Ólafur Kristjánsson tekur við kvennaliði Þróttar Ólafur Helgi Kristjánsson skrifaði í dag undir þriggja ára samning um að þjálfa kvennalið Þróttar. Liðið hafnaði í þriðja sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili. 24.10.2023 17:12
Glæpasaga Ragnheiðar hlaut Svartfuglinn Ragnheiður Jónsdóttir hlaut fyrr í dag glæpasagnaverðlaunin Svartfuglinn fyrir bók sína Blóðmjólk. 24.10.2023 14:39
Gítarleikari Massive Attack er látinn Angelo Bruschini, gítarleikari sem spilaði lengi með bresku sveitarinni Massive Attack, er látinn. Hann varð 62 ára gamall. 24.10.2023 13:56
Hvetja forsetann að sóa ekki meiri tíma Leiðtogar þriggja stjórnarandstöðuflokka í Póllandi, sem saman tryggðu sér meirihluta þingmanna í þingkosningunum um þarsíðustu helgi, segjast reiðubúnir að mynda nýja stjórn þar sem Donald Tusk yrði næsti forsætisráðherra. 24.10.2023 13:14
Átta sóttu um embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur Átta sóttu um stöðu héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur sem dómsmálaráðuneytið auglýsti lausa til umsóknar þann 29. september síðastliðinn. 24.10.2023 11:39
Arftaki Bjarna Sæmundssonar fær nafnið Þórunn Þórðardóttir Nýtt rannsóknaskip Hafrannsóknarstofnunar verður sjósett í skipasmíðastöðinni Astilleros Armón í Vigo á Spáni 15. desember næstkomandi og við sjósetningu mun skipið formlega hljóta nafnið Þórunn Þórðardóttir og einkennisstafina HF 300. 24.10.2023 10:15
Kjörbíllinn þræðir sunnanverða Vestfirði í sameiningarkosningum Íbúakosningar um sameiningu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar standa nú yfir og hefur þar meðal annars verið notast við færanlegan kjörstað, svokallaða „Kjörbíl“. 24.10.2023 09:55
Fjármunum sóað og áætlaður sparnaður vegna Microsoft-samnings ekki skilað sér Umfang þeirra breytinga sem samningur, sem íslenska ríkið gerði við Microsoft árið 2018, var vanmetið og innleiðing þeirra lausna sem samið var um dróst á langinn. Þá hafi fjármunum verið sóað og fjármála- og efnahagsráðuneytið ekki getað sýnt fram á að sá fjárhagslegi ávinningur sem að var stefnt í tengslum við samninginn, eða 5,5 milljarðar króna á ári frá árinu 2023, hafi skilað sér. 24.10.2023 08:39
Hægur vindur, bjart með köflum og yfirleitt þurrt Veðurstofan gerir ráð fyrir hægum vindi á landinu í dag, björtu með köflum eða léttskýjaðu og yfirleitt þurrt. 24.10.2023 07:19
Ráðin framkvæmdastjóri Two Birds og Aurbjargar Ásdís Arna Gottskálksdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjártæknifyrirtækisins Two Birds ehf. sem er rekstraraðili Aurbjorg.is. Hún kemur til Two Birds frá Abler þar sem hún starfaði sem fjármála - og rekstrarstjóri og bar meðal annars ábyrgð á fjármálum, áætlunum og daglegum rekstri félagsins. 23.10.2023 09:57