25 ákærðir fyrir hnífaárásina á Bankastræti Club Héraðssaksóknari hefur ákært 25 í tengslum við rannsókn sína á hnífaárás á skemmtistaðnum Bankastræti Club í nóvember í fyrra. Einn er ákærður fyrir tilraun til manndráps. 10.2.2023 17:26
Tveir frá Eflingu fái að mæta á hótelin og frá því verði ekki hvikað Forstjóri Íslandshótela segir eftirlit Eflingar á hótelum í höfuðborginni stundum líkjast mótmælaaðgerðum og valdi starfsfólki og gestum vanlíðan og óöryggi. Í ljósi þess verði ekki fleiri en tveimur verkfallsvörðum Eflingar hleypt inn á hótelin. 10.2.2023 16:32
Klettur í eigu Skeljungs og Kristján Már nýr forstjóri Kristján Már Atlason verður forstjóri Kletts - sölu og þjónustu en Skeljungur gekk formlega frá kaupum á Kletti í dag. Samhliða tók SKEL fjárfestingafélag yfir Klettagarða 8-10 ehf., félaginu sem á og rekur húsnæðið sem hýsir hluta af starfsemi Kletts. 10.2.2023 15:30
Margrét úthúðar dómurum og verjandi hennar segir sig frá málinu Margrét Friðriksdóttir segist ekki ætla að fjarlægja færslu um héraðsdómara sem hún kallar siðblindan og fleiri ljótum nöfnum. Lögmaður hennar hefur sagt sig frá málinu. 10.2.2023 12:27
Klæðir sig upp fyrir lyfjagjöfina Símtalið sem enginn vill fá en alltof margir neyðast til að taka. Lífið er skyndilega breytt. Stóru málin verða allt í einu að algjöru aukaatriði. Baráttan er fram undan. 10.2.2023 07:00
Fellur frá aðfararbeiðni eftir fund með lögmanni Eflingar Ríkissáttasemjari hefur fallið frá aðfararbeiðni sinni til sýslumanns um að fá kjörskrá félagsmanna Eflingar afhenta. Þetta er niðurstaðan eftir fund lögmanns Eflingar með sáttasemjara síðdegis í dag. Efling hefur lofað að afhenda félagaskrána staðfesti Landsréttur úrskurð úr héraði um lögmæti miðlunartillögu sáttasemjara. 8.2.2023 16:55
Reynir fyllir í skarð stofnendanna Bjarma og Ólafar hjá Vélfagi Reynir B. Eiríksson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Vélfags ehf. Reynir tekur við af Bjarma Sigurgarðarssyni og Ólöfu Ýr Lárusdóttur sem verið hafa framkvæmdastjórar síðan þau stofnuðu fyrirtækið árið 1995. 8.2.2023 16:32
Saka Eflingu um hótanir og hleypa verkfallsvörðum ekki inn Forsvarsmenn Íslandshótela tóku þá ákvörðun nú eftir hádegi í dag að hleypa verkfallsvörðum Eflingar ekki frekar inn á hótel sín. Í tilkynningu frá Íslandshótelum segir að ástæðan sé sú að verkfallsverðir tóku að hóta starfsmönnum annarra stéttarfélaga sem sannarlega séu ekki í verkföllum, sem og yfirmönnum, aðgerðum. 8.2.2023 14:53
Endurreikna lán og hafa samband staðfesti æðri dómstólar dóminn Landsbankinn reiknar líkt og Neytendasamtökin með að áfrýja dómi þess efnis að bankinn skuli greiða hjónum tvö hundruð þúsund krónur vegna oftekinna vaxta af láni með breytilegum vöxtum. Komist æðri dómstólar að sömu niðurstöðu ætlar bankinn að eiga frumkvæði að því að endurreikna öll lán sem falli undir fordæmið. 8.2.2023 14:41
Fimmta meðferðin varð til þess að stóri draumurinn rættist Dóra Jóhannsdóttir, leikstjóri og leikari, segist vita það fyrir víst að hafði hún ekki hafið sína fimmtu meðferð fyrir þremur árum hefði draumur hennar um að leikstýra Skaupinu einn daginn aldrei orðið að veruleika. Dóra fagnar þremur árum edrú í dag. 8.2.2023 12:36