Bláa lónið mannlaust þegar gosið hófst Atli Ísleifsson skrifar 18. desember 2023 23:52 Helga Árnadóttir er framkvæmdastjóri Bláa lónsins. Vísir/Arnar Engir gestir eða starfsmenn voru í Bláa lóninu þegar eldgos hófst, norðan Sundhnúks á Sundhnúkagígaröðinni, á ellefta tímanum í kvöld. Þetta segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Bláa lónsins, í samtali við fréttastofu. „Eins og flestir þá erum við að reyna að átta okkur almennilega á staðsetningu þessa goss, en þetta virðist vera á þeim stað þar sem líklegast var talið að myndi gjósa. Við höldum áfram að fylgjast með. Við erum búin að senda upplýsingar á okkar gesti og starfsfólk okkar um að lónið verði lokað á morgun,“ segir Helga. Hún segir að staðan verði svo betur metin á morgun. Bláa lónið opnaði á ný í gær eftir að hafa verið lokað í rúmar fimm vikur vegna óvissunnar á Reykjanesskaga. Hótelin tvö við lónið og veitingastaðurinn Moss voru þó áfram lokuð.
Þetta segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Bláa lónsins, í samtali við fréttastofu. „Eins og flestir þá erum við að reyna að átta okkur almennilega á staðsetningu þessa goss, en þetta virðist vera á þeim stað þar sem líklegast var talið að myndi gjósa. Við höldum áfram að fylgjast með. Við erum búin að senda upplýsingar á okkar gesti og starfsfólk okkar um að lónið verði lokað á morgun,“ segir Helga. Hún segir að staðan verði svo betur metin á morgun. Bláa lónið opnaði á ný í gær eftir að hafa verið lokað í rúmar fimm vikur vegna óvissunnar á Reykjanesskaga. Hótelin tvö við lónið og veitingastaðurinn Moss voru þó áfram lokuð.
Bláa lónið Ferðamennska á Íslandi Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Stjórnendur ekki ákveðið hvort Bláa lónið þiggi ríkisstyrk Gestafjöldi í Bláa lóninu í gær og dag er um helmingur þess sem hann er í eðlilegu árferði segir framkvæmdastjóri þar eftir að það opnaði í gær. Hún segir starfsmenn hafa æft rýmingu meðan lónið var lokað. Stjórnendur hafi ekki ákveðið hvort þeir ætli að þiggja ríkisstyrk vegna lokunarinnar. 18. desember 2023 20:00 Aftur hægt að baða sig í Bláa lóninu Bláa lónið hefur verið opnað á ný eftir að hafa verið lokað í rúmar fimm vikur. Hótel fyrirtækisins eru þó enn lokuð. 17. desember 2023 14:12 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Sjá meira
Stjórnendur ekki ákveðið hvort Bláa lónið þiggi ríkisstyrk Gestafjöldi í Bláa lóninu í gær og dag er um helmingur þess sem hann er í eðlilegu árferði segir framkvæmdastjóri þar eftir að það opnaði í gær. Hún segir starfsmenn hafa æft rýmingu meðan lónið var lokað. Stjórnendur hafi ekki ákveðið hvort þeir ætli að þiggja ríkisstyrk vegna lokunarinnar. 18. desember 2023 20:00
Aftur hægt að baða sig í Bláa lóninu Bláa lónið hefur verið opnað á ný eftir að hafa verið lokað í rúmar fimm vikur. Hótel fyrirtækisins eru þó enn lokuð. 17. desember 2023 14:12