Michail Antonio lenti í alvarlegu bílslysi Michail Antonio, framherji West Ham í ensku úrvalsdeildinni, lenti í alvarlegu bílslysi en ástand hans er nú talið stöðugt. Antonio er með meðvitund og tjáir sig með tali en grannt er fylgst með líðan hans. 7.12.2024 17:13
Staða Bayern á toppnum styrktist Staða Bayern München í efsta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar styrktist enn frekar í dag. Bæjarar unnu Hedenheim 4-2 á meðan Eintracht Frankfurt, sem situr í öðru sæti og hafði unnið fjóra deildarleiki í röð, gerði 2-2 jafntefli við Augsburg. 7.12.2024 16:51
Fjórar fengu enga hvíld í bikarsigri Ármanns gegn Aþenu Úrvalsdeildarliðið Aþena tapaði 68-72 á heimavelli gegn fyrstu deildar liði Ármanns í sextán liða úrslitum VÍS bikars kvenna. Fjórir leikmenn Ármanns spiluðu allar fjörutíu mínúturnar. 7.12.2024 16:30
„Sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti“ „Þetta er frábær tilfinning, ég er ánægður að vera mættur aftur til Íslands eftir smá tíma í burtu. Þetta var sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti. Mér líður eins og við Þór þurftum á hvorum öðrum að halda,“ sagði Nikolas Tomsick, sem er snúinn aftur til Þórs Þorlákshafnar og lék með liðinu í 106-84 heimasigri gegn Hetti í kvöld. 5.12.2024 21:35
Uppgjörið: Þór Þ. - Höttur 106-84 | Þórsarar afhentu Hetti þriðja tapið í röð Þór Þorlákshöfn vann öruggan 106-84 sigur gegn Hetti í níundu umferð Bónus deildar karla. Höttur hefur nú tapað þremur leikjum í röð, eins og Þór hafði gert fyrir þennan leik. 5.12.2024 21:00
„Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Þetta er bara geggjað og frábært að hafa allt þetta fólk með okkur,“ sagði landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson eftir að hafa fagnað fyrsta stórmótasigri íslenska kvennalandsliðsins í handbolta. Hann segir mikið hafa verið undir og var ánægður að sjá stelpurnar klára verkefnið vel. 1.12.2024 22:17
„Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ „Vá. Geggjað að vera partur af þessu og ótrúlega gaman að klára þetta,“ sagði Berglind Þorsteinsdóttir innt eftir viðbrögðum við fyrsta stórmótasigri íslenska kvennalandsliðsins í handbolta. Varnarvinna hennar spilaði stóran þátt í 27-24 sigri gegn Úkraínu á Evrópumótinu. 1.12.2024 21:41
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Íslenska kvennalandsliðið í handbolta vann mikilvægan þriggja marka sigur er liðið mætti Úkraínu í riðlakeppni EM í handbolta í kvöld, 27-24. Þetta var fyrsti sigur Íslands á lokamóti EM kvenna í handbolta í sögunni og íslenska liðið heldur nú í úrslitaleik gegn Þjóðverjum um sæti í milliriðli. 1.12.2024 18:46
„Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Mjög svekkjandi, að hafa ekki náð að klára leikinn,“ sagði Elín Klara Þorkelsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins í handbolta, eftir 27-25 tap gegn Hollandi í fyrsta leik Evrópumótsins. 29.11.2024 19:28
Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Íslenska kvennalandsliðið í handbolta hóf leik á Evópumótinu með 27-25 tapi gegn Hollandi. Ísland komst yfir í upphafi leiks og hélt lengi í hollenska liðið en missti dampinn undir lokin. Sigur Hollands hefði orðið töluvert stærri ef ekki væri fyrir markmanninn Elínu Jónu, sem var valin maður leiksins. 29.11.2024 18:31