga verður opnuð aftur á morgun eftir stutta lokun. Heildsalan Run2 hefur tekið við rekstrinum og verður starfsemi búðanna í nánast óbreyttri mynd. 31.3.2023 16:23
Fara fram á tólf til sextán ára fangelsi yfir Magnúsi Ákæruvaldið fer fram á að Magnús Aron Magnússon verði dæmdur í tólf til sextán ára fangelsi fyrir að hafa myrt Gylfa Bergmann Heimisson í júní árið 2022. Verjandi Magnúsar fer fram á að Magnús verði sakfelldur fyrir líkamsárás sem leiddi til dauða en ekki fyrir manndráp. 31.3.2023 14:06
„Þetta er sorgardagur fyrir íslenska fjölmiðlun“ Í morgun var tilkynnt að dagblaðið Fréttablaðið væri hætt útgáfu. Þá væri rekstri á vefsíðu þeirra einnig hætt. Fjöldi fjölmiðlamanna og annarra Íslendinga hefur tjáð sig um fall blaðsins á samfélagsmiðlum í dag. 31.3.2023 13:29
Anna Regína nýr forstjóri Coca-Cola á Íslandi Anna Regína Björnsdóttir hefur tekið við starfi forstjóra Coca-Cola Europacific Partners á Íslandi (Coca-Cola á Íslandi). Hún tekur við af Einari Snorra Magnússyni sem kveður nú fyrirtækið eftir yfir tuttugu ára starfstíma. 31.3.2023 12:47
Rýmingu aflétt á nokkrum svæðum Veðurstofa Íslands hefur metið áframhaldandi rýmingarþörf á Austurlandi vegna snjóflóðahættu. Í kjölfar þess var ákveðið að aflétta rýmingu á nokkrum svæðum á Seyðisfirði, Eskifirði og í Neskaupstað. 31.3.2023 09:53
Dagmar Ýr tekur við af Jónu bæjarstjóra Dagmar Ýr Stefánsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Austurbrúar. Hún tekur við af Jónu Árnýju Þórðardóttur sem fer nú í starf bæjarstjóra í Fjarðabyggð. 30.3.2023 17:05
Friðrik sækist ekki eftir endurkjöri Friðrik Jónsson, formaður Bandalags háskólamanna (BHM), mun ekki sækjast eftir endurkjöri þegar formannskjör bandalagsins fer fram í vor. Hann segist kveðja hlutverk sitt sáttur. 30.3.2023 16:21