Samræmdu prófin blásin af og óvissa um framtíð þeirra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. febrúar 2022 15:32 Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra. Vísir/vilhelm Samræmd könnunarpróf verða ekki lögð fyrir á skólaárinu. Gert hafði verið ráð fyrir að þau yrðu lögð fyrir nemendur í fjórða, sjöunda og níunda bekk í mars. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef mennta- og barnamálaráðuneytisins. Óvissa hafði verið um framkvæmd prófanna í grunnskólum landsins og hvort af þeim yrði. Starfshópur um framtíðarstefnu um samræmt námsmat lagði til að samræmd könnunarpróf yrðu felld niður í núverandi mynd þar sem þau henti ekki sem mælikvarði á stöðu nemenda og skólakerfisins í heild. Prófin hafa ekki verið tengd innritun í framhaldsskóla í nokkur ár og eru ekki talin hafa verið nýtt sem skyldi til umbóta. Vægi þeirra hefur því minnkað töluvert. Þar að auki eru vísbendingar um að samræmd könnunarpróf nái ekki að prófa nemendur í ýmsum lykilþáttum aðalnámskrár grunnskóla. Þá hefur framkvæmd þeirra undanfarin ár ekki gengið áfallalaust fyrir sig. Vilja færa námsmat nær nemendum og kennurum Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að frekari þróun Matsferils, nýrrar verkfærakistu til kennara og skóla, sé hafin. Matsferill mun innihalda fjölbreytt og hnitmiðuð rafræn próf og verkefni fyrir grunnskólanemendur og kennara til að fylgjast með námsframvindu nemenda og bæta nám þeirra og námsárangur. Þar segir að fyrsta verkfæri Matsferils sé nú þegar komið í gagnið í skólum landsins undir heitinu „Lesfimi“. „Lesfimi eru valfrjáls hraðapróf í lestri sem hafa tekist vel og hefur þátttaka í þeim verið mikil hingað til. Þróuð verða fleiri matstæki á næstu misserum og standa vonir til þess að þau muni nýtast skólunum, kennurum og nemendum betur en samræmd könnunarpróf fyrri tíma.“ Markmið Matsferils sé að færa námsmat nær nemendum og kennurum og að Matsferillinn þjóni sem skólaþróunarverkfæri, aðgengilegt fyrir nemendur, kennara og skóla að nota eftir þörfum. Útfærsla liggi fyrir í vor „Matsferill er ný verkfærakista til að leggja heildstætt mat á stöðu nemenda í skóla. Framtakið leysir af hólmi samræmdu prófin til að svara betur kalli tímans með nútímalegri viðmiðum, nemendum og skólum til hagsbóta. Framtíðin liggur í einstaklingsmiðuðu námi og góðu samstarfi við kennara við að þróa einstaklingsmiðuð verkfæri til að meta stöðu nemenda og skapa tækifæri til framþróunar,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Ætlunin er einnig að efla innra og ytra mat skóla, tengsl þess og starfsþróunar kennara og að efla útgáfu vandaðs og fjölbreytts náms- og kennsluefnis til framtíðar. Innra og ytra mat skóla og PISA – alþjóðleg könnun á hæfni 15 ára nemenda – eru talin heppilegri leið til að uppfylla eftirlitsskyldu mennta- og barnamálaráðuneytis og sveitarfélaga og gefa heildstæðari upplýsingar um stöðu nemenda og menntakerfisins en samræmd könnunarpróf. Með þessum breytingum, samkvæmt tillögum starfshóps um framtíðarstefnu um samræmt námsmat, verður mælikvörðum ekki fækkað heldur fjölgar matstækjum og verkfærum og traust til skólanna eflist. Matsferill á að gefa nákvæmari mynd af stöðu hvers nemanda sem nýtist kennurum, nemendum, forsjáraðilum og skóla til úrbóta. Mennta- og barnamálaráðuneytið gerir ráð fyrir að í vor liggi fyrir útfærsla á fyrirkomulagi samræmds námsmats til framtíðar og að samráð um þróun Matsferils haldi áfram með hagsmunaaðilum. Skóla - og menntamál Grunnskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Starfshópur um framtíðarstefnu um samræmt námsmat lagði til að samræmd könnunarpróf yrðu felld niður í núverandi mynd þar sem þau henti ekki sem mælikvarði á stöðu nemenda og skólakerfisins í heild. Prófin hafa ekki verið tengd innritun í framhaldsskóla í nokkur ár og eru ekki talin hafa verið nýtt sem skyldi til umbóta. Vægi þeirra hefur því minnkað töluvert. Þar að auki eru vísbendingar um að samræmd könnunarpróf nái ekki að prófa nemendur í ýmsum lykilþáttum aðalnámskrár grunnskóla. Þá hefur framkvæmd þeirra undanfarin ár ekki gengið áfallalaust fyrir sig. Vilja færa námsmat nær nemendum og kennurum Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að frekari þróun Matsferils, nýrrar verkfærakistu til kennara og skóla, sé hafin. Matsferill mun innihalda fjölbreytt og hnitmiðuð rafræn próf og verkefni fyrir grunnskólanemendur og kennara til að fylgjast með námsframvindu nemenda og bæta nám þeirra og námsárangur. Þar segir að fyrsta verkfæri Matsferils sé nú þegar komið í gagnið í skólum landsins undir heitinu „Lesfimi“. „Lesfimi eru valfrjáls hraðapróf í lestri sem hafa tekist vel og hefur þátttaka í þeim verið mikil hingað til. Þróuð verða fleiri matstæki á næstu misserum og standa vonir til þess að þau muni nýtast skólunum, kennurum og nemendum betur en samræmd könnunarpróf fyrri tíma.“ Markmið Matsferils sé að færa námsmat nær nemendum og kennurum og að Matsferillinn þjóni sem skólaþróunarverkfæri, aðgengilegt fyrir nemendur, kennara og skóla að nota eftir þörfum. Útfærsla liggi fyrir í vor „Matsferill er ný verkfærakista til að leggja heildstætt mat á stöðu nemenda í skóla. Framtakið leysir af hólmi samræmdu prófin til að svara betur kalli tímans með nútímalegri viðmiðum, nemendum og skólum til hagsbóta. Framtíðin liggur í einstaklingsmiðuðu námi og góðu samstarfi við kennara við að þróa einstaklingsmiðuð verkfæri til að meta stöðu nemenda og skapa tækifæri til framþróunar,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Ætlunin er einnig að efla innra og ytra mat skóla, tengsl þess og starfsþróunar kennara og að efla útgáfu vandaðs og fjölbreytts náms- og kennsluefnis til framtíðar. Innra og ytra mat skóla og PISA – alþjóðleg könnun á hæfni 15 ára nemenda – eru talin heppilegri leið til að uppfylla eftirlitsskyldu mennta- og barnamálaráðuneytis og sveitarfélaga og gefa heildstæðari upplýsingar um stöðu nemenda og menntakerfisins en samræmd könnunarpróf. Með þessum breytingum, samkvæmt tillögum starfshóps um framtíðarstefnu um samræmt námsmat, verður mælikvörðum ekki fækkað heldur fjölgar matstækjum og verkfærum og traust til skólanna eflist. Matsferill á að gefa nákvæmari mynd af stöðu hvers nemanda sem nýtist kennurum, nemendum, forsjáraðilum og skóla til úrbóta. Mennta- og barnamálaráðuneytið gerir ráð fyrir að í vor liggi fyrir útfærsla á fyrirkomulagi samræmds námsmats til framtíðar og að samráð um þróun Matsferils haldi áfram með hagsmunaaðilum.
Skóla - og menntamál Grunnskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira