Hættir í stjórn Samtaka um líkamsvirðingu sökum álags Tara Margrét Vilhjálmsdóttir sér sig knúna til að segja sig frá stjórnarstörfum hjá Samtökum um líkamsvirðingu. Hún segir ákvörðunina afar erfiða en þurfi að hlusta á þau merki sem líkaminn gefi henni um örmögnun og kulun, og hlýða þeim. 10.2.2022 12:53
Ísilagt Þingvallavatn og ólíklegt að kafað verði í dag Ólíklegt er að hægt verði að ná einhverjum hinna fjögurra sem létust eftir flugslys upp úr Þingvallavatni í dag. Vatnið er ísilagt og hreyfir varla vind. Til stendur að reyna að brjóta upp ísinn í dag og vonandi verði þá hægt að ráðast í aðgerðir sem fyrst. 10.2.2022 11:50
Þórólfur og Willum sammála um að fella ekki niður einangrun Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur ekki til að einangrun verði afnumin í nýju minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra. Þetta segir hann í samtali við fréttastofu. Heilbrigðisráðherra segir að halda eigi í einangrun. 10.2.2022 11:15
Lögregluaðgerð við Miklubraut Töluverður viðbúnaður lögreglu var við hús við Miklubraut í Reykjavík gegn Klambratúni á tíunda tímanum í dag. Von er á tilkynningu frá lögreglu vegna málsins. 10.2.2022 10:20
Deildi kynferðislegu myndefni af fyrrverandi með alls konar fólki Íslenskur karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot, stórfelldar ærumeiðingar og stórfelld brot í nánu sambandi með því að hafa endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað heilsu og velferð fyrrverandi eiginkonu sinnar og barnsmóður. Þá er honum gert að greiða konunni fjórar milljónir króna í miskabætur. 9.2.2022 13:03
Bein útsending: Katrín svarar fyrir samskiptin við Kára Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd heldur opinn fund miðvikudaginn í húsnæði nefndasviðs Alþingis í dag og hefst hann kl. 9:10. 9.2.2022 09:17
Herrafataverslun Birgis lokað: „Nú er þrekið búið“ Birgir Georgsson, eigandi Herrafataverslunar Birgis, hefur ákveðið að loka versluninni þann 28. febrúar. Hann segir þrekið búið en hann greindist með parkinsonsjúkdóminn fyrir nokkrum árum. 8.2.2022 16:40
Gripinn með tvö þúsund töflur af Oxycontin en finnst ekki 34 ára pólskur karlmaður sætir ákæru Lögreglustjórans á Suðurnesjum fyrir innflutning á tæplega tvö þúsund töflum af ávana- og fíknilyfinu Oxycontin í nóvember síðastliðnum. 8.2.2022 11:02
Hættustig á Ísafirði og Patreksfirði vegna snjóflóðahættu Óvissustig vegna snjóflóðahættu er í gildi fyrir Vestfirði. Snjóað hefur á svæðinu í norðlægum og austlægum áttum síðan um miðja síðustu viku og vitað er um veikleika í snjóþekjunni. Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. 8.2.2022 10:00
Stefnir enn ótrauð á að taka RÚV af auglýsingamarkaði Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra er ákveðin í afstöðu sinni að Ríkisútvarpið hverfi af auglýsingamarkaði. Þetta kom fram í máli hennar á málþingi í húsakynnum Blaðamannafélagsins sem nú stendur yfir. 7.2.2022 17:57