Fjölskyldan fer í sóttkví í húsbíl á Vestfjörðum Andri Eysteinsson skrifar 10. júlí 2020 10:12 Þorvaldur Flemming Jensen Þorvaldur Flemming Jensen er einn þeirra fjölmörgu Íslendinga, sem búa erlendis en hyggjast koma til landsins í frí. Þorvaldur viðurkennir að hann hafi verið tvístígandi og segir fyrirkomulag með fjögurra daga sóttkví íslenskra ríkisborgara enn þá vera óljóst. „Það eru ekki komnar leiðbeiningar svo þetta kom svolítið flatt upp á okkur. Ég er svolítið spenntur að sjá hvernig þetta fer með þessa skimun á íslenskum ríkisborgurum sem eru að koma til Íslands og hvernig þeir eiga að haga sér,“ sagði Þorvaldur í samtali við Heimi og Gulla í Bítinu á Bylgjunni. Þorvaldur ætlaði upphaflega að koma til landsins ásamt fjölskyldunni sinni og verja hér á landi einni viku. Fjögurra daga sóttkví er þó talsverður hluti af því fríi sem fjölskyldan hafði hug á. Því hefur ferðaáætlunum verið breytt. Þorvaldur sagðist hafa leigt sér húsbíl og ætlaði sér að halda á Vestfirði. Þorvaldur nefndi þar Hornstrandir en ætla má að hann hafi átt við Strandir enda ekki fært bílum á Hornstrandir. „Fyrst í húsbílnum einangraður með fjölskyldunni og svo ætla ég að reyna að finna mér bústað einhvers staðar á Suðurlandi.“ Þorvaldur sendi svo út hjálparkall í gegnum útvarpið og óskaði eftir sumarbústað til leigu. Þorvaldur sagði andrúmsloftið í Danmörku vera svipað og hér á landi. Danir séu byrjaðir að ferðast og þá að mestu innanlands. Nokkrir séu þó farnir að fara út fyrir landsteinana. „ Þetta eru þessar styttri ferðir og staðir sem að fólk þekkir en það er langmest í Danmörku,“ sagði Þorvaldur Flemming í samtali við Bítið á Bylgjunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Þorvaldur Flemming Jensen er einn þeirra fjölmörgu Íslendinga, sem búa erlendis en hyggjast koma til landsins í frí. Þorvaldur viðurkennir að hann hafi verið tvístígandi og segir fyrirkomulag með fjögurra daga sóttkví íslenskra ríkisborgara enn þá vera óljóst. „Það eru ekki komnar leiðbeiningar svo þetta kom svolítið flatt upp á okkur. Ég er svolítið spenntur að sjá hvernig þetta fer með þessa skimun á íslenskum ríkisborgurum sem eru að koma til Íslands og hvernig þeir eiga að haga sér,“ sagði Þorvaldur í samtali við Heimi og Gulla í Bítinu á Bylgjunni. Þorvaldur ætlaði upphaflega að koma til landsins ásamt fjölskyldunni sinni og verja hér á landi einni viku. Fjögurra daga sóttkví er þó talsverður hluti af því fríi sem fjölskyldan hafði hug á. Því hefur ferðaáætlunum verið breytt. Þorvaldur sagðist hafa leigt sér húsbíl og ætlaði sér að halda á Vestfirði. Þorvaldur nefndi þar Hornstrandir en ætla má að hann hafi átt við Strandir enda ekki fært bílum á Hornstrandir. „Fyrst í húsbílnum einangraður með fjölskyldunni og svo ætla ég að reyna að finna mér bústað einhvers staðar á Suðurlandi.“ Þorvaldur sendi svo út hjálparkall í gegnum útvarpið og óskaði eftir sumarbústað til leigu. Þorvaldur sagði andrúmsloftið í Danmörku vera svipað og hér á landi. Danir séu byrjaðir að ferðast og þá að mestu innanlands. Nokkrir séu þó farnir að fara út fyrir landsteinana. „ Þetta eru þessar styttri ferðir og staðir sem að fólk þekkir en það er langmest í Danmörku,“ sagði Þorvaldur Flemming í samtali við Bítið á Bylgjunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent