Fótbolti

Ó­trú­legt átta marka jafn­tefli hjá Juventus og Dortmund

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Dusan Vlahovic skoraði og lagði upp í uppbótartíma til að tryggja Juventus jafntefli.
Dusan Vlahovic skoraði og lagði upp í uppbótartíma til að tryggja Juventus jafntefli. Valerio Pennicino/Getty Images

Juventus og Borussia Dortmund gerðu stórskemmtilegt 4-4 jafntefli í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar.

Juventus var hættulegri aðilinn í fyrri hálfleik en lenti tvisvar undir í seinni hálfleik. Karim Adeyemi og Felix Nmecha skoruðu mörk Dortmund, en Kenan Yildiz og Dusan Vlahovic tókst að jafna jafnóðum og staðan varð 2-2.

Dortmund náði síðan tveggja marka forystu, staðan 4-2 eftir mörk Yan Couto og Ramy Bensebaini og gulklæddu gestirnir virtust ætla að hafa sigurinn.

Svo varð ekki því Juventus skoraði tvö mörk í uppbótartíma og jafnaði leikinn. Dusan Vlahovic var helsta hetjan, með sitt annað mark til að minnka muninn og gaf síðan stoðsendingu í jöfnunarmarkinu.

Leiknum lauk því með 4-4 jafntefli eftir hreint ótrúlegan átta marka seinni hálfleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×