Segir ekkert hæft í sögusögnum sem eru á kreiki um Messi: „Getið gleymt því“ Spænski blaðamaðurinn Gillem Balague, sem þekkir vel til argentínsku fótboltagoðsagnarinnar Lionel Messi, segir ekkert til í þeim sögusögnum að hann sé á leið á láni frá bandaríska MLS liðinu Inter Miami er tímabilinu í Bandaríkjunum lýkur. 12.10.2023 08:02
Endurkoma Gylfa Þórs gefi landsliðinu gríðarlega mikið Sverrir Ingi Ingason, varnarmaður íslenska landsliðsins er kominn á fullt aftur í boltanum eftir að meiðsli héldu honum frá síðasta verkefni landsliðsins. Hann er spenntur fyrir komandi heimaleikjum liðsins í undankeppni EM og segir endurkomu Gylfa Þórs Sigurðssonar í landsliðið vera frábærar fréttir. 11.10.2023 17:01
„Ég get ekki kvartað yfir neinu“ Ísak Bergmann Jóhannesson kemur fullur sjálfstrausts inn í verkefni með íslenska landsliðinu eftir að hafa fótað sig vel í þýsku B-deildinni með Fortuna Dusseldorf. 11.10.2023 15:00
Grealish hrósað í hástert fyrir viðbrögð sín við beiðni ungs stuðningsmanns Enska landsliðsmanninum Jack Grealish, leikmanni Manchester City er hrósað hástert fyrir framferði sitt í tapleik gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á dögunum þar sem að hann gladdi ungan stuðningsmann Arsenal. 11.10.2023 14:31
Daníel Guðjohnsen á lista yfir efnilegustu fótboltamenn heims Daníel Tristan Guðjohnsen, leikmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Malmö, er á lista The Guardian yfir 60 efnilegustu knattspyrnumenn heims sem fæddir eru árið 2006. 11.10.2023 13:31
Engin Sveindís í landsliðshópi Íslands fyrir leiki gegn Danmörku og Þýskalandi Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið þá leikmenn sem munu taka þátt í næsta verkefni liðsins. Um er að ræða tvo leiki í Þjóðadeild UEFA. Tvo heimaleiki gegn Danmörku annars vegar og Þýskalandi hins vegar undir lok október. 11.10.2023 13:04
Ráðherra gagnrýnir getuleysi karlaliðsins í máli Hermoso Victor Francos, íþróttamálaráðherra Spánar, segir spænska karlalandsliðið í fótbolta ekki hafa sýnt kvennalandsliðinu nægilega mikinn stuðning eftir að ásakanir Jenni Hermoso, leikmanns liðsins, á hendur Luis Rubiales, forseta spænska knattspyrnusambandsins litu dagsins ljós. 11.10.2023 11:00
Rooney ráðinn knattspyrnustjóri Birmingham City Wayne Rooney hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri enska B-deildar liðsins Birmingham City. Frá þessu greinir félagið í tilkynningu á heimasíðu sinni. 11.10.2023 10:14
Segir ekki um að ræða skyldusigra fyrir Ísland: „Mun reyna á okkur á annan hátt“ Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta lítur ekki á komandi leiki liðsins í undankeppni EM sem skyldusigra. Ísland tekur á móti Lúxemborg í kvöld. 11.10.2023 10:00
Tómas Ingi tekur við spennandi starfi í Hveragerði Tómas Ingi Tómasson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Hamars og hefur nú formlega hafið störf. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Hamar. 11.10.2023 09:45