Fólk í fagfélögunum sagði upp til hópa já Félagsfólk í Fagfélögunum Matvís, VM og RSÍ hefur samþykkt kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félögunum. 19.3.2024 15:03
Aðalfundi Landsbankans frestað Bankaráð Landsbankans ákvað á fundi sínum í dag að fresta aðalfundi bankans sem fara átti fram á morgun. Að höfðu samráði við Bankasýslu ríkisins hefur verið ákveðið að halda aðalfundinn föstudaginn 19. apríl. 19.3.2024 13:50
Samningar Samiðnar samþykktir Mikill meirihluti félagsmanna Samiðnar greiddi atkvæði með nýlegum kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins. Atkvæðagreiðslu lauk í dag en samningarnir náðu til tæplega 8700 manns. 19.3.2024 13:36
Eldgosið toppar þrjú síðustu Eldgosið sem hófst á níunda tímanum á laugardagskvöld hefur nú staðið lengur en síðustu þrjúgos síðan í desember síðastliðnum. Það hefur nú staðið í tvo og hálfan sólarhring. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. 19.3.2024 12:06
Sýn fær fjármálastjóra frá Kviku Eðvald Gíslason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Sýn hf. Eðvald tekur við starfinu af Kristínu Friðgeirsdóttur sem lét af störfum fyrr í mánuðinum. Þetta kemur fram í tilkynningu Sýnar til Kauphallar. 19.3.2024 09:48
Tekur ekki þátt í að selja hlut í Landsbankanum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ljóst að hún muni ekki taka þátt í því að selja hlut ríkisins í Landsbankanum. Þetta sagði Katrín í svari við fyrirspurn Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. 18.3.2024 16:22
Kveðja eftir 117 ára góðgerðarstarf Kvenfélagið Hlíf á Akureyri heyrir nú sögunni til. Á aðalfundi í liðinni viku var samþykkt að leggja félagið niður. 18.3.2024 15:33
Meðmælabréf kennaranna ekki nóg fyrir skólastjórann Kennarar og nemendur í Kóraskóla í Kópavogi eru afar ósáttir við að fá ekki skýr svör frá Kópavogsbæ hvers vegna starfandi skólastjóri hafi ekki fengið ráðningu í auglýst starf skólastjóra. Þeim finnst ekki hafa verið hlustað á sig. 18.3.2024 15:20
Íslendingurinn var handtekinn í Baltimore Íslenskur karlmaður á sextugsaldri situr í gæsluvarðhaldi í Bandaríkjunum eftir að hafa verið handtekinn á flugvellinum í Baltimore í Bandaríkjunum í síðustu viku með skotvopn í farangri sínum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór í húsleit á heimili mannsins eftir tilkynningu frá bandarískum löggæsluyfirvöldum. 18.3.2024 12:33
Svartsengi rýmt vegna gasmengunar Forsvarsmenn HS Orku ákváðu að rýma starfsstöðina í Svartsengi í morgun vegna gasmengunar sem leggur yfir svæðið vegna eldgossins í Sundhnúkagígaröðinni. 18.3.2024 11:39