Skólinn hafi leyft rausnarlegri gjöf ömmunnar að breytast í „sögusvið hryllingsmyndar“ Kristín Ólafsdóttir og Andri Eysteinsson skrifa 9. júlí 2020 16:01 Eitt húsanna á jörðinni Végeirsstöðum. Sigurður Guðmundsson Barnabarn konu, sem ásamt systkinum sínum ánafnaði Háskólanum á Akureyri jörðina Végeirsstaði, húsakost, málverkasafn og fjármuni fyrir rúmum tveimur áratugum, segir skólann „svívirða minningu“ hennar með því að hafa ekki hirt um uppihald jarðarinnar. Húsakosturinn hafi drabbast niður og lóðin sé í algjörri órækt. Systkinahópurinn vonaðist til þess á sínum tíma að á jörðinni risi rannsókna- og kennsluhús. „Þetta er gjöf sem amma og systkini hennar gefa háskólanum fyrir 25 árum síðan, sem er eiginlega bara búið að koma í ruslið á tiltölulega fáum árum. Þetta var í ágætu standi fyrir örfáum árum síðan,“ segir Sigurður Guðmundsson í samtali við Vísi en hann vakti athygli á málinu í pistli á Facebook-síðu sinni í gær. Gjöfin fólst í húsakosti, sem sjá má á meðfylgjandi myndum, „einu álitlegasta málverkasafni norðan heiða“, auk jarðarinnar Végeirsstaða í Fnjóskadal. „Háskólinn þiggur gjöfina með þökkum. En hefur einfaldlega látið þetta drabbast niður,“ segir Sigurður. Fjallað var um gjafmildi systkinanna í Morgunblaðinu árið 2005. Þar var greint frá því að þau hefðu afsalað til Háskólans á Akureyri öllum eignarhlutum sínum í Végeirsstöðum, og höfðu þá áður látið bróðurpart hennar af hendi til háskólans 1995. Eitt húsanna á Végeirsstöðum.Sigurður Guðmundsson „Að auki afsöluðu Arnór og Geirfinnur nú í sumar þremur sumarhúsum, bænahúsi og fleiri eignum á Végeirsstöðum til háskólans. Þá afhenti Geirfinnur Végeirsstaðasjóði 10 milljónir króna sem nýta skal til uppbyggingar á Végeirsstöðum. Fyrir 10 árum færði Arnór Háskólanum á Akureyri að gjöf 40 listaverk eftir ýmsa af bestu listamönnum þjóðarinnar og þrjá skúlptúra eftir japanskan listamann í tilefni af flutningi skólans á framtíðarsvæðið á Sólborg. Árið 1998 færði Arnór háskólanum að gjöf tvær fasteignir, íbúð í raðhúsi við Furulund og verslunarhúsnæði í Sunnuhlíð. Að auki ánafnaði Arnór háskólanum allt innbú sitt í Furulundi, þar á meðal 30 málverk. Gjafirnar voru bundnar því skilyrði að andvirði eignanna yrði notað til stofnunar gjafasjóðs til uppbyggingar rannsóknarstarfs á Végeirsstöðum,“ segir í frétt Morgunblaðsins í desember 2005. Sælureitur breytist í sögusvið hryllingsmyndar Sigurður segir í samtali við Vísi að þau fjölskyldan telji tiltölulega stutt, um fjögur, fimm ár, sé síðan byrjað var að vanrækja jörðina. Hann var að vinna í veiðihúsi í grennd við Végeirsstaði í gær og ákvað að líta við á staðnum. „Ég hafði heyrt útundan mér að þetta væri ekki í góðum málum og varð bara verulega brugðið,“ segir Sigurður. Hann lýsir viðbrögðunum betur í Facebook-færslu sinni í gær. Gróðurinn er í talsverðri órækt.Sigurður Guðmundsson „Allur sá hlýhugur sem ég hef hingað til borið til Háskólans á Akureyri er farinn út í buskann. Sú stórkostlega gjöf sem ættingjar mínir gáfu í góðri trú hefur verið vanvirt og eyðilögð. Minningin um sælureit breyttist í sögusvið hryllingsmyndar þar sem yfirgefnar og ónýtar byggingar sem voru milljónatuga virði eru látnar grotna niður vegna hirðuleysis,“ skrifar Sigurður og beinir orðum sínum svo til stjórnenda Háskólans á Akureyri. „Þið hafið svívirt minningu afa míns og ömmu með þessari framkomu. Hirðuleysið er slíkt að ekki einu sinni mestu skíthælar landsins hafa svona í sér. Ég óska ykkur alls hins versta sem ég geri nú í fyrsta skipti á ævi minni. Hef hingað til viljað ykkur vel en þeim tíma er lokið.“ Systkininin afsöluðu sér öllum eignarhlut sínum í jörðinni árið 2005.Sigurður guðmundsson Sigurður segir í samtali við Vísi að hann hafi ekki fengið nein viðbrögð frá skólanum eftir að hann birti færsluna í gær. Hann hafi raunar ekki áhuga á að sækjast neitt frekar eftir þeim. „Það er ekki mitt að fylgja þessu eftir. Það er kannski mitt að vekja máls á þessu en að fylgja því eftir með einhverjum hætti, ég bara hef engan rétt til þess.“ Akureyri Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Barnabarn konu, sem ásamt systkinum sínum ánafnaði Háskólanum á Akureyri jörðina Végeirsstaði, húsakost, málverkasafn og fjármuni fyrir rúmum tveimur áratugum, segir skólann „svívirða minningu“ hennar með því að hafa ekki hirt um uppihald jarðarinnar. Húsakosturinn hafi drabbast niður og lóðin sé í algjörri órækt. Systkinahópurinn vonaðist til þess á sínum tíma að á jörðinni risi rannsókna- og kennsluhús. „Þetta er gjöf sem amma og systkini hennar gefa háskólanum fyrir 25 árum síðan, sem er eiginlega bara búið að koma í ruslið á tiltölulega fáum árum. Þetta var í ágætu standi fyrir örfáum árum síðan,“ segir Sigurður Guðmundsson í samtali við Vísi en hann vakti athygli á málinu í pistli á Facebook-síðu sinni í gær. Gjöfin fólst í húsakosti, sem sjá má á meðfylgjandi myndum, „einu álitlegasta málverkasafni norðan heiða“, auk jarðarinnar Végeirsstaða í Fnjóskadal. „Háskólinn þiggur gjöfina með þökkum. En hefur einfaldlega látið þetta drabbast niður,“ segir Sigurður. Fjallað var um gjafmildi systkinanna í Morgunblaðinu árið 2005. Þar var greint frá því að þau hefðu afsalað til Háskólans á Akureyri öllum eignarhlutum sínum í Végeirsstöðum, og höfðu þá áður látið bróðurpart hennar af hendi til háskólans 1995. Eitt húsanna á Végeirsstöðum.Sigurður Guðmundsson „Að auki afsöluðu Arnór og Geirfinnur nú í sumar þremur sumarhúsum, bænahúsi og fleiri eignum á Végeirsstöðum til háskólans. Þá afhenti Geirfinnur Végeirsstaðasjóði 10 milljónir króna sem nýta skal til uppbyggingar á Végeirsstöðum. Fyrir 10 árum færði Arnór Háskólanum á Akureyri að gjöf 40 listaverk eftir ýmsa af bestu listamönnum þjóðarinnar og þrjá skúlptúra eftir japanskan listamann í tilefni af flutningi skólans á framtíðarsvæðið á Sólborg. Árið 1998 færði Arnór háskólanum að gjöf tvær fasteignir, íbúð í raðhúsi við Furulund og verslunarhúsnæði í Sunnuhlíð. Að auki ánafnaði Arnór háskólanum allt innbú sitt í Furulundi, þar á meðal 30 málverk. Gjafirnar voru bundnar því skilyrði að andvirði eignanna yrði notað til stofnunar gjafasjóðs til uppbyggingar rannsóknarstarfs á Végeirsstöðum,“ segir í frétt Morgunblaðsins í desember 2005. Sælureitur breytist í sögusvið hryllingsmyndar Sigurður segir í samtali við Vísi að þau fjölskyldan telji tiltölulega stutt, um fjögur, fimm ár, sé síðan byrjað var að vanrækja jörðina. Hann var að vinna í veiðihúsi í grennd við Végeirsstaði í gær og ákvað að líta við á staðnum. „Ég hafði heyrt útundan mér að þetta væri ekki í góðum málum og varð bara verulega brugðið,“ segir Sigurður. Hann lýsir viðbrögðunum betur í Facebook-færslu sinni í gær. Gróðurinn er í talsverðri órækt.Sigurður Guðmundsson „Allur sá hlýhugur sem ég hef hingað til borið til Háskólans á Akureyri er farinn út í buskann. Sú stórkostlega gjöf sem ættingjar mínir gáfu í góðri trú hefur verið vanvirt og eyðilögð. Minningin um sælureit breyttist í sögusvið hryllingsmyndar þar sem yfirgefnar og ónýtar byggingar sem voru milljónatuga virði eru látnar grotna niður vegna hirðuleysis,“ skrifar Sigurður og beinir orðum sínum svo til stjórnenda Háskólans á Akureyri. „Þið hafið svívirt minningu afa míns og ömmu með þessari framkomu. Hirðuleysið er slíkt að ekki einu sinni mestu skíthælar landsins hafa svona í sér. Ég óska ykkur alls hins versta sem ég geri nú í fyrsta skipti á ævi minni. Hef hingað til viljað ykkur vel en þeim tíma er lokið.“ Systkininin afsöluðu sér öllum eignarhlut sínum í jörðinni árið 2005.Sigurður guðmundsson Sigurður segir í samtali við Vísi að hann hafi ekki fengið nein viðbrögð frá skólanum eftir að hann birti færsluna í gær. Hann hafi raunar ekki áhuga á að sækjast neitt frekar eftir þeim. „Það er ekki mitt að fylgja þessu eftir. Það er kannski mitt að vekja máls á þessu en að fylgja því eftir með einhverjum hætti, ég bara hef engan rétt til þess.“
Akureyri Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira