Ólafur í ársleyfi til að huga að framtíð læknisþjónustu á Íslandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. júlí 2023 15:40 Ólafur lauk kandídatsprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1990 og fór svo í sérnám til Bandaríkjanna þar sem hann lauk sérnámi og sérfræðiprófum í lyflækningum og lungnalækningum við háskóasjúkrahúsið í Iowa City árið 2000. Vísir/Baldur Dr. Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala, hefur fengið ársleyfi frá stjórnunarstörfum á spítalanum til að leið verkefnið „Framtíð læknisþjónustu á Íslandi“. Það var Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra sem fól Ólafi hlutverkið. Í því felst að tryggja samhæfingu og samþættingu verkefnisins með viðeigandi aðkomu, samþykki og þátttöku haghafa. „Ólafur hefur fengið ársleyfi frá stjórnunarstörfum á Landspítala til að vinna við þetta umfangsmikla og mikilvæga verkefni,“ segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. Þar segir að verkefnið verði unnið í nánu samstarfi við Landspítala, aðrar heilbrigðisstofnanir og hagaðila og með Landsráði um mönnun og menntun heilbrigðisstarfsfólks, en á ábyrgð ráðherra innan skrifstofu innviða í heilbrigðisráðuneyti. Ólafur lauk sérnámi í lyf- og lungnalækningum frá Háskólasjúkrahúsinu í Iowa City í Bandaríkjunum árið 2000 og doktorsprófi frá Háskóla Íslands 2004. Hann hefur einnig lokið diplómanámi í opinberri stjórnsýslu. Ólafur hefur stundað lækningar, kennslu- og vísindastörf og birt allmargar vísindagreinar á innlendum og erlendum vettvangi. Hann hefur langa reynslu af stjórnunarstörfum innan Landspítala og hefur síðastliðið ár starfað við breytingastjórnun á Karolinska-háskólasjúkrahúsinu í Stokkhólmi. Tómas fyllir í skarð Ólafs Tómas Þór Ágústsson verður framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala til 30. júní 2024 í fjarveru Ólafs að því er fram kemur á vef Landspítalans. Tómas Þór lauk embættisprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands 2001. Hann stundaði framhaldsnám í Oxford og Lundúnum 2002-2012 en hefur síðan verið sérfræðilæknir í lyf- og innkirtlalækningum á Landspítala. Tómas Þór er yfirlæknir sérnáms á Landspítala og formaður framhaldsmenntunarráðs en var í leyfi frá þeim störfum síðastliðið ár til að gegna starfi framkvæmdastjóri lækninga á spítalanum í leyfi Ólafs Baldurssonar sem var á þeim tíma í stjórnunarstöðu í lungnaþjónustu á Karolinska-háskólasjúkrahúsinu í Stokkhólmi.Tómas hefur verið lektor við heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands frá 2017 ásamt því að standa fyrir uppbyggingu handleiðaraþjálfunar og menntavísinda lækna í samstarfi við aðra heilbrigðisstofnanir og menntavísindasvið HÍ. Hann hefur einnig tekið virkan þátt í félagsstörfum, m.a. innan Fræðslustofnunar Læknafélags Íslands og gegnt formennsku Samtaka um meðferð sára. Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Tómas Þór fyllir skarð Ólafs á Landspítalanum Tómas Þór Ágústsson mun tímabundið taka við stöðu framkvæmdastjóra lækninga á Landspítala frá og með 23. júlí 2022 í fjarveru Ólafs Baldurssonar. Ólafur verður í ársleyfi frá þeim tíma til að gegna starfi yfirmanns lungnaþjónustu á Karolinska-háskólasjúkrahúsinu í Stokkhólmi. 24. maí 2022 09:48 Ólafur fer af Landspítala til Karolinska í Svíþjóð Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala, hefur verið ráðinn til háskólasjúkrahússins Karolinska í Stokkhólmi í Svíþjóð sem forstöðumaður lungna- og ofnæmislækninga. 29. apríl 2022 12:56 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Fleiri fréttir Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Sjá meira
Í því felst að tryggja samhæfingu og samþættingu verkefnisins með viðeigandi aðkomu, samþykki og þátttöku haghafa. „Ólafur hefur fengið ársleyfi frá stjórnunarstörfum á Landspítala til að vinna við þetta umfangsmikla og mikilvæga verkefni,“ segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. Þar segir að verkefnið verði unnið í nánu samstarfi við Landspítala, aðrar heilbrigðisstofnanir og hagaðila og með Landsráði um mönnun og menntun heilbrigðisstarfsfólks, en á ábyrgð ráðherra innan skrifstofu innviða í heilbrigðisráðuneyti. Ólafur lauk sérnámi í lyf- og lungnalækningum frá Háskólasjúkrahúsinu í Iowa City í Bandaríkjunum árið 2000 og doktorsprófi frá Háskóla Íslands 2004. Hann hefur einnig lokið diplómanámi í opinberri stjórnsýslu. Ólafur hefur stundað lækningar, kennslu- og vísindastörf og birt allmargar vísindagreinar á innlendum og erlendum vettvangi. Hann hefur langa reynslu af stjórnunarstörfum innan Landspítala og hefur síðastliðið ár starfað við breytingastjórnun á Karolinska-háskólasjúkrahúsinu í Stokkhólmi. Tómas fyllir í skarð Ólafs Tómas Þór Ágústsson verður framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala til 30. júní 2024 í fjarveru Ólafs að því er fram kemur á vef Landspítalans. Tómas Þór lauk embættisprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands 2001. Hann stundaði framhaldsnám í Oxford og Lundúnum 2002-2012 en hefur síðan verið sérfræðilæknir í lyf- og innkirtlalækningum á Landspítala. Tómas Þór er yfirlæknir sérnáms á Landspítala og formaður framhaldsmenntunarráðs en var í leyfi frá þeim störfum síðastliðið ár til að gegna starfi framkvæmdastjóri lækninga á spítalanum í leyfi Ólafs Baldurssonar sem var á þeim tíma í stjórnunarstöðu í lungnaþjónustu á Karolinska-háskólasjúkrahúsinu í Stokkhólmi.Tómas hefur verið lektor við heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands frá 2017 ásamt því að standa fyrir uppbyggingu handleiðaraþjálfunar og menntavísinda lækna í samstarfi við aðra heilbrigðisstofnanir og menntavísindasvið HÍ. Hann hefur einnig tekið virkan þátt í félagsstörfum, m.a. innan Fræðslustofnunar Læknafélags Íslands og gegnt formennsku Samtaka um meðferð sára.
Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Tómas Þór fyllir skarð Ólafs á Landspítalanum Tómas Þór Ágústsson mun tímabundið taka við stöðu framkvæmdastjóra lækninga á Landspítala frá og með 23. júlí 2022 í fjarveru Ólafs Baldurssonar. Ólafur verður í ársleyfi frá þeim tíma til að gegna starfi yfirmanns lungnaþjónustu á Karolinska-háskólasjúkrahúsinu í Stokkhólmi. 24. maí 2022 09:48 Ólafur fer af Landspítala til Karolinska í Svíþjóð Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala, hefur verið ráðinn til háskólasjúkrahússins Karolinska í Stokkhólmi í Svíþjóð sem forstöðumaður lungna- og ofnæmislækninga. 29. apríl 2022 12:56 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Fleiri fréttir Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Sjá meira
Tómas Þór fyllir skarð Ólafs á Landspítalanum Tómas Þór Ágústsson mun tímabundið taka við stöðu framkvæmdastjóra lækninga á Landspítala frá og með 23. júlí 2022 í fjarveru Ólafs Baldurssonar. Ólafur verður í ársleyfi frá þeim tíma til að gegna starfi yfirmanns lungnaþjónustu á Karolinska-háskólasjúkrahúsinu í Stokkhólmi. 24. maí 2022 09:48
Ólafur fer af Landspítala til Karolinska í Svíþjóð Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala, hefur verið ráðinn til háskólasjúkrahússins Karolinska í Stokkhólmi í Svíþjóð sem forstöðumaður lungna- og ofnæmislækninga. 29. apríl 2022 12:56