Þingmenn flytja og húsgögnin sett á sölu Bjarki Sigurðsson skrifar 19. október 2023 20:00 Svona lítur þetta út á einni af þeim skrifstofum sem Alþingi hefur haft á leigu undanfarin ár. Vísir/Steingrímur Dúi Stefnt er að því að ný bygging Alþingis verði tekin í notkun fyrir mánaðamót. Starfsmenn þingsins eru orðnir spenntir að flytja starfstöðvar sínar en gert er ráð fyrir að byggingin spari ríkið níutíu milljónir á hverju ári. Fyrsta skóflustungan að byggingunni var tekin í febrúar árið 2020 og því í tæp fjögur ár í byggingu. Hún var teiknuð af Studio Granda en um er að ræða stærstu framkvæmd Alþingis síðan Alþingishúsið sjálft var reist á árunum 1880 til 1881. Allt til alls Fyrstu starfsmennirnir munu flytja starfsstöðvar sínar í nýbygginguna á næstu dögum að sögn Rögnu Árnadóttur, skrifstofustjóra Alþingis. Í byggingunni verður, auk skrifstofa þingmanna og starfsfólks, fundaraðstaða fyrir fastanefndir, ráðstefnusalur, fundarherbergi og fleira. Húsið er klætt sex steintegundum: Reykjavíkurgrágrýti (kemur úr grunninum úr nýja Landspítalanum, Grindavíkurgrágrýti, hraungrýti, blágrýti, líparít og gabbró. Þessar steintegundir eru einnig í gólfum í fundarsölum á fyrstu hæð.Vísir/Steingrímur Dúi „Á þinginu starfa auk 63 þingmanna 115 á skrifstofunni og þrjátíu pólitískir aðstoðarmenn. Þannig við verðum áfram með skrifstofur hér við Kirkjustrætið. Við erum með gömul hús hér sem eru í eigu þingsins og við höldum áfram að nota. En hér er pláss fyrir öll,“ segir Ragna. Spara níutíu milljónir á ári Flestir þeirra starfsmanna og þingmanna sem koma til með að flytja þangað hafa verið með skrifstofur í húsnæði við Austurstræti sem þingið hefur haft á leigu. Leigukostnaðurinn á þeim rýmum hefur numið tvö hundruð milljónum króna á ári og áætlar Alþingi að með nýbyggingunni sparist níutíu miljónir króna á hverju ári. Ragna Árnadóttir er skrifstofustjóri Alþingis.Vísir/Steingrímur Dúi Ragna segir starfsmenn vera orðna afar spennta. „Ég held það hlakki öll mjög til. Það er spennandi að fara í nýtt hús, þetta er lúxus, það eru forréttindi að fá að starfa í svona fínu húsi,“ segir Ragnar. Framkvæmdirnar kostuðu um sex milljarða króna.Vísir/Steingrímur Dúi Húsgögn til sölu Á einni af þeim skrifstofum sem Alþingi hefur verið með á leigu hafa starfsmenn byrjað að undirbúa flutninga. Þar má sjá kassa en einnig mublur sem munu ekki flytja með yfir Austurvöll. Mörg þeirra húsgagna hafa verið sett á sölu á vef Efnisveitunnar, svo sem borð, stólar og skjávarpar. Ekki er not fyrir þessi húsgögn í nýju byggingunni og verða ný húsgögn keypt í þeirra stað. Alþingi Rekstur hins opinbera Arkitektúr Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
Fyrsta skóflustungan að byggingunni var tekin í febrúar árið 2020 og því í tæp fjögur ár í byggingu. Hún var teiknuð af Studio Granda en um er að ræða stærstu framkvæmd Alþingis síðan Alþingishúsið sjálft var reist á árunum 1880 til 1881. Allt til alls Fyrstu starfsmennirnir munu flytja starfsstöðvar sínar í nýbygginguna á næstu dögum að sögn Rögnu Árnadóttur, skrifstofustjóra Alþingis. Í byggingunni verður, auk skrifstofa þingmanna og starfsfólks, fundaraðstaða fyrir fastanefndir, ráðstefnusalur, fundarherbergi og fleira. Húsið er klætt sex steintegundum: Reykjavíkurgrágrýti (kemur úr grunninum úr nýja Landspítalanum, Grindavíkurgrágrýti, hraungrýti, blágrýti, líparít og gabbró. Þessar steintegundir eru einnig í gólfum í fundarsölum á fyrstu hæð.Vísir/Steingrímur Dúi „Á þinginu starfa auk 63 þingmanna 115 á skrifstofunni og þrjátíu pólitískir aðstoðarmenn. Þannig við verðum áfram með skrifstofur hér við Kirkjustrætið. Við erum með gömul hús hér sem eru í eigu þingsins og við höldum áfram að nota. En hér er pláss fyrir öll,“ segir Ragna. Spara níutíu milljónir á ári Flestir þeirra starfsmanna og þingmanna sem koma til með að flytja þangað hafa verið með skrifstofur í húsnæði við Austurstræti sem þingið hefur haft á leigu. Leigukostnaðurinn á þeim rýmum hefur numið tvö hundruð milljónum króna á ári og áætlar Alþingi að með nýbyggingunni sparist níutíu miljónir króna á hverju ári. Ragna Árnadóttir er skrifstofustjóri Alþingis.Vísir/Steingrímur Dúi Ragna segir starfsmenn vera orðna afar spennta. „Ég held það hlakki öll mjög til. Það er spennandi að fara í nýtt hús, þetta er lúxus, það eru forréttindi að fá að starfa í svona fínu húsi,“ segir Ragnar. Framkvæmdirnar kostuðu um sex milljarða króna.Vísir/Steingrímur Dúi Húsgögn til sölu Á einni af þeim skrifstofum sem Alþingi hefur verið með á leigu hafa starfsmenn byrjað að undirbúa flutninga. Þar má sjá kassa en einnig mublur sem munu ekki flytja með yfir Austurvöll. Mörg þeirra húsgagna hafa verið sett á sölu á vef Efnisveitunnar, svo sem borð, stólar og skjávarpar. Ekki er not fyrir þessi húsgögn í nýju byggingunni og verða ný húsgögn keypt í þeirra stað.
Alþingi Rekstur hins opinbera Arkitektúr Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira