Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Hjónum á Hellu brá í brún þegar annar ökumaður begyði skyndilega fyrir þau á Suðurlandsvegi. Sjálfstýringin í bílnum þeirra kom þeim til bjargar en litlu mátti muna að árekstur ætti sér stað. 15.8.2025 13:48
Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Hamína, Sky og Kaleo eru meðal þeirra nafna sem Mannanafnanefnd samþykkti á fundi sínum í vikunni. Þá má einnig heita Anída, Silfurregn og Dúni. 15.8.2025 10:58
„Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Vísindamenn lýsa áhyggjum af því að gervigreind gæti ýtt undir eða valdið geðrofi og sjálfsvígshugsunum hjá notendum. Þeir benda á að risamállíkön spegli oft skoðanir notenda sem kunni að ýta undir ranghugmyndir. Dæmi eru um að spjallmenni sannfæri notendur um að gervigreindin sé meðvituð eða að notandinn sé guðleg vera. 14.8.2025 17:24
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Mygluvöxtur í kælinum, slitið og jafnvel hættulegt leiksvæði, óhrein snyrting og vanþrifið eldhús var meðal þess sem blasti við fulltrúa Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur þegar hann fór í eftirlit á skyndibitastaðinn Metro í Skeifunni í júlí. Forsvarsmenn Metro segjast hafa brugðist við flestum athugasemdunum eftirlitsins. 14.8.2025 15:07
Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Leigubílstjórinn Saint Paul Edeh hnakkreifst við tvær ferðakonur frá Mexíkó við Bláa lónið eftir að ágreiningurinn kom upp um fargjald. Konurnar töldu leigubílstjórann ofrukka sig en hann virðist skella skotti bílsins á höfuð annarrar þeirra þegar hún reynir að sækja farangur sinn án þess að borga, en Edeh hafnar því. 14.8.2025 11:50
Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Pípari í Reykjanesbæ segist hafa margoft síðustu mánuði þurft að gera við handklæðaofna í nýbyggingum sem hafi skemmst vegna súrefnis í heitavatninu á Suðurnesjum. HS Veitur staðfesta að súrefni hafi mælst í vatninu í sumar en taka fram að íbúum stafi engin hætta af því. 14.8.2025 10:40
Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vopnaðir sérsveitarmenn voru kallaðir út í aðgerð í Gnoðarvogi í Reykjavík í kvöld og voru fjórir leiddir út úr húsnæði þar, þar af þrír í handjárnum að sögn sjónarvotts. Heimildir fréttastofu herma að ráðist hafi verið í svipaðar aðgerðir á fleiri stöðum á höfuðborgarsvæðinu í kvöld. 13.8.2025 22:16
Vara við eldislax í Haukadalsá Íslenski náttúruverndarsjóðurinn varar við strokulax í Haukadalsá og segir að fjöldi stórra laxa allt að 90 sentímetrar að stærð hafi fundist neðarlega í ánni. 13.8.2025 21:50
Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Samtök verslunar og þjónustu kalla eftir hertum viðurlögum vegna sífellt stærri og alvarlegri rána í verslunum. Framkvæmdastjórinn segir of algengt að þjófagengi komist undan með varning upp á milljónir króna. Tvöfalt fleiri þjófnaðarmál og hnupl voru skráð í fyrra en árið á undan. 13.8.2025 20:00
Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Líkamsræktarstöð World Class í Laugum í Reykjavík var rýmd í kvöld vegna heitavatnsleka. 13.8.2025 19:39