Samræmdu prófin blásin af og óvissa um framtíð þeirra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. febrúar 2022 15:32 Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra. Vísir/vilhelm Samræmd könnunarpróf verða ekki lögð fyrir á skólaárinu. Gert hafði verið ráð fyrir að þau yrðu lögð fyrir nemendur í fjórða, sjöunda og níunda bekk í mars. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef mennta- og barnamálaráðuneytisins. Óvissa hafði verið um framkvæmd prófanna í grunnskólum landsins og hvort af þeim yrði. Starfshópur um framtíðarstefnu um samræmt námsmat lagði til að samræmd könnunarpróf yrðu felld niður í núverandi mynd þar sem þau henti ekki sem mælikvarði á stöðu nemenda og skólakerfisins í heild. Prófin hafa ekki verið tengd innritun í framhaldsskóla í nokkur ár og eru ekki talin hafa verið nýtt sem skyldi til umbóta. Vægi þeirra hefur því minnkað töluvert. Þar að auki eru vísbendingar um að samræmd könnunarpróf nái ekki að prófa nemendur í ýmsum lykilþáttum aðalnámskrár grunnskóla. Þá hefur framkvæmd þeirra undanfarin ár ekki gengið áfallalaust fyrir sig. Vilja færa námsmat nær nemendum og kennurum Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að frekari þróun Matsferils, nýrrar verkfærakistu til kennara og skóla, sé hafin. Matsferill mun innihalda fjölbreytt og hnitmiðuð rafræn próf og verkefni fyrir grunnskólanemendur og kennara til að fylgjast með námsframvindu nemenda og bæta nám þeirra og námsárangur. Þar segir að fyrsta verkfæri Matsferils sé nú þegar komið í gagnið í skólum landsins undir heitinu „Lesfimi“. „Lesfimi eru valfrjáls hraðapróf í lestri sem hafa tekist vel og hefur þátttaka í þeim verið mikil hingað til. Þróuð verða fleiri matstæki á næstu misserum og standa vonir til þess að þau muni nýtast skólunum, kennurum og nemendum betur en samræmd könnunarpróf fyrri tíma.“ Markmið Matsferils sé að færa námsmat nær nemendum og kennurum og að Matsferillinn þjóni sem skólaþróunarverkfæri, aðgengilegt fyrir nemendur, kennara og skóla að nota eftir þörfum. Útfærsla liggi fyrir í vor „Matsferill er ný verkfærakista til að leggja heildstætt mat á stöðu nemenda í skóla. Framtakið leysir af hólmi samræmdu prófin til að svara betur kalli tímans með nútímalegri viðmiðum, nemendum og skólum til hagsbóta. Framtíðin liggur í einstaklingsmiðuðu námi og góðu samstarfi við kennara við að þróa einstaklingsmiðuð verkfæri til að meta stöðu nemenda og skapa tækifæri til framþróunar,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Ætlunin er einnig að efla innra og ytra mat skóla, tengsl þess og starfsþróunar kennara og að efla útgáfu vandaðs og fjölbreytts náms- og kennsluefnis til framtíðar. Innra og ytra mat skóla og PISA – alþjóðleg könnun á hæfni 15 ára nemenda – eru talin heppilegri leið til að uppfylla eftirlitsskyldu mennta- og barnamálaráðuneytis og sveitarfélaga og gefa heildstæðari upplýsingar um stöðu nemenda og menntakerfisins en samræmd könnunarpróf. Með þessum breytingum, samkvæmt tillögum starfshóps um framtíðarstefnu um samræmt námsmat, verður mælikvörðum ekki fækkað heldur fjölgar matstækjum og verkfærum og traust til skólanna eflist. Matsferill á að gefa nákvæmari mynd af stöðu hvers nemanda sem nýtist kennurum, nemendum, forsjáraðilum og skóla til úrbóta. Mennta- og barnamálaráðuneytið gerir ráð fyrir að í vor liggi fyrir útfærsla á fyrirkomulagi samræmds námsmats til framtíðar og að samráð um þróun Matsferils haldi áfram með hagsmunaaðilum. Skóla - og menntamál Grunnskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Sjá meira
Starfshópur um framtíðarstefnu um samræmt námsmat lagði til að samræmd könnunarpróf yrðu felld niður í núverandi mynd þar sem þau henti ekki sem mælikvarði á stöðu nemenda og skólakerfisins í heild. Prófin hafa ekki verið tengd innritun í framhaldsskóla í nokkur ár og eru ekki talin hafa verið nýtt sem skyldi til umbóta. Vægi þeirra hefur því minnkað töluvert. Þar að auki eru vísbendingar um að samræmd könnunarpróf nái ekki að prófa nemendur í ýmsum lykilþáttum aðalnámskrár grunnskóla. Þá hefur framkvæmd þeirra undanfarin ár ekki gengið áfallalaust fyrir sig. Vilja færa námsmat nær nemendum og kennurum Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að frekari þróun Matsferils, nýrrar verkfærakistu til kennara og skóla, sé hafin. Matsferill mun innihalda fjölbreytt og hnitmiðuð rafræn próf og verkefni fyrir grunnskólanemendur og kennara til að fylgjast með námsframvindu nemenda og bæta nám þeirra og námsárangur. Þar segir að fyrsta verkfæri Matsferils sé nú þegar komið í gagnið í skólum landsins undir heitinu „Lesfimi“. „Lesfimi eru valfrjáls hraðapróf í lestri sem hafa tekist vel og hefur þátttaka í þeim verið mikil hingað til. Þróuð verða fleiri matstæki á næstu misserum og standa vonir til þess að þau muni nýtast skólunum, kennurum og nemendum betur en samræmd könnunarpróf fyrri tíma.“ Markmið Matsferils sé að færa námsmat nær nemendum og kennurum og að Matsferillinn þjóni sem skólaþróunarverkfæri, aðgengilegt fyrir nemendur, kennara og skóla að nota eftir þörfum. Útfærsla liggi fyrir í vor „Matsferill er ný verkfærakista til að leggja heildstætt mat á stöðu nemenda í skóla. Framtakið leysir af hólmi samræmdu prófin til að svara betur kalli tímans með nútímalegri viðmiðum, nemendum og skólum til hagsbóta. Framtíðin liggur í einstaklingsmiðuðu námi og góðu samstarfi við kennara við að þróa einstaklingsmiðuð verkfæri til að meta stöðu nemenda og skapa tækifæri til framþróunar,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Ætlunin er einnig að efla innra og ytra mat skóla, tengsl þess og starfsþróunar kennara og að efla útgáfu vandaðs og fjölbreytts náms- og kennsluefnis til framtíðar. Innra og ytra mat skóla og PISA – alþjóðleg könnun á hæfni 15 ára nemenda – eru talin heppilegri leið til að uppfylla eftirlitsskyldu mennta- og barnamálaráðuneytis og sveitarfélaga og gefa heildstæðari upplýsingar um stöðu nemenda og menntakerfisins en samræmd könnunarpróf. Með þessum breytingum, samkvæmt tillögum starfshóps um framtíðarstefnu um samræmt námsmat, verður mælikvörðum ekki fækkað heldur fjölgar matstækjum og verkfærum og traust til skólanna eflist. Matsferill á að gefa nákvæmari mynd af stöðu hvers nemanda sem nýtist kennurum, nemendum, forsjáraðilum og skóla til úrbóta. Mennta- og barnamálaráðuneytið gerir ráð fyrir að í vor liggi fyrir útfærsla á fyrirkomulagi samræmds námsmats til framtíðar og að samráð um þróun Matsferils haldi áfram með hagsmunaaðilum.
Skóla - og menntamál Grunnskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Sjá meira