Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Life of Pi á risaskjá í Laugardalslaug

Stærsti sundbíóviðburður RIFF hingað til verður haldinn 25. ágúst næstkomandi. Myndin Life of Pi verður sýnd á 100 fermetra skjá sem er sá stærsti sem settur hefur verið upp utandyra á Íslandi.

Vinnur hvert afrekið á fætur öðru fjörutíu kílóum léttari

Jóna Björk Sigurjónsdóttir 42 ára hjúkrunarfræðingur hefur undanfarin ár hlaupið Laugaveginn, orðið Landvættur og skráð sig í krefjandi nám. Allt eftir að hún ákvað að fara í magaermisaðgerð og byrja að hreyfa sig. Hún segir fitufordóma víða í samfélaginu þótt ljóst sé að það sé ekki hollt að vera í ofþyngd.

Mar­tröð mæðgna sem áttu að koma til Ís­lands á sunnu­dag

Þrjár íslenskar konur, systur og móðir þeirra, sem reiknuðu með að vera komnar heim til Íslands með flugi Icelandair frá Osló á sunnudagskvöld eru enn ókomnar heim. Þær hafa þurft að yfirgefa flugvél sem var á leiðinni í loftið, bíða í fjórtán klukkustundir á flugvelli og segja upplýsingagjöf í öllu ferlinu hafa verið ábótavant. Upplýsingafulltrúi Icelandair harmar óþægindin sem farþegar hafa lent í vegna frestana og aflýsinga á flugferðum.

Hringdu bjöllunni á Skólavörðustíg

Kauphallarbjöllunni var hringt á regnboganum á Skólavörðustíg klukkan hálf tíu í morgun í tilefni þess að Hinsegin dagar hefjast í dag. Sjálf setningin er í hádeginu en Nasdaq tók forskot á sæluna og hringdi bjöllunni í nafni fjölbreytileikans.

Kerta­fleytingar til minningar um fórnar­lömb sprenginganna

Íslenskir friðarsinnar standa fyrir kertafleytingu víða um land annað kvöld til að minnast fórnarlamba kjarnorkuárásanna á Hírósíma og Nagasakí í Japan við lok síðari heimsstyrjaldar árið 1945. Minnt er á að kjarnorkusprengjur eru stöðug ógn við heimsbyggðina.

Forseti Íslands á leið í drulluna í Wacken

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, heldur á morgun til Þýskalands þar sem hann er heiðursgestur á tónlistarhátíðinni Wacken Open Air sem fram fer dagana 2.–5. ágúst. Mikið úrhelli hefur gert tónleikagestum erfitt um vik enda hluti tónleikasvæðisins orðinn að drullusvaði.

Sjá meira