Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, kynjafræðingur og trans aðgerðarsinni, svarar ósáttum föður fegurðardrottningar sem blöskraði gjörningur Kvenréttindafélagsins í Gleðigöngunni. Hún segir að ef skipuleggjendur göngunnar bæðust afsökunar hvert sinn sem eitthvað færi fyrir brjóstið á fólki þá myndu þeir varla gera mikið annað. Fegurðarsamkeppnir séu ekki hafðar yfir gagnrýni. 13.8.2025 19:03
Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Líkamsræktarstöð World Class í Laugum í Reykjavík hefur verið rýmd eftir að heitavatnsleki kom upp í húsnæðinu. 13.8.2025 18:10
Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Hið minnsta einn er slasaður eftir árekstur tveggja bíla á Suðurlandsvegi. Bílarnir urðu fyrir miklu tjóni að sögn lögreglu, sem segir slys algeng á gatnamótunum. 13.8.2025 16:54
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Til stendur að vísa manni úr landi í dag sem grunaður er um heimilisofbeldi og hefur hlotið þrjá refsidóma á Íslandi. Maðurinn dvaldi hér á landi í trássi við lög og var handtekinn í byrjun mánaðar eftir að hafa ráðist á fyrrverandi kærustu sína og brotið síma hennar, að sögn lögreglu. 13.8.2025 16:13
Barinn við barinn en gerandinn farinn Lögregla leitar enn að manni sem veitti öðrum manni höfuðhögg á bar við Engihjalla í nótt og flúði svo vettvang. 12.8.2025 16:28
Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Borið hefur á því að gestir Bláa lónsins séu rukkaðir hærra en eðlilegt verð af leigubílstjórum að sögn framkvæmdastjóra hjá fyrirtækinu. Lónið hefur því látið reisa upplýsingaskilti á bílastæðinu til að auka gagnsæi við gjaldtöku. 12.8.2025 14:42
Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Hinn ellefu ára Hafþór Freyr Jóhannsson kastaði sér í sjóinn þegar tveggja ára systir hans, Snæbjörg Lóa, féll af bryggju í Neskaupstað um verslunarmannahelgina. Hafþór bjargaði þannig systur sinni frá drukknun en hann hafði nýlega sótt skyndihjálparnámskeið, sem skipti sköpum. 12.8.2025 13:18
Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Fyrirtæki í eigu Íslendings sem hefur rekið veitingahús KFC í Danmörku í tæplega fjóra áratugi hefur lýst yfir gjaldþroti en öllum stöðum keðjunnar var lokað í júní eftir að danskir miðlar greindu frá meriháttar vanrækslu á heilsuháttaverklagi á stöðunum. 12.8.2025 11:06
Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Blaðamannafélag Íslands fordæmir dráp Ísraelshers á blaðamönnum á Gasaströndinni og sakar Ísraelsmenn um þjóðarmorð. Félagið vill að ríkisstjórn Íslands sýni dug og beiti sér af öllu afli á alþjóðavettvangi fyrir mannréttindum. 11.8.2025 16:59
Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst senda þjóðvarðliða út á götur höfuðborgarinnar Washington D.C. til að stöðva meinta glæpaöldu sem hann segir farna úr böndunum. Glæpatíðni hefur samt lítið aukist síðustu ár. Þvert á móti hefur hún minnkað samkvæmt opinberum gögnum en nýlega varð fyrrverandi starfsmaður D.O.G.E. fyrir árás í borginni af hálfu tveggja táninga að sögn lögreglu. 11.8.2025 14:49