Segir það sanngjarnt ef Liverpool myndi fá afhentan titilinn Ilkay Gündogan, miðjumaður Manchester City, segir að það væri sanngjarnt ef Liverpool yrði afhent enski meistaratitillinn ef tímabilið yrði blásið af. Þetta segir hann í viðtali við þýsku sjónvarpsstöðina ZDF. 30.3.2020 07:30
Carragher valdi lið tímabilsins í enska boltanum: Ekkert pláss fyrir Alisson né Firmino Jamie Carragher, sparkspekingur Sky Sports, ákvað að nýta hléið sem er í enska boltanum þessar vikurnar vegna kórónuveirunnar til þess að velja úrvalslið tímabilsins hingað til en liðin eiga níu til tíu leiki eftir á leiktíðinni. 30.3.2020 07:00
Dagskráin í dag: Heimildarþættir, Seinni bylgjan og sú elsta og virtasta Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar. 30.3.2020 06:00
Aron um Barein: „Þeir hafa viljað að ég sé meira þar en það hefur verið öfugt hjá mér“ Aron Kristjánsson hefur undanfarin ár náð eftirtektarverðum árangri með landslið Barein en hann kom liðinu meðal annars á Ólympíuleikana sem áttu að fara fram í Tókýó í sumar en hefur verið frestað um eitt ár. 29.3.2020 23:00
Xavi veit ekki hvort Neymar passi félagslega inn í Barcelona-liðið og horfir til Gnabry og Sancho Xavi, sem nú stýrir Al Sadd í Katar, er tilbúinn að taka við uppeldisfélagi sínu Barcelona fyrr en síðar. Hann segir þó að allt þurfi að vera í góðu lagi í búningsklefanum og enginn eituráhrif. Hann veit ekki hvort að koma Neymar aftur til félagsins væri góð hugmynd. 29.3.2020 22:00
Kane gæti yfirgefið Tottenham ef liðið stefnir ekki í rétta átt Harry Kane, fyrirliði Tottenham og enska landsliðsins, útilokar ekki að hann gæti yfirgefið félagið á næstum árum. Hann stefnir á að vinna titla og ef Tottenham stefnir ekki í rétta átt gæti hann farið frá félaginu. 29.3.2020 21:00
Víðir biðst afsökunar: „Í dag gerði ég mistök“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, greinir frá því á Twitter-síðu sinni í kvöld að hann hafi gert mistök á blaðamannafundi dagsins þar sem hann greindi frá því að fjögur íþróttafélög hafi stundað æfingar í æfingabanninu sem nú stendur yfir. 29.3.2020 20:11
Emil segir það ólíklegt að hann klári ferilinn á Íslandi en útilokar það ekki Emil Hallfreðsson, landsliðsmaður í fótbolta og leikmaður Padova á Ítalíu, hefur áhuga á því að halda áfram að vinna í heimi knattspyrnunnar eftir að ferlinum lýkur. Hann býst ekki við því að enda ferilinn á Íslandi. 29.3.2020 20:00
Haukar munu fara varlega á leikmannamarkaðnum í sumar Aron Kristjánsson, sem tekur við Haukum í Olís-deild karla í sumar, segir að félagið muni ekki fara hamförum á leikmannamarkaðnum í sumar. Félagið muni þess í stað horfa inn á við. 29.3.2020 19:00
Framkvæmdastjóri Breiðabliks blæs á sögusagnir um æfingar innan félagsins Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, segir að það sé ekki rétt að innan veggja félagsins fari fram skipulagðar æfingar. Þetta segir hann í samtali við Fótbolti.net 29.3.2020 18:01