Kom barnsföður Ásthildar Lóu í opna skjöldu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. mars 2025 11:05 Ásthildur Lóa Þórsdóttir ætlar að sitja áfram sem þingmaður Flokks fólksins. Vísir/Vilhelm Karlmaður á sextugsaldri sem eignaðist barn með fráfarandi barna- og menntamálaráðherra þegar hann var á sautjánda ári og ráðherra 23 ára, segir erindi fyrrverandi tengdamóður til forsætisráðuneytisins hafa verið án hans vitneskju. Hann hafi sogast inn í málið líkt og ráðherra. Ásthildur Lóa Þórsdóttir sagði af sér embætti í gær eftir að greint var frá því að hún hefði eignast barn með sextán ára gömlum pilti þegar hún var sjálf 22 ára. Eiríkur Ásmundsson framkvæmdastjóri er barnsfaðir Ásthildar Lóu. Hann er í dag 51 árs gamall og segir í stuttu samtali við Vísi ekki hafa neitt haft að gera með erindi fyrrverandi tengdamóður sinnar til forsætisráðuneytisins. Sogast inn í málið eins og ráðherra Samkvæmt heimildum fréttastofu var það Ólöf Björnsdóttir, fyrrverandi tengdamóðir Eiríks, sem leitaði til forsætisráðuneytisins og óskaði eftir fundi með forsætisráðherra vegna málsins. Fréttastofa RÚV komst á snoðir um málið og fjallaði um málið í sexfréttum sínum í gær. Í framhaldinu sagði Ásthildur Lóa af sér. Eiríkur segist hafa tekið strax þá afstöðu í þessu máli að tjá sig ekkert um það, enda málið á engan hátt frá honum komið. Hann hafi sogast inn í það eins og ráðherra. Hann ætli ekki að bregðast við yfirlýsingu Ásthildar Lóu frá því í morgun eins og staðan sé í dag. Kristilegt starf hjá Trú og líf Ásthildur Lóa segist hafa kynnst barnsföður sínum í gegnum starf kristilega safnaðarins Trú og líf. Þrátt fyrir aldursmuninn hafi hún verið óreynd í samskiptum kynjanna, ekki við karlmann kennd og látið undan þrýstingi unglingspiltsins. Eina nótt í september 1989 hafi hún hleypt honum inn og segist Ásthildur Lóa hreinlega ekki hafa „höndlað aðstæðurnar“. Hún minnir á að sjálfræðisaldur á þeim tíma hafi verið sextán ár og sambönd fólks á þessum aldri ekki verið óalgeng þótt þau þættu ekki æskileg. Algengara hafi verið að karlmaðurinn væri eldri en stúlkan. Yfirlýsingu hennar má lesa í fréttinni hér að neðan. Uppfært klukkan 14:27 Eiríkur sagði við Vísi í morgun: „Þetta er farið af stað algjörlega í minni óþökk.“ Eiríkur áréttar hins vegar við fréttastofu RÚV að hann sé ekki mótfallinn umræðu sem hafi farið af stað um stöðu Ásthildar Lóu sem ráðherra. Hann hafi einfaldlega ekki verið með í ráðum þegar erindið var sent til forsætisráðherra. „Ég er hins vegar þakklátur fyrir það að fyrrverandi tengdamóðir mín hafi gert það og er alls ekki mótfallinn því að málið sé nú komið í opinbera umræðu. Ég sóttist auðvitað ekki eftir og sækist ekki eftir því að vera hluti af opinberri umræðu en það er líklegast bara óhjákvæmilegt,“ segir Eiríkur í skriflegu svari til RÚV í dag. Fylgst er með vendingum dagsins í vaktinni á Vísi. Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Ásthildur Lóa Þórsdóttir sagði af sér embætti í gær eftir að greint var frá því að hún hefði eignast barn með sextán ára gömlum pilti þegar hún var sjálf 22 ára. Eiríkur Ásmundsson framkvæmdastjóri er barnsfaðir Ásthildar Lóu. Hann er í dag 51 árs gamall og segir í stuttu samtali við Vísi ekki hafa neitt haft að gera með erindi fyrrverandi tengdamóður sinnar til forsætisráðuneytisins. Sogast inn í málið eins og ráðherra Samkvæmt heimildum fréttastofu var það Ólöf Björnsdóttir, fyrrverandi tengdamóðir Eiríks, sem leitaði til forsætisráðuneytisins og óskaði eftir fundi með forsætisráðherra vegna málsins. Fréttastofa RÚV komst á snoðir um málið og fjallaði um málið í sexfréttum sínum í gær. Í framhaldinu sagði Ásthildur Lóa af sér. Eiríkur segist hafa tekið strax þá afstöðu í þessu máli að tjá sig ekkert um það, enda málið á engan hátt frá honum komið. Hann hafi sogast inn í það eins og ráðherra. Hann ætli ekki að bregðast við yfirlýsingu Ásthildar Lóu frá því í morgun eins og staðan sé í dag. Kristilegt starf hjá Trú og líf Ásthildur Lóa segist hafa kynnst barnsföður sínum í gegnum starf kristilega safnaðarins Trú og líf. Þrátt fyrir aldursmuninn hafi hún verið óreynd í samskiptum kynjanna, ekki við karlmann kennd og látið undan þrýstingi unglingspiltsins. Eina nótt í september 1989 hafi hún hleypt honum inn og segist Ásthildur Lóa hreinlega ekki hafa „höndlað aðstæðurnar“. Hún minnir á að sjálfræðisaldur á þeim tíma hafi verið sextán ár og sambönd fólks á þessum aldri ekki verið óalgeng þótt þau þættu ekki æskileg. Algengara hafi verið að karlmaðurinn væri eldri en stúlkan. Yfirlýsingu hennar má lesa í fréttinni hér að neðan. Uppfært klukkan 14:27 Eiríkur sagði við Vísi í morgun: „Þetta er farið af stað algjörlega í minni óþökk.“ Eiríkur áréttar hins vegar við fréttastofu RÚV að hann sé ekki mótfallinn umræðu sem hafi farið af stað um stöðu Ásthildar Lóu sem ráðherra. Hann hafi einfaldlega ekki verið með í ráðum þegar erindið var sent til forsætisráðherra. „Ég er hins vegar þakklátur fyrir það að fyrrverandi tengdamóðir mín hafi gert það og er alls ekki mótfallinn því að málið sé nú komið í opinbera umræðu. Ég sóttist auðvitað ekki eftir og sækist ekki eftir því að vera hluti af opinberri umræðu en það er líklegast bara óhjákvæmilegt,“ segir Eiríkur í skriflegu svari til RÚV í dag. Fylgst er með vendingum dagsins í vaktinni á Vísi.
Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira