Góð ráð fyrir þá sem yfirgefa heimili sitt ferðahelgina miklu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. ágúst 2023 11:19 Það er óskemmtileg lífsreynsla að koma að heimili sínu eftir að óboðinn gestur hefur farið ránshendi um það. Getty Images Landsmenn leggja margir hverjir land undir fót um verslunarmannahelgina sem hefst á föstudaginn. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur varað við innbrotafaraldri og því ekki úr vegi að huga að heimilum sínum til að lágmarka líkur á innbroti. Böðvar Tómasson hjá ÖRUGG verkfræðistofu lumar á tólf góðum ráðum til að draga úr líkum á óskemmtilegri lífsreynslu af því tagi. Munið að læsa Gangið úr skugga um að allar hurðir séu læstar og allir gluggar lokaðir, þar á meðal bílskúrshurð, skúr og kjallaragluggar. Ekki freistast til að fela aukalykla undir mottu eða steini; innbrotsþjófar vita hvar þeir eiga að leita og lykill veitir þeim greiðan aðgang. Fáið einhvern til að líta inn Fáið nákominn einstakling, hvort sem það er ættingi, vinur eða nágranni, til að líta við stöku sinnum sem umsjónarmaður heimilisins. Ekki aðeins fá þá plönturnar vatn, heldur er hægt að bregðast við óvæntum uppákomum á borð við rafmagnsleysi eða leka. Svo er ekki verra að kveikja eða slökkva ljós og hnika gluggatjöldunum til svo að einhver virðist heima. Nágrannavarsla Upplagt er fyrir nágranna að hjálpast að og setja upp nágrannavörslu sem er passlega stór, t.d. í götunni. Hana þarf að setja upp í nokkrum skrefum og nauðsynlegt er að kanna þær kröfur sem gerðar eru í sveitarfélaginu og hjá lögreglu. Kynna þarf öllum fyrirkomulag og halda fundi til að sameiginlegur skilningur sé á vörslunni. Að lokum ætti að setja upp nágrannavörsluskilti og viðeigandi límmiða. Auglýsið ekki fjarveruna á samfélagsmiðlum Ísland er lítið land og það er auðvelt fyrir innbrotsþjófa að safna upplýsingum á samfélagsmiðlum um fjarveru fólks frá heimili sínu. Tásumyndir frá Tene geta boðið hættunni heim. Látið færa bílinn Ef bílastæði er fyrir hendi og bíll er skilinn eftir heima er um að gera að hafa hreyfingu á notkun stæðisins. Ef fleiri en einn bíll eru til taks er gott að láta þá skiptast á að vera í stæðinu. Látið bílinn í það minnsta ekki standa á nákvæmlega sama stað dögum saman. Ef bílinn er ekki heima má biðja nágranna að leggja í stæðið. Látið póstinn ekki hrúgast upp Ef enginn lítur inn dögum saman er hætt við að sjáanleg pósthrúga myndist. Þá er snöggtum hættara við því að einhver sjái sér leik á borði og reyni að brjótast inn. Stillið ljósin með hjálp forrits Fáið Google Home, Alexa eða sambærilegt forrit í lið með ykkur. Ef kveikt er á ljósum á morgnana en slökkt á kvöldin gæti virst utan frá séð sem heimilislífið gangi sinn vanagang. Útiljósin ættu þó að kvikna fyrir nóttina til að óboðnir aðilar hafi ekki skjól myrkurs til að athafna sig. Dragið fyrir Gott er að draga fyrir glugga, en skilja einhverja glugga eftir þannig að það sjáist inn. Ef dregið er fyrir hvern glugga lítur út fyrir að enginn sé heima. Færið verðmæti úr augsýn Það gildir jafnt á ferðinni erlendis sem við frágang heimilisins að ekki skal auglýsa verðmæti. Gangið frá tölvum, símum, peningum og hvers kyns hrifsanlegum verðmætum þannig að þau freisti ekki þeirra sem kunna að skyggnast inn um gluggann. Læst hirsla er afar ákjósanleg. Kveikið á hljóðgjöfum Hljóð getur virkað sem þjófafæla ekki síður en ljós. Hægt er að láta snjallforrit kveikja á sjónvarpinu um kvöld og jafnvel um miðjan dag. Tilvonandi innbrotsdólgar eru þá líklegri til að hætta við ætlunarverk sitt. Kveikið á öryggiskerfinu Gleymið ekki að setja öryggiskerfi heimilisins á vörð, ef það er fyrir hendi. Svo þarf líka að segja skipuðum eftirlitsmanni heimilisins kóðann svo að hann ræsi ekki öryggisfyrirtækið þegar hann lítur inn. Myndavélar og merkingar um vöktun hafa talsverðan fælingarmátt. Tilkynnið lögreglu Nauðsynlegt er að tilkynna lögreglu um grunsamlegar mannaferðir og athæfi. Ef fólk er að þvælast í görðum, skyggnast inn um glugga eða hringja dyrabjöllum hjá ókunnugum án þess að hafa sannfærandi ástæðu á reiðum höndum er mikilvægt að láta laganna verði vita af slíku. Hringið í Neyðarlínuna 1-1-2. Ferðalög Lögreglumál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Böðvar Tómasson hjá ÖRUGG verkfræðistofu lumar á tólf góðum ráðum til að draga úr líkum á óskemmtilegri lífsreynslu af því tagi. Munið að læsa Gangið úr skugga um að allar hurðir séu læstar og allir gluggar lokaðir, þar á meðal bílskúrshurð, skúr og kjallaragluggar. Ekki freistast til að fela aukalykla undir mottu eða steini; innbrotsþjófar vita hvar þeir eiga að leita og lykill veitir þeim greiðan aðgang. Fáið einhvern til að líta inn Fáið nákominn einstakling, hvort sem það er ættingi, vinur eða nágranni, til að líta við stöku sinnum sem umsjónarmaður heimilisins. Ekki aðeins fá þá plönturnar vatn, heldur er hægt að bregðast við óvæntum uppákomum á borð við rafmagnsleysi eða leka. Svo er ekki verra að kveikja eða slökkva ljós og hnika gluggatjöldunum til svo að einhver virðist heima. Nágrannavarsla Upplagt er fyrir nágranna að hjálpast að og setja upp nágrannavörslu sem er passlega stór, t.d. í götunni. Hana þarf að setja upp í nokkrum skrefum og nauðsynlegt er að kanna þær kröfur sem gerðar eru í sveitarfélaginu og hjá lögreglu. Kynna þarf öllum fyrirkomulag og halda fundi til að sameiginlegur skilningur sé á vörslunni. Að lokum ætti að setja upp nágrannavörsluskilti og viðeigandi límmiða. Auglýsið ekki fjarveruna á samfélagsmiðlum Ísland er lítið land og það er auðvelt fyrir innbrotsþjófa að safna upplýsingum á samfélagsmiðlum um fjarveru fólks frá heimili sínu. Tásumyndir frá Tene geta boðið hættunni heim. Látið færa bílinn Ef bílastæði er fyrir hendi og bíll er skilinn eftir heima er um að gera að hafa hreyfingu á notkun stæðisins. Ef fleiri en einn bíll eru til taks er gott að láta þá skiptast á að vera í stæðinu. Látið bílinn í það minnsta ekki standa á nákvæmlega sama stað dögum saman. Ef bílinn er ekki heima má biðja nágranna að leggja í stæðið. Látið póstinn ekki hrúgast upp Ef enginn lítur inn dögum saman er hætt við að sjáanleg pósthrúga myndist. Þá er snöggtum hættara við því að einhver sjái sér leik á borði og reyni að brjótast inn. Stillið ljósin með hjálp forrits Fáið Google Home, Alexa eða sambærilegt forrit í lið með ykkur. Ef kveikt er á ljósum á morgnana en slökkt á kvöldin gæti virst utan frá séð sem heimilislífið gangi sinn vanagang. Útiljósin ættu þó að kvikna fyrir nóttina til að óboðnir aðilar hafi ekki skjól myrkurs til að athafna sig. Dragið fyrir Gott er að draga fyrir glugga, en skilja einhverja glugga eftir þannig að það sjáist inn. Ef dregið er fyrir hvern glugga lítur út fyrir að enginn sé heima. Færið verðmæti úr augsýn Það gildir jafnt á ferðinni erlendis sem við frágang heimilisins að ekki skal auglýsa verðmæti. Gangið frá tölvum, símum, peningum og hvers kyns hrifsanlegum verðmætum þannig að þau freisti ekki þeirra sem kunna að skyggnast inn um gluggann. Læst hirsla er afar ákjósanleg. Kveikið á hljóðgjöfum Hljóð getur virkað sem þjófafæla ekki síður en ljós. Hægt er að láta snjallforrit kveikja á sjónvarpinu um kvöld og jafnvel um miðjan dag. Tilvonandi innbrotsdólgar eru þá líklegri til að hætta við ætlunarverk sitt. Kveikið á öryggiskerfinu Gleymið ekki að setja öryggiskerfi heimilisins á vörð, ef það er fyrir hendi. Svo þarf líka að segja skipuðum eftirlitsmanni heimilisins kóðann svo að hann ræsi ekki öryggisfyrirtækið þegar hann lítur inn. Myndavélar og merkingar um vöktun hafa talsverðan fælingarmátt. Tilkynnið lögreglu Nauðsynlegt er að tilkynna lögreglu um grunsamlegar mannaferðir og athæfi. Ef fólk er að þvælast í görðum, skyggnast inn um glugga eða hringja dyrabjöllum hjá ókunnugum án þess að hafa sannfærandi ástæðu á reiðum höndum er mikilvægt að láta laganna verði vita af slíku. Hringið í Neyðarlínuna 1-1-2.
Ferðalög Lögreglumál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira