Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ríkið sýknað af milljarða kröfu matarinnflytjenda

Íslenska ríkið var í dag sýknað í Landsrétti af kröfu fimm matarinnflytjenda sem kröfðust samanlagt rúmlega 1,7 milljarða króna í bætur frá íslenska ríkinu. Töldu forsvarsmenn fyrirtækjanna að íslenska ríkið hefði lagt tolla á innflutt matvæli með ólögmætum hætti. Um er að ræða Haga, Innnes, Sælkeradreifingu, Festi og Banana.

Dómur fyrir nauðgun á kvenna­salerni stað­­festur en bætur lækkaðar

Landsréttur hefur staðfest þriggja ára fangelsisdóm yfir Reebar Abdi Mohammed, 34 ára karlmanni frá Kúrdistan, fyrir nauðgun. Reebar var dæmdur fyrir að nauðga konu á kvennasalernisbás skemmtistaðar í Reykjavík í febrúar 2019. Miskabætur til konunnar voru lækkaðar úr þremur milljónum króna í tvær með dómi Landsréttar.

Grafa kom snjóplóg til bjargar á Tjörninni

Það blés ekki byrlega fyrir starfsmanni Reykjavíkurborgar sem hætti sér á litlum snjóplóg út á ísilagða Tjörnina í Reykjavík í morgun. Tjörnin er ekki aðeins ísilögð heldur er þar heljarinnar lag af snjó sem til stóð að rýma. Væntanlega til að fólk gæti rennt sér á skautum.

Búið að bera kennsl á þá fjóra sem voru í Þingvallavatni

Þingvallavatn hefur lagt á ný og þykktin á ísnum gæti reynst slík að fresta þurfi því að ná flugvélinni TF ABB af botni vatnsins. Þeir fjórir sem voru í vélinni náðust á land í gær og hafa aðstanendur borið kennsl á þá látnu.

Enginn mætti til að afhenda stelpunum í Þrótti verðlaunin

Þróttur í Reykjavík vann sögulegan sigur á Reykjavíkurmótinu í fótbolta með því að leggja Fjölni að velli 6-1 í Egilshöll í kvöld. Ólíkt Reykjavíkurmeisturunum í karlaflokki var enginn mættur til að afhenda Þrótturum bikar að leik loknum.

Byssumaðurinn er góðkunningi lögreglunnar

Karlmaðurinn sem er í haldi lögreglu grunaður um að hafa skotið á karl og konu í Grafarholtinu í nótt hefur þrátt fyrir ungan aldur endurtekið komið við sögu lögreglu og hlotið dóma fyrir vopnaburð án tilskilinna leyfa.

Sjá meira