Tillögum að fiskeldi í Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði skilað inn Tillögur Hafrannsóknarstofnunar að afmörkun fiskeldissvæða í tveimur fjörðum á Austurlandi eru komnar á borð skipulagsstofnunar. 10.7.2020 12:30
Hissa á að teljast eigandi landareignar sem sögð er keypt fyrir fé frá Samherja Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu sem er einn þeirra sem nefndur var í Samherjaskjölunum sagðist hafa verið steinhissa þegar hann komst að því að landareign á Otjiwarongo svæðinu í Namibíu væri í hans eigu. Rannsakandi segir að Samherji hafi fjármagnað kaupin. 10.7.2020 11:41
Fjölskyldan fer í sóttkví í húsbíl á Vestfjörðum Þorvaldur Flemming Jensen er einn þeirra fjölmörgu Íslendinga, sem búa erlendis en hyggjast koma til landsins í frí. Þorvaldur viðurkennir að hann hafi verið tvístígandi og segir fyrirkomulag með fjögurra daga sóttkví íslenskra ríkisborgara enn þá vera óljóst. 10.7.2020 10:12
Varnarmálaráðherrann segist hafa fengið að vita af verðlaunafé settu til höfuðs hermanna Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna segist hafa verið upplýstur um verðlaunafé til höfuðs Bandaríkjamönnum sem rússneskir hermenn hétu talibönum í Afganistan. Virðist ráðherrann því hafa staðfest sannleiksgildi málsins sem Bandaríkjaforseti hefur kallað bull og vitleysu. 10.7.2020 08:11
Skólinn hafi leyft rausnarlegri gjöf ömmunnar að breytast í „sögusvið hryllingsmyndar“ Barnabarn konu, sem ásamt systkinum sínum ánafnaði Háskólanum á Akureyri jörðina Végeirsstaði, húsakost, málverkasafn og fjármuni fyrir rúmum tveimur áratugum, segir skólann „svívirða minningu“ hennar með því að hafa ekki hirt um uppihald jarðarinnar. 9.7.2020 16:01
Hæstiréttur úrskurðaði gegn forsetanum Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði í dag að forseti njóti algerrar friðhelgi fyrir sakamálarannsókn. Úrskurðurinn opnar möguleikann á að saksóknarar í New York fái skattskýrslur Donalds Trump forseta afhentar. 9.7.2020 14:27
Lýst eftir borgarstjóra Seúl Lögregla leitar nú að hinum 64 ára gamla Park Won-soon borgarstjóra suður-kóresku höfuðborgarinnar Seúl en hann mætti ekki til vinnu í ráðhúsinu í morgun. 9.7.2020 13:35
Icelandair flytur strandaglópa milli Bandaríkjanna og Armeníu Samningar hafa náðst um að Icelandair sinni leiguflugi á milli borganna Los Angeles í Bandaríkjunum og Jerevan, höfuðborg Armeníu. 9.7.2020 12:56
Hæstiréttur tekur ákvörðun um birtingu skattskýrslu Trump í dag Fyrirhugað er að Hæstiréttur Bandaríkjanna í Washington ákvarði í dag hvort að fulltrúadeild Bandaríkjaþings verði veittur aðgangur að persónuupplýsingum þeim sem Bandaríkjaforseti hefur reynt að leyna frá því að framboði hans var hrundið af stað árið 2015. 9.7.2020 11:23
Fasteignamarkaðurinn líflegur um þessar mundir Vísbendingar er um að fasteignamarkaður hér á landi sé líflegur um þessar mundir en samkvæmt mánaðarskýrslu Húsnæðis- og Mannvirkjastofnunar var fjöldi íbúða sem teknar voru af söluskrá síðustu tvo mánuði með hæsta móti. 9.7.2020 10:09