Bílarnir ráði við saltkassana og undanþága veitt fyrir nagladekk Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. febrúar 2022 16:14 Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins. Vísir Skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins segir alla þá atvinnubíla sem voru boðnir út árið 2020 hafa burðargetu upp á 1180 kíló og valdi því saltkössum upp á eitt onn. Saltgeymslur séu vissulega í gömlum bröggum en hafi fengið nauðsynlegt viðhald er á þurfi að halda. Þá hafi undanfararbílar fengið undanþágu og megi vera á nagladekkjum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg sem Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins, sendi fjölmiðlum. Tilefnið er umfjöllun Morgunblaðsins sem vísaði til bréfs starfsmanna í vetrarþjónustu hjá borginni. Í bréfinu nefna þeir hringlandahátt, þekkingar- og skilningsleysi á verkefninu og virðingarleysi í sinn garð. Þá er í bréfinu kvartað undan mismunun, hroka og einelti sem séu rótgróin í Reykjavíkurborg. Bréfritarar vísa til þess að þeir séu ekki langskólagengnir. „Vetrarþjónusta gatna er öryggismál og mikið kapp lagt á að henni sé vel sinnt þannig að umferðin gangi sem greiðlegast fyrir sig á hverjum tímapunkti. Undirritaður vill hrósa öllu því fólki sem hefur komið að vetrarþjónustu í Reykjavík undanfarna daga og vikur fyrir frábært starf í erfiðum aðstæðum,“ segir Hjalti í tilkynningu til fjölmiðla. Hann segir fjóra starfsmenn vetrarþjónustu gatna hafa sent bréf þann 24. janúar með athugasemdum um ýmis atriði sem þeir telji að megi laga. „Þar komu fram ábendingar sem eru í skoðun, sumt hefur þegar verið lagfært og annað er í ferli. Bréfinu hefur ekki verið svarað með formlegum hætti en það ber að árétta að ávallt er brugðist við ábendingum um mál sem hafa með öryggi starfsfólks að gera.“ Bréfaritarar segja að illa hafi verið staðið að útboði fyrir bíla í vetrarþjónustu síðastliðið sumar. Atvinnubílar til vetrarþjónustu hafi verið boðnir út á árinu 2020. „Í útboðinu voru gerðar kröfur um ýmsa þætti er lúta að sértækri notkun bílanna. Ein af kröfunum var burðargeta sem skyldi nema 1000 kg að lágmarki. Allir bílar sem útboðshafi bauð fyrir vaktmenn í vetrarþjónustu þola 1180 kg í burð. Ennfremur var boðið upp á loftpúðafjöðrun sem gagnast við erfiðar aðstæður.“ Þá kvörtuðu bréfritarar sömuleiðis yfir því að bann á nagladekkjum undir eftirlitsbílum í vetur hafi gert stöðuna enn verri. Enda reyni mikið á bílana í ófærð og glerhálku. „Starfsmenn vetrarþjónustu gatna óskuðu eftir að hafa nagladekk undir bílum sem bera saltkassa. Þrátt fyrir stefnu borgarinnar að draga úr notkun nagladekkja var veitt undanþága fyrir þjónustu undanfarabíla, þar á meðal fyrir þá sem flytja saltkassa. Saltgeymslur Reykjavikurborgar eru staðsettar í bröggum við Þórðarhöfða. Þeir eru vissulega gamlir en hafa fengið nauðsynlegt viðhald þegar þarf. Það hefur alltaf verið gert við leka og annað sem gæti valdið tjóni eins fljótt og auðið er. Sama má segja um pækilstöðina sem nefnd er.“ Annað sem komi fram í bréfinu séu mannauðsmál sem eigi réttan feril innan Reykjavíkurborgar og verði ekki rædd opinberlega. Reykjavík Nagladekk Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg sem Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins, sendi fjölmiðlum. Tilefnið er umfjöllun Morgunblaðsins sem vísaði til bréfs starfsmanna í vetrarþjónustu hjá borginni. Í bréfinu nefna þeir hringlandahátt, þekkingar- og skilningsleysi á verkefninu og virðingarleysi í sinn garð. Þá er í bréfinu kvartað undan mismunun, hroka og einelti sem séu rótgróin í Reykjavíkurborg. Bréfritarar vísa til þess að þeir séu ekki langskólagengnir. „Vetrarþjónusta gatna er öryggismál og mikið kapp lagt á að henni sé vel sinnt þannig að umferðin gangi sem greiðlegast fyrir sig á hverjum tímapunkti. Undirritaður vill hrósa öllu því fólki sem hefur komið að vetrarþjónustu í Reykjavík undanfarna daga og vikur fyrir frábært starf í erfiðum aðstæðum,“ segir Hjalti í tilkynningu til fjölmiðla. Hann segir fjóra starfsmenn vetrarþjónustu gatna hafa sent bréf þann 24. janúar með athugasemdum um ýmis atriði sem þeir telji að megi laga. „Þar komu fram ábendingar sem eru í skoðun, sumt hefur þegar verið lagfært og annað er í ferli. Bréfinu hefur ekki verið svarað með formlegum hætti en það ber að árétta að ávallt er brugðist við ábendingum um mál sem hafa með öryggi starfsfólks að gera.“ Bréfaritarar segja að illa hafi verið staðið að útboði fyrir bíla í vetrarþjónustu síðastliðið sumar. Atvinnubílar til vetrarþjónustu hafi verið boðnir út á árinu 2020. „Í útboðinu voru gerðar kröfur um ýmsa þætti er lúta að sértækri notkun bílanna. Ein af kröfunum var burðargeta sem skyldi nema 1000 kg að lágmarki. Allir bílar sem útboðshafi bauð fyrir vaktmenn í vetrarþjónustu þola 1180 kg í burð. Ennfremur var boðið upp á loftpúðafjöðrun sem gagnast við erfiðar aðstæður.“ Þá kvörtuðu bréfritarar sömuleiðis yfir því að bann á nagladekkjum undir eftirlitsbílum í vetur hafi gert stöðuna enn verri. Enda reyni mikið á bílana í ófærð og glerhálku. „Starfsmenn vetrarþjónustu gatna óskuðu eftir að hafa nagladekk undir bílum sem bera saltkassa. Þrátt fyrir stefnu borgarinnar að draga úr notkun nagladekkja var veitt undanþága fyrir þjónustu undanfarabíla, þar á meðal fyrir þá sem flytja saltkassa. Saltgeymslur Reykjavikurborgar eru staðsettar í bröggum við Þórðarhöfða. Þeir eru vissulega gamlir en hafa fengið nauðsynlegt viðhald þegar þarf. Það hefur alltaf verið gert við leka og annað sem gæti valdið tjóni eins fljótt og auðið er. Sama má segja um pækilstöðina sem nefnd er.“ Annað sem komi fram í bréfinu séu mannauðsmál sem eigi réttan feril innan Reykjavíkurborgar og verði ekki rædd opinberlega.
Reykjavík Nagladekk Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Sjá meira