Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. febrúar 2025 11:29 Kjaraviðræður kennara hafa staðið í marga mánuði. Vísir/Vilhelm Samband íslenskra sveitarfélaga hafnaði klukkan 11:59 innanhússtillögu ríkissáttasemjara í deilu kennara við hið opinbera. Kennarar samþykktu tillöguna síðdegis í gær en sveitarfélögin telja sig ekki geta fallist á tvennt í tillögu sáttasemjara. Ríkissáttasemjari upplýsti nokkuð óvænt seinni partinn í gær að hann hefði lagt fram innanhússtillögu í deilunni með samþykki samningsaðila, það er kennara og svo sveitarfélaga og ríkisins. Leik- og grunnskólar heyra undir sveitarfélögin en framhaldsskólar undir ríkið. Kennarar samþykktu tillögu sáttasemjara á fimmta tímanum í gær en sáttasemjari sagði ríki og sveitarfélögin hafa til tíu um kvöldið til að svara tilboðinu. Yrði það samþykkt yrði um að ræða kjarasamning til fjögurra ára og öllu verkfallsaðgerðum yrði frestað. Sveitarfélögin óskuðu í gærkvöldi eftir fresti til að svara tilboðinu til hádegis í dag og báðu kennara um að fresta verkfallsaðgerðum dagsins. Kennarar höfnuðu því og eru verkföll nú skollin á. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari var til viðtals í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf í beinni útsendingu. Þar upplýsti hann að svar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hefði borist klukkan 11:59 og rýndi í það á síma sínum í samtali við fréttamann. Svarið væri á þá leið að sveitarfélögin teldi sér ekki stætt að samþykkja tillöguna. Annars vegar því hún feli tillagan í sér hærri innáborgun á virðismat en þá sem stjórnin samþykkti í viðræðum í janúar. Hins vegar að þar sé ákvæði um að hægt sé að ljúka virðismatsaðgerðinni en samt möguleiki á að losa samninginn áður en hún rennur út, það sem kallað hefur verið uppsagnarákvæði sem kennarar vilja hafa í samningnum. Líta kennarar á ákvæðið sem tryggingu fyrir því að hið opinbera efni loforð sín. Þá sagði Ástráður að ríkið hefði svarað tillögunni á þá leið að ekki væri ástæða að taka afstöðu til hennar fyrst sveitarfélögin hefðu hafnað henni. Ástráður segir niðurstöðuna vonbrigði. Þó sé ljóst að komin sé sátt um meginatriði. Algjört sammæli aðila um aðferðarfræði sem eigi að nota til að leysa úr málinu. Eftir sitji atriði sem enn sé deilt um; hver innspýtingin eigi að vera í virðismatsaðgerðinni og hins vegar hvort að sé fræðilega mögulegt að henni ljúki áður en samningstíminn rennur út. Nú verði haldið áfram. Þessi vegferð hafi leitt aðila áfram og nálgast niðurstöðu mikið. Vinna verði áfram á þei grundvelli og nota tímann vel. Verkföll séu hafin og það sé ástand sem geti tekið á sig ýmsar myndir, haft neikvæð áhrif á samtöl aðila. Nota næstu daga vel og leiða málið til lykta. Vísir fylgist með gangi mála í deilunni í vaktinni að neðan. Ef hún birtist ekki strax þarf mögulega að endurhlaða síðunni.
Ríkissáttasemjari upplýsti nokkuð óvænt seinni partinn í gær að hann hefði lagt fram innanhússtillögu í deilunni með samþykki samningsaðila, það er kennara og svo sveitarfélaga og ríkisins. Leik- og grunnskólar heyra undir sveitarfélögin en framhaldsskólar undir ríkið. Kennarar samþykktu tillögu sáttasemjara á fimmta tímanum í gær en sáttasemjari sagði ríki og sveitarfélögin hafa til tíu um kvöldið til að svara tilboðinu. Yrði það samþykkt yrði um að ræða kjarasamning til fjögurra ára og öllu verkfallsaðgerðum yrði frestað. Sveitarfélögin óskuðu í gærkvöldi eftir fresti til að svara tilboðinu til hádegis í dag og báðu kennara um að fresta verkfallsaðgerðum dagsins. Kennarar höfnuðu því og eru verkföll nú skollin á. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari var til viðtals í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf í beinni útsendingu. Þar upplýsti hann að svar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hefði borist klukkan 11:59 og rýndi í það á síma sínum í samtali við fréttamann. Svarið væri á þá leið að sveitarfélögin teldi sér ekki stætt að samþykkja tillöguna. Annars vegar því hún feli tillagan í sér hærri innáborgun á virðismat en þá sem stjórnin samþykkti í viðræðum í janúar. Hins vegar að þar sé ákvæði um að hægt sé að ljúka virðismatsaðgerðinni en samt möguleiki á að losa samninginn áður en hún rennur út, það sem kallað hefur verið uppsagnarákvæði sem kennarar vilja hafa í samningnum. Líta kennarar á ákvæðið sem tryggingu fyrir því að hið opinbera efni loforð sín. Þá sagði Ástráður að ríkið hefði svarað tillögunni á þá leið að ekki væri ástæða að taka afstöðu til hennar fyrst sveitarfélögin hefðu hafnað henni. Ástráður segir niðurstöðuna vonbrigði. Þó sé ljóst að komin sé sátt um meginatriði. Algjört sammæli aðila um aðferðarfræði sem eigi að nota til að leysa úr málinu. Eftir sitji atriði sem enn sé deilt um; hver innspýtingin eigi að vera í virðismatsaðgerðinni og hins vegar hvort að sé fræðilega mögulegt að henni ljúki áður en samningstíminn rennur út. Nú verði haldið áfram. Þessi vegferð hafi leitt aðila áfram og nálgast niðurstöðu mikið. Vinna verði áfram á þei grundvelli og nota tímann vel. Verkföll séu hafin og það sé ástand sem geti tekið á sig ýmsar myndir, haft neikvæð áhrif á samtöl aðila. Nota næstu daga vel og leiða málið til lykta. Vísir fylgist með gangi mála í deilunni í vaktinni að neðan. Ef hún birtist ekki strax þarf mögulega að endurhlaða síðunni.
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Sveitarstjórnarmál Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Sjá meira