Skipstjórinn gistir fangageymslur ásamt stýrimanni Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir málsatvik úti fyrir Garðskagavita í nótt að skýrast. Skipstjóri og stýrimaður muni dvelja í fangelsi til morguns hið minnsta. Þeir voru um borð í fraktskipi sem sigldi á fiskibát með þeim afleiðingum að sjómaður lenti í lífsháska. 16.5.2024 21:45
Einhver í herberginu segi ekki satt Halla Tómasdóttir segir augljóst að einhver þeirra sex forsetaefna sem tóku þátt í kappræðum á Stöð 2 í kvöld hafi tröll á sínum snærum sem ati aðra auri. Einhver þeirra sé því ekki að segja satt. 16.5.2024 21:03
Svona voru kappræður sex efstu í baráttunni um Bessastaði Sex efstu forsetaframbjóðendurnir samkvæmt könnunum mætast í kappræðum á Stöð 2 klukkan 18:55. Kappræðurnar verða í beinni útsendingu og opinni dagskrá. 16.5.2024 18:06
Slapp við meiðsli á höfði og hrygg Mikil mildi var að rúmlega fertug kona slasaðist ekki lífshættulega þegar ekið var á kyrrstæðan bíl hennar á Suðurlandsvegi síðdegis á mánudag. Konan var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar sem fyrir hendingu var í loftinu á æfingu þegar útkallið barst. 16.5.2024 07:00
Jens fyllir í stóra skó Sigfúsar Ægis hjá TBR Jens Sigurðsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri TBR. Hann tekur við starfinu af Sigfúsi Ægi Árnasyni sem hefur gegnt starfinu í um 43 ár. Sigfús Ægir lætur af störfum fyrir aldurs sakir í haust. 15.5.2024 15:40
Gjörbreytt bílpróf en segja hvergi slegið af kröfum Frá og með morgundeginum verða bókleg almenn ökupróf rafræn um allt land. Allir ökunemar munu því framvegis taka próf til B-réttinda í tölvu hjá prófamiðstöð Frumherja. 15.5.2024 14:57
Barbara Hannigan stjórnar Sinfóníuhljómsveitinni Kanadíski hljómsveitarstjórinn og söngkonan Barbara Hannigan hefur verið ráðin aðalhljómsveitarstjóri og listrænn stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Hún mun taka við stöðunni í ágúst 2026 og gegna henni í þrjú starfsár. 15.5.2024 12:47
Halla þótti standa sig best Flestir þeirra sem fylgdust með kappræðum á RÚV vegna forsetakosninganna föstudagskvöldið 3. maí töldu Höllu Tómasdóttur hafa staðið sig best. Skammt á hæla Höllu komu Baldur Þórhallsson og Katrín Jakobsdóttir. 15.5.2024 10:05
Starfsfólk fær 150 milljónir í hlutabréfum Eigendur og stjórn Íslandshótela hafa tilkynnt að samhliða útboði og skráningu félagsins á markað, verði öllu fastráðnu starfsfólki afhentir hlutir í félaginu að gjöf. 14.5.2024 16:31
Sóttu veikan mann á skemmtiferðaskip umkringt hafís Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar flaug upp úr klukkan níu í morgun til aðstoðar farþega um borð í skemmtiferðaskipi við austurströnd Grænlands. Farþeginn hafði veikst skyndilega og óskaði læknir um borð eftir aðstoð þyrlu Gæslunnar. 14.5.2024 15:31