Ekki hægt að útiloka að fleiri Íslendingar verði handteknir Yfirlögregluþjónn á alþjóðasviði ríkislögreglustjóra segir ekki vera hægt að útiloka að fleiri Íslendingar verði handteknir í tengslum við rannsókn á streymi fíkniefna frá Brasilíu til Evrópu. Mun það skýrast síðar hvort farið verði fram á framsal á Íslendingi sem var handtekinn í Brasilíu í morgun. 12.4.2023 17:35
Greiddu 53 milljónir til SGS í fyrra en sæki enga þjónustu þangað Formaður Eflingar segir mögulega úrsögn félagsins úr Starfsgreinasambandinu (SGS) ekki tengjast óeiningu í kjarasamningsviðræðum í vetur. Hún segir að boðað verði til félagsfundar á næstu dögum þar sem ákveðið verður hvort úrsögnin fari í allsherjaratkvæðagreiðslu eða ekki. 11.4.2023 16:59
Ein hópuppsögn skráð í mars Vinnumálastofnun barst einungis ein tilkynning um hópuppsögn í mars. Þá var 28 starfsmönnum sagt upp í verslunarstarfsemi. 11.4.2023 16:04
22 líkamsárásir um páskana Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um 22 líkamsárásir um páskahelgina, þar af tvær alvarlegar. Ellefu sinnum var kallað á lögreglu vegna heimilisofbeldis. 11.4.2023 15:34
„Blóraböggullinn“ fer sjálfur í mál við Innheimtustofnun Jón Ingvar Pálsson, fyrrverandi forstjóri Innheimtustofnunar sveitarfélaga, hefur stefnt stjórn stofnunarinnar sem hann telur hafa brotið á starfsréttindum hans. Hann sakar stjórnina um ítrekaðar rangfærslur og að hann hafi enga ábyrgð borið á brotum á jafnréttislögum líkt og stjórnarformaður stofnunarinnar hafi gefið í skyn í gær. Sjálfur hafi hann stýrt stofnuninni í tvo áratugi með einstökum árangri. 11.4.2023 14:16
Guðni og Eliza verða viðstödd krýningu Karls Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid forsetafrú munu ferðast til London í byrjun maí til þess að vera viðstödd krýningarathöfn Karls III Bretlandskonungs. Engum ráðherrum var boðið á krýninguna. 11.4.2023 12:53
Farþegafjöldi Play þrefaldast milli ára Tæplega 87 þúsund manns flugu með flugfélaginu Play í marsmánuði. Sætanýting félagsins var 80,6 og stundvísi 87,4 prósent. 11.4.2023 10:30
Tork gaur: Einungis 270 stykki til í heiminum Bílaþættirnir Tork gaur halda áfram á Vísi í dag. Í fimmta þætti annarrar þáttaraðar er Polestar 2 BST 270 tekinn fyrir. 11.4.2023 10:04
Opinn fyrir því að eignast þrettánda barnið með Swift Barnamaskínan og sjónvarpskynnirinn Nick Cannon segist vera opinn fyrir því að eignast sitt þrettánda barn og það með söngkonunni Taylor Swift. Hann segist telja þau verða mjög gott par skildu þau byrja saman. 11.4.2023 09:32
Gul viðvörun við Faxaflóa og á Suðurlandi á morgun Gul viðvörun verður í gildi við Faxaflóa og á Suðurlandi á morgun frá klukkan 14 til 19. Vindhviður gætu náð 35 metrum á sekúndu. 6.4.2023 14:02