Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Ingvar Jónsson hefur skrifað undir samningsframlengingu við Víking út tímabilið 2026. Ingvar hefur verið leikmaður Víkings síðan 2020 og er að sögn Kára Árnasonar, yfirmanns knattspyrnumála, besti markmaður Bestu deildar karla. 24.3.2025 22:31
Evans farinn frá Njarðvík Evans Ganapamo hefur yfirgefið herbúðir Njarðvíkur fyrir lokaumferðina og úrslitakeppnina sem framundan er í Bónus deild karla. Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari liðsins, segir bæði körfuboltalegar og ekki körfuboltalegar ástæður spila þar inn í en um sameiginlega ákvörðun sé að ræða. 24.3.2025 20:31
Aldís með níu mörk í naumum sigri Aldís Ásta Heimisdóttir átti stórleik í 30-29 sigri sænsku deildarmeistaranna Skara gegn Kristianstad í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. 24.3.2025 20:31
Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik Þór/KA mætti með laskað lið til leiks en sló Stjörnuna út í vítaspyrnukeppni eftir 1-1 jafntefli í undanúrslitum Lengjubikarsins. Breiðablik bíður þeirra í úrslitaleiknum næsta sunnudag. 24.3.2025 20:19
Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin Þökk sé snöggum þankagangi er fimmtán ára gamli boltastrákurinn Noel Urbaniak orðin þjóðhetja í Þýskalandi, eftir að hafa átt hlut í marki gegn Ítalíu í gærkvöldi. Honum var síðan kippt aftur niður á jörðina í morgun þegar hann hóf störf sem starfsmaður í kebabverksmiðju, en getur látið sér hlakka til undanúrslitaleiksins sem hann fer frítt á. 24.3.2025 18:31
„Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Dean Huijsen átti frábæran fyrsta leik í spænsku landsliðstreyjunni gegn Hollandi. Justin Kluivert, andstæðingur hans í gær en liðsfélagi hjá Bournemouth, segist viss um að Huijsen sé á förum frá félaginu í sumar. 24.3.2025 18:03
Skipti um skoðun í landsleikjahlénu og rak Motta Þrátt fyrir jákvæðar yfirlýsingar framkvæmdastjórans fyrir landsleikjahlé var Thiago Motta vikið frá störfum í gær eftir aðeins níu mánuði sem þjálfari Juventus á Ítalíu. Igor Tudor tekur við af honum og stýrir liðinu út tímabilið. 24.3.2025 08:01
Segir „indverskt rottuhlaup“ hafa toppað handbolta í vinsældum Eftir að hann hlaut kjör á ársþingi KKÍ ákvað Kristinn Albertsson að nýta tækifærið til að segja frá „vinsældakosningu“ sem hann rakst á fyrir einhverjum árum, þar sem fullyrt var að „indverskt rottuhlaup“ væri vinsælli íþrótt en handbolti. Ummælin hafa ekki fallið í kramið hjá handboltasamfélaginu hér á landi. 24.3.2025 07:02
Dagskráin í dag: Undanúrslitaleikur og skemmtilegir þættir Mánudagur er ekki til mæðu á íþróttarásum Stöðvar 2 og Vodafone. Undanúrslitaleik Lengjubikarsins, Lengsta undirbúningstímabil í heimi, Lögmál leiksins og landsleik Englands gegn Lettlandi má finna á dagskránni. 24.3.2025 06:01
Fyrsti El Clásico sigurinn skilaði sér: „Við höfðum alltaf trú“ Eftir fimm ár og átján töp í röð tókst kvennaliði Real Madrid í fyrsta sinn í dag að sigra sinn helsta keppinaut Barcelona. Leikurinn fór fram á heimavelli Barcelona, sem gerir sigurinn enn merkilegri í augum margra. 23.3.2025 22:31
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið