Settur forstjóri skipaður forstjóri Óskar Jósefsson hefur verið skipaður nýr forstjóri Framkvæmdasýslunnar - Ríkiseignir, FSRE. Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, skipar Óskar en tuttugu manns sóttu um starfið. 14.5.2024 15:25
Ævintýralandið Ísland séð úr háloftunum Enn er frekar snjóþungt á hálendinu þegar maí fer að vera hálfnaður. Ragnar Axelsson ljósmyndari, RAX, flaug yfir hálendið og myndaði úr háloftunum. 14.5.2024 14:40
Biggi Maus breiðir yfir Frikka Dór Á miðnætti gefur Birgir Örn Steinarsson, sem starfar undir listamannanafninu Biggi Maus, út ábreiðu á lagi Friðriks Dórs 'I don't remember your name'. Lagið er nú kannski ekki á meðal þekktustu slagara Frikka en það kom upphaflega út á annarri breiðskífu hans Vélrænn árið 2012. Friðrik samdi lagið ásamt þeim Ólafi Arnalds og Janusi Rasmussen sem saman mynda raf-dúettinn Kiasmos. 14.5.2024 14:31
Hefur áhyggjur af nýfæddum lömbum á Höfða Dýralæknir sem kannaði aðstæður á sauðfjárbúi í Borgarfirði sem MAST fylgist sérstaklega með segir aðbúnað nokkurra dýra þar óviðunandi. Hún gagnrýnir að slíkt eigi sér stað á sama tíma og stofnunin segist vera að sinna skyldum sínum í málinu. 14.5.2024 13:49
Von á ákæru eftir spennuþrungna daga í Malmö Fulltrúi Hollands í Eurovision sem var meinuð þátttaka á úrslitakvöldinu klukkustundum fyrir keppni verður að líkindum ákærður fyrir hótanir að sögn sænsku lögreglunnar. Hinn 26 ára gamli Joost Klein komst á spjöld sögunnar því engum keppanda hefur áður verið vísað úr keppni. 14.5.2024 10:56
Vænsti maður og harðduglegur Íbúar í Reykholti og Laugarási bera eldri karlmanni sem hefur starfað og búið þar í lengri tíma ákaflega vel söguna. Þar fari harðduglegur vænsti maður sem fólk skilur ekki að einhver hafi viljað gera mein. Fjögur eru í gæsluvarðhaldi grunuð um frelsissviptingu, líkamsárás og fjárkúgun. 13.5.2024 17:36
Fluttur með þyrlu til Reykjavíkur eftir árekstur Einn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar af vettvangi eftir tveggja bíla árekstur á þjóðvegi eitt austur af Hvolsvelli rétt fyrir klukkan fjögur í dag. 13.5.2024 16:59
Kaldavatnslaust á Arnarnesi Kaldavatnslögn fór í sundur við Haukanes á Arnarnesinu í Garðabæ um fjögurleytið í dag. Af þeirri ástæðu hefur verið lokað fyrir vatnið á svæðinu. Unnið er að viðgerð. 13.5.2024 16:55
Ætlar að gera Grillhúsið að heitasta staðnum í Borgarnesi Örvar Bessason er reynslumikill matreiðslumaður til sjós og lands. Hann lærði sjókokkinn fyrir um 30 árum og starfaði sem kokkur á frystitogurum árum saman. Þess á milli vann hann á veitingastöðum í landi. Hans næsta verkefni er að gera Grillhúsið í Borgarnesi að heitasta veitinga- og samverustaðnum í Borgarnesi. 13.5.2024 14:45
Eigendur TGI Fridays kaupa Grillhúsið Helgi Magnús Hermannsson og Jóhannes Birgir Skúlason hafa fest kaup á Grillhúsinu sem rekur veitingastaði á Laugavegi og Sprengisandi í Reykjavík. Þá hefur hópur fjárfesta undir forystu Örvars Bessasonar keypt Grillhúsið í Borgarnesi. 13.5.2024 14:03