Örlög stjórnar Morawiecki ráðast í dag Atli Ísleifsson skrifar 11. desember 2023 06:58 Mateusz Morawiecki hefur gegnt embætti forsætisráðherra Póllands frá árinu 2017. AP Pólska þingið mun í dag greiða atkvæði um hvort Mateusz Morawiecki, starfandi forsætisráðherra, eigi að leiða næstu ríkisstjórn landsins í kjölfar þingkosninganna sem fram fóru í október. Morawiecki mun leggja fram tillögu um nýja ríkisstjórn í þinginu í dag en ólíklegt þykir að meirihluti muni leggja blessun sína yfir hana enda missti flokkur Morawiecki, Lög og réttur, og stuðningsflokkar hans þingmeirihluta sinn í kosningunum. Umræða um stjórn hins 55 ára Morawiecki mun fara fram á þinginu og er reiknað með að atkvæði verði svo greidd um hana. Verði tillagan um stjórn Morawiecki felld á þingi, líkt og fastlega er gert ráð fyrir, mun það opna á að Donald Tusk, formaður Borgaravettvangs og fyrrverandi forsætisráðherra, taki við sem forsætisráðherra á ný. Tusk, sem einnig er fyrrverandi forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, leiddi bandalag mið- og vinstriflokka í kosningunum sem saman tryggðu sér meirihluta í kosningunum. Lög og réttur, sem hefur stjórnað landinu síðustu átta ár, er þó áfram stærsti flokkurinn á þingi. Donald Tusk var forsætisráðherra Póllands á árunum 2007 til 2014 og svo forseti leiðtogaráðs Evrópusamnbandsins á árunum 2014 til 2019. AP Stærsti flokkurinn fékk umboðið Andrzej Duda, Póllandsforseti sem hefur notið stuðnings Laga og réttar, ákvað að veita Morawiecki fyrst umboð til stjórnarmyndunar eftir kosningarnar, en almennt hefur verið litið á þá ákvörðun sem leið til að tefja óumflýjanleg valdaskipti. Fyrir kosningarnar hafði Duda sagst munu veita stærsta flokknum umboðið. Ráðherrar í bráðabirgðastjórn Morawiecki hafa tæknilega séð nú þegar svarið embættiseið en samkvæmt pólskum reglum verður stjórnin að standa af sér vantrausttillögu á þinginu innan tveggja vikna og mun sú atkvæðagreiðsla fara fram í dag. Lög í Póllandi gera ráð fyrir að ef starfandi ríkisstjórn Morawiecki stenst ekki vantrausttillöguna þá verður það þingsins að tilnefna nýjan forsætisráðherra. Allar líkur eru á að það verði Tusk. Samningur þegar til staðar Borgaravettvangur Tusk og stuðningsflokkar skrifuðu í síðasta mánuði undir samning um stjórnarmyndun. Þar segir meðal annars að stefnt sé að því að bæta samskiptin við Evrópusambandsins, en samband ESB og Póllands hafa verið stirð síðustu ár, meðal annars vegna afskipta pólskra stjórnvalda af dómstólum í landinu, Tusk var forsætisráðherra Póllands á árunum 2007 til 2014 og svo forseti leiðtogaráðs Evrópusamnbandsins á árunum 2014 til 2019. Hann sneri aftur í pólsk stjórnmál árið 2021 þegar hann tók við formennsku í Borgaravettvangi. Kosningar í Póllandi Pólland Tengdar fréttir Skipar nýja stjórn undir forystu Morawiecki þrátt fyrir minnihluta Síðdegis í dag mun Andrzej Duda, forseti Póllands, skipa nýja ríkisstjórn undir forystu Mateuszar Morawiecki. Þetta gerir hann þrátt fyrir að Morawiecki hafi ekki meirihluta. 27. nóvember 2023 11:05 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Fleiri fréttir Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Sjá meira
Morawiecki mun leggja fram tillögu um nýja ríkisstjórn í þinginu í dag en ólíklegt þykir að meirihluti muni leggja blessun sína yfir hana enda missti flokkur Morawiecki, Lög og réttur, og stuðningsflokkar hans þingmeirihluta sinn í kosningunum. Umræða um stjórn hins 55 ára Morawiecki mun fara fram á þinginu og er reiknað með að atkvæði verði svo greidd um hana. Verði tillagan um stjórn Morawiecki felld á þingi, líkt og fastlega er gert ráð fyrir, mun það opna á að Donald Tusk, formaður Borgaravettvangs og fyrrverandi forsætisráðherra, taki við sem forsætisráðherra á ný. Tusk, sem einnig er fyrrverandi forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, leiddi bandalag mið- og vinstriflokka í kosningunum sem saman tryggðu sér meirihluta í kosningunum. Lög og réttur, sem hefur stjórnað landinu síðustu átta ár, er þó áfram stærsti flokkurinn á þingi. Donald Tusk var forsætisráðherra Póllands á árunum 2007 til 2014 og svo forseti leiðtogaráðs Evrópusamnbandsins á árunum 2014 til 2019. AP Stærsti flokkurinn fékk umboðið Andrzej Duda, Póllandsforseti sem hefur notið stuðnings Laga og réttar, ákvað að veita Morawiecki fyrst umboð til stjórnarmyndunar eftir kosningarnar, en almennt hefur verið litið á þá ákvörðun sem leið til að tefja óumflýjanleg valdaskipti. Fyrir kosningarnar hafði Duda sagst munu veita stærsta flokknum umboðið. Ráðherrar í bráðabirgðastjórn Morawiecki hafa tæknilega séð nú þegar svarið embættiseið en samkvæmt pólskum reglum verður stjórnin að standa af sér vantrausttillögu á þinginu innan tveggja vikna og mun sú atkvæðagreiðsla fara fram í dag. Lög í Póllandi gera ráð fyrir að ef starfandi ríkisstjórn Morawiecki stenst ekki vantrausttillöguna þá verður það þingsins að tilnefna nýjan forsætisráðherra. Allar líkur eru á að það verði Tusk. Samningur þegar til staðar Borgaravettvangur Tusk og stuðningsflokkar skrifuðu í síðasta mánuði undir samning um stjórnarmyndun. Þar segir meðal annars að stefnt sé að því að bæta samskiptin við Evrópusambandsins, en samband ESB og Póllands hafa verið stirð síðustu ár, meðal annars vegna afskipta pólskra stjórnvalda af dómstólum í landinu, Tusk var forsætisráðherra Póllands á árunum 2007 til 2014 og svo forseti leiðtogaráðs Evrópusamnbandsins á árunum 2014 til 2019. Hann sneri aftur í pólsk stjórnmál árið 2021 þegar hann tók við formennsku í Borgaravettvangi.
Kosningar í Póllandi Pólland Tengdar fréttir Skipar nýja stjórn undir forystu Morawiecki þrátt fyrir minnihluta Síðdegis í dag mun Andrzej Duda, forseti Póllands, skipa nýja ríkisstjórn undir forystu Mateuszar Morawiecki. Þetta gerir hann þrátt fyrir að Morawiecki hafi ekki meirihluta. 27. nóvember 2023 11:05 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Fleiri fréttir Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Sjá meira
Skipar nýja stjórn undir forystu Morawiecki þrátt fyrir minnihluta Síðdegis í dag mun Andrzej Duda, forseti Póllands, skipa nýja ríkisstjórn undir forystu Mateuszar Morawiecki. Þetta gerir hann þrátt fyrir að Morawiecki hafi ekki meirihluta. 27. nóvember 2023 11:05