Með tvo lítra af amfetamínbasa í farangrinum Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa flutt tvö kíló af amfetamínbasa til landsins með flugi. 2.11.2023 15:04
Bein útsending: Opnunarmálstofa Þjóðarspegilsins Þjóðtrú og lífsviðhorf Íslendinga, stjórnarskrárbreytingar, líðan, kulnun og tíðahvörf á vinnumarkaði, kynbundið ofbeldi, samfélagsmiðlar, hvalveiðar og dýrarvernd, frjósemi og vinnumarkaður og lífsstílshagfræði er meðal þess sem verður til umfjöllunar á hinni árlegu ráðstefnu Þjóðarspegilsins sem fram fer í Háskóla Íslands í dag og á morgun. 2.11.2023 14:31
Bryndís nýr forseti Norðurlandaráðs Bryndís Haraldsdóttir var kjörin forseti Norðurlandaráðs fyrir árið 2024 og Oddný G. Harðardóttir varaforseti í lok Norðurlandaráðsþings í Ósló fyrr í dag. 2.11.2023 14:28
Foksandur af hálendinu veldur auknu svifryki í höfuðborginni Styrkur svifryks hefur mælst hár á loftgæðamælistöðvum í borginni í nótt og í dag og er það rakið til foksands af hálendinu. 2.11.2023 14:20
Hagkaup aftur sektað vegna tax-free auglýsinga sinna Neytendastofa hefur sektað Hagkaup um 850 þúsund króna vegna auglýsinga um Tax-free afslætti. Var annars vegar um að ræða auglýsingu þar sem prósentuhlutfall verðlækkunarinnar var ekki kynnt neytendum og hins vegar auglýsingar þar sem prósentuhlutfall verðlækkunar var ekki kynnt neytendum með nægilega skýrum hætti. 2.11.2023 13:52
Gert að endurgreiða gjald vegna afhendingar sjúkraskrár Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur verið gert að endurgreiða manni 15.791 krónur eftir að hafa rukkað viðkomandi um upphæðina vegna afhendingar á sjúkraskrá hjá heilsugæslunni. 2.11.2023 13:37
Nýr forstöðumaður hjá Arion kemur frá Landsbankanum Guðmunda Ósk Kristjánsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður fasteigna og innviða hjá fyrirtækja- og fjárfestingarbankasviði Arion banka. Hún kemur til Arion frá Landsbankanum. 2.11.2023 10:20
Tekur við markaðsmálunum hjá Advania Einar Örn Sigurdórsson hefur verið ráðinn markaðsstjóri Advania. Hann hefur síðustu ár starfað sem ráðgjafi og hugmyndaleiðtogi í markaðssetningar- og mörkunarverkefnum í Bandaríkjunum, Japan og á Íslandi. 2.11.2023 09:57
Alvarlegt umferðarslys á Reykjanesbraut Alvarlegt umferðarslys varð þegar bíll valt á Reykjanesbraut, vestan við Grindarvíkurveg, í morgun. Lögregla og sjúkralið eru nú á vettvangi. 2.11.2023 08:45
Bein útsending: Byggðaráðstefnan 2023 – Búsetufrelsi? Byggðaráðstefnan fer fram í Reykjanesbæ milli klukkan 9 og 16 í í dag. Á ráðstefnunni verður fjallað um búsetufrelsi og niðurstöður rannsóknarverkefnisins Byggðafesta og búferlaflutningar sem unnið var á vegum Byggðastofnunar í samvinnu við sérfræðinga við ýmsar íslenskar og erlendar háskólastofnanir. 2.11.2023 08:31