Hissa á að teljast eigandi landareignar sem sögð er keypt fyrir fé frá Samherja Andri Eysteinsson skrifar 10. júlí 2020 11:41 Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu. Twitter/The Namibian Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu sem er einn þeirra sem nefndur var í Samherjaskjölunum sagðist hafa verið steinhissa þegar hann komst að því að landareign á Otjiwarongo svæðinu í Namibíu væri í hans eigu. Þetta kom fram í vitnaleiðslum í málinu gegn Esau í Windhoek í dag. Einn aðalrannsakenda nefndar sem rannsakar spillingu í Afríkuríkinu, Karl Cloete, bar vitni í dag og fjallaði þar um kaup Esau á landareign og sagði hana keypta fyrir fjármuni sem Esau fékk frá Samherja. Cloete sagði að Esau og eiginkona hans, Swamma Esau, hafi samið um að kaupa landareign í nóvember 2017. Kaupverðið var 1.7 milljónir namibíudala og skrifuðu bæði Esau og eiginkona hans undir kaupsamninginn. Cloete sagði í vitnisburði sínum að peningarnir hafi komist til Esau frá Samherja í gegnum lögfræðistofuna De Klerk, Horn & Coetzee. Verjandi ráðherrans fyrrverandi, Richard Metcalfe, sagði að Esau hafi ásamt eiginkonu sinni fundað með lögfræðingnum Maren De Klerk til þess að setja upp erfðaskrá eftir að Sacky Shanghala hefði mælt með De Klerk. Þar hafi De Klerk spurt Esau hvort hann hefði áhuga á að kaupa land í Otjiwarongo en Esau hafi ekki haft efni á slíkri fjárfestingu. Metcalfe sagði að skjólstæðingur sinn hafi skrifað undir stofnsamnings fyrirtækisins sem eignaðist landareignina en hafi verið steinhissa þegar hann frétti að landareignin teldist til eigna sinna. Sjávarútvegsráðherrann fyrrverandi hafði ekki tilgreint landareignina í Otjiwarongo þegar þess var krafist af honum fyrir upphaf réttarhaldanna að gera skilmerkilega grein fyrir eignum sínum. Metcalfe sýndi fyrir dómstólnum tölvupóstsamskipti sem hann sagði að sýndu að hvorki Bernhard né Swamma Esau hafi verið látin vita af því að landareignin yrði skráð á hjónin. Namibian Sun greinir frá því að Esau hafi sagst ekki hafa nein not fyrir landareignina og hafi boðist til þess að gefa hana eftir og láta hana renna til ríkisins. Þá var réttarhöldunum frestað til 21. júlí. Áætlað er að þar muni verjendur og saksóknarar flytja lokaávörp sín. Dómarinn Duard Kesslau segist telja að niðurstaða verði komin í málið degi síðar og verði þá ákvarðað hvort Esau og tengdasonur hans Tamson „Fitty“ Hatuikulipi verði leystir úr haldi gegn tryggingu. Samherjaskjölin Namibía Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira
Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu sem er einn þeirra sem nefndur var í Samherjaskjölunum sagðist hafa verið steinhissa þegar hann komst að því að landareign á Otjiwarongo svæðinu í Namibíu væri í hans eigu. Þetta kom fram í vitnaleiðslum í málinu gegn Esau í Windhoek í dag. Einn aðalrannsakenda nefndar sem rannsakar spillingu í Afríkuríkinu, Karl Cloete, bar vitni í dag og fjallaði þar um kaup Esau á landareign og sagði hana keypta fyrir fjármuni sem Esau fékk frá Samherja. Cloete sagði að Esau og eiginkona hans, Swamma Esau, hafi samið um að kaupa landareign í nóvember 2017. Kaupverðið var 1.7 milljónir namibíudala og skrifuðu bæði Esau og eiginkona hans undir kaupsamninginn. Cloete sagði í vitnisburði sínum að peningarnir hafi komist til Esau frá Samherja í gegnum lögfræðistofuna De Klerk, Horn & Coetzee. Verjandi ráðherrans fyrrverandi, Richard Metcalfe, sagði að Esau hafi ásamt eiginkonu sinni fundað með lögfræðingnum Maren De Klerk til þess að setja upp erfðaskrá eftir að Sacky Shanghala hefði mælt með De Klerk. Þar hafi De Klerk spurt Esau hvort hann hefði áhuga á að kaupa land í Otjiwarongo en Esau hafi ekki haft efni á slíkri fjárfestingu. Metcalfe sagði að skjólstæðingur sinn hafi skrifað undir stofnsamnings fyrirtækisins sem eignaðist landareignina en hafi verið steinhissa þegar hann frétti að landareignin teldist til eigna sinna. Sjávarútvegsráðherrann fyrrverandi hafði ekki tilgreint landareignina í Otjiwarongo þegar þess var krafist af honum fyrir upphaf réttarhaldanna að gera skilmerkilega grein fyrir eignum sínum. Metcalfe sýndi fyrir dómstólnum tölvupóstsamskipti sem hann sagði að sýndu að hvorki Bernhard né Swamma Esau hafi verið látin vita af því að landareignin yrði skráð á hjónin. Namibian Sun greinir frá því að Esau hafi sagst ekki hafa nein not fyrir landareignina og hafi boðist til þess að gefa hana eftir og láta hana renna til ríkisins. Þá var réttarhöldunum frestað til 21. júlí. Áætlað er að þar muni verjendur og saksóknarar flytja lokaávörp sín. Dómarinn Duard Kesslau segist telja að niðurstaða verði komin í málið degi síðar og verði þá ákvarðað hvort Esau og tengdasonur hans Tamson „Fitty“ Hatuikulipi verði leystir úr haldi gegn tryggingu.
Samherjaskjölin Namibía Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira