Langar raðir en rosalega góð stemmning í Hlíðarfjalli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. febrúar 2022 15:27 Íris ásamt börnunum þremur. Skíðaköppunum Nökkva og Björgu. Einar ætlar að einbeita sér að snjóbrettinu. Aðsend Fjöldi fjölskyldna af höfuðborgarsvæðinu er mættur í vetrarparadís norður yfir heiðar til að renna sér í snjónum í Hlíðarfjalli. Þriggja barna móðir í Fossvoginum er ein þeirra sem er mætt með börnin norður og er spennt fyrir opnun nýju stólalyftunnar á morgun. Vetrarfrí er í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu um þessar mundir. Vetrarfrí í Reykjavík hófst í gær, vetrarfrí í Garðabæ er alla næstu viku og í öðrum sveitarfélögum er frí öðru hvoru megin við helgina. Íris Guðnadóttir, verkfræðingur og þriggja barna móðir, er á meðal fjölmargra sem njóta í Hlíðarfjalli norðan heiða í dag. Sá yngsti á brettinu „Það er rosaleg góða stemmning,“ segir Íris. Snjórinn sé nýfallinn, stafalogn og færið afar gott. „Skyggnið mætti kannski vera betra,“ segir Íris sem vonast eftir því að sólin láti sjá sig á morgun. Ekki væri tilefnið amalegt enda á að gangsetja nýja stólalyftu klukkan 13. Íris segist mjög spennt fyrir því og deilir þeirri tilfinningu vafalítið með öðrum gestum í fjallinu, þar á meðal þremur börnum sínum þeim Nökkva (15), Björgu (11) og Einari (7). „Sá yngsti fór í brettaskólann og við skíðuðum á meðan,“ segir Íris. Hún veit af fullt af kunnuglegum andlitum í fjallinu en eins og skíðafólk veit er erfitt að bera kennsl á vini sína í brekkunum með hjálma og skíðagleraugu. Í því sambandi segist Íris hafa farið í stólalyftuna áðan, setið þar með annarri konu og það hafi ekki verið fyrr en hún lauk stuttu símtali sem hin konan sagði: „Íris, ert þetta þú?“ Þar var á ferðinni góð kunningjakona og skemmtilegir endurfundir. Íris segir hafa verið rólegra í fjallinu í morgun en eftir hádegið hafi lengst verulega í röðunum í lyftunum. Bros sé þó á hverju andliti sem sé auðvelt að sjá enda grímur ekki sjáanlegar. Opið verður í fjallinu til klukkan 19 í kvöld og svo aftur á morgun frá klukkan 10 miðað við núverandi veðurspá. Skíðasvæði Akureyri Tengdar fréttir Biðin loks á enda: Nýja stólalyftan í Hlíðarfjalli ræst á morgun Mikill fjöldi skíða- og brettafólks rennir sér í brekkunum í Hlíðarfjalli um helgina í nýföllnum snjó og veðurblíðu. Stór stund verður á morgun klukkan 13 þegar ný stólalyfta í fjallinu verður ræst. Biðin hefur verið löng en nú virðist allt klappað og klárt. 18. febrúar 2022 14:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Vetrarfrí er í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu um þessar mundir. Vetrarfrí í Reykjavík hófst í gær, vetrarfrí í Garðabæ er alla næstu viku og í öðrum sveitarfélögum er frí öðru hvoru megin við helgina. Íris Guðnadóttir, verkfræðingur og þriggja barna móðir, er á meðal fjölmargra sem njóta í Hlíðarfjalli norðan heiða í dag. Sá yngsti á brettinu „Það er rosaleg góða stemmning,“ segir Íris. Snjórinn sé nýfallinn, stafalogn og færið afar gott. „Skyggnið mætti kannski vera betra,“ segir Íris sem vonast eftir því að sólin láti sjá sig á morgun. Ekki væri tilefnið amalegt enda á að gangsetja nýja stólalyftu klukkan 13. Íris segist mjög spennt fyrir því og deilir þeirri tilfinningu vafalítið með öðrum gestum í fjallinu, þar á meðal þremur börnum sínum þeim Nökkva (15), Björgu (11) og Einari (7). „Sá yngsti fór í brettaskólann og við skíðuðum á meðan,“ segir Íris. Hún veit af fullt af kunnuglegum andlitum í fjallinu en eins og skíðafólk veit er erfitt að bera kennsl á vini sína í brekkunum með hjálma og skíðagleraugu. Í því sambandi segist Íris hafa farið í stólalyftuna áðan, setið þar með annarri konu og það hafi ekki verið fyrr en hún lauk stuttu símtali sem hin konan sagði: „Íris, ert þetta þú?“ Þar var á ferðinni góð kunningjakona og skemmtilegir endurfundir. Íris segir hafa verið rólegra í fjallinu í morgun en eftir hádegið hafi lengst verulega í röðunum í lyftunum. Bros sé þó á hverju andliti sem sé auðvelt að sjá enda grímur ekki sjáanlegar. Opið verður í fjallinu til klukkan 19 í kvöld og svo aftur á morgun frá klukkan 10 miðað við núverandi veðurspá.
Skíðasvæði Akureyri Tengdar fréttir Biðin loks á enda: Nýja stólalyftan í Hlíðarfjalli ræst á morgun Mikill fjöldi skíða- og brettafólks rennir sér í brekkunum í Hlíðarfjalli um helgina í nýföllnum snjó og veðurblíðu. Stór stund verður á morgun klukkan 13 þegar ný stólalyfta í fjallinu verður ræst. Biðin hefur verið löng en nú virðist allt klappað og klárt. 18. febrúar 2022 14:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Biðin loks á enda: Nýja stólalyftan í Hlíðarfjalli ræst á morgun Mikill fjöldi skíða- og brettafólks rennir sér í brekkunum í Hlíðarfjalli um helgina í nýföllnum snjó og veðurblíðu. Stór stund verður á morgun klukkan 13 þegar ný stólalyfta í fjallinu verður ræst. Biðin hefur verið löng en nú virðist allt klappað og klárt. 18. febrúar 2022 14:30
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent