Íþróttafréttamaður

Ágúst Orri Arnarson

Ágúst Orri er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ýmir sneri aftur í góðum sigri

Línumaðurinn Ýmir Örn Gíslason var með fullkomna skotnýtingu og skoraði fjögur mörk fyrir Göppingen í 31-27 sigri gegn Eisenach í nítjándu umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta.

Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val

Birkir Jakob Jónsson er genginn til liðs við Bestu deildar lið Vals. Hann hefur verið á mála hjá ítalska stórliðinu Atalanta síðan árið 2021 en hefur fest sig til næstu fjögurra ára á Hlíðarenda.

Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver

Enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal var sektað um 65 þúsund pund, rúmar ellefu milljónir króna, vegna viðbragða leikmanna liðsins við rauða spjaldinu sem Myles Lewis-Skelly fékk í leik gegn Wolverhamton Wanderers.

„Vorum nokkurn veginn búnir að kort­leggja þetta“

„Ég er bara mjög ánægður með þetta, átta mörk er klárt gott forskot sem við eigum að geta unnið vel úr. En við sáum það í leiknum að þetta getur verið fljótt að breytast, þannig að við þurfum að vera á tánum, en vissulega búnir að vinna okkur inn góða stöðu núna,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, eftir 31-23 sigur gegn slóvenska liðinu Jeruzalem Ormoz. Seinni leikur liðanna í sextán liða úrslitum Evrópubikarsins fer fram eftir viku.

„Ég held að mínir leik­menn upp­lifi pressu á heima­velli“

„Niðurstaðan er svekkjandi, ekki spurning, en þetta var frábær leikur, fallegur körfubolti fyrir áhorfendurna. Eins og yfirleitt þá réðust úrslitin á einu atviki, einu skoti og frákasti, varnarlegum mistökum, og því miður urðum við fyrir því en ekki þeir í kvöld,“ sagði Borche Illievski, þjálfari ÍR, eftir 91-95 tap gegn Njarðvík í miklum spennuleik í átjándu umferð Bónus deildar karla.

„Við þurfum heldur betur að rífa okkur í gang“

Sverrir Ingi Ingason stóð vaktina í vörn Panathinaikos í 2-1 tapi gegn Víkingi í kvöld. Þetta var fyrri leikur liðanna í umspili Sambansdeildarinnar. Sverrir segir liðið þurfa að gera betur á öllum sviðum leiksins ef það ætlar ekki að detta úr leik í næstu viku.

Sölvi sáttur en svekktur með vítadóminn: „Hefði verið betra en eins marks for­skot“

Sölvi Geir Ottesen stýrði Víkingum til 2-1 sigurs gegn Panathinaikos í sínum fyrsta alvöru leik sem aðalþjálfari liðsins. Hann var ánægður með, nánast, fullkomna byrjun í starfi en ósáttur við vítaspyrnudóminn. Upplegg hans skilaði sér inn á völlinn, leikmenn sýndu ákefð á öllum sviðum leiksins og Sölvi er bjartsýnn á góð úrslit í seinni leiknum.

Sjá meira