„Ekki verslunarmannahelgin þar sem allt fýkur til fjandans“ Veðurfræðingur segir milt veður í kortunum um land allt um verslunarmannahelgina. Fólk þurfi þó að hafa heppnina með sér til að sleppa algjörlega við úrkomu. Helgin bjóði upp á þokkalega sumardaga hvað hitastigið varði. Helst sjáist til sólar á Norðurlandi og Vestfjörðum. 3.8.2023 12:44
Myndi núna leggja til að Íslendingar undir fimmtugu yrðu ekki bólusettir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sem lék mikið hlutverk í íslensku samfélagi meðan á faraldri kórónuveirunnar stóð, segir að flestar ákvarðanir sem teknar hafi verið hafi reynst réttar miðað við þær upplýsingar sem lágu fyrir. 3.8.2023 10:29
Ógreidd mótsgjöld eyðilögðu draum um verðlaun Uppi varð fótur og fit á Rey Cup fótboltamótinu um helgina þegar lið Þróttar var óvænt komið í undanúrslit þrátt fyrir tap í átta liða úrslitum gegn Breiðabliki. Ástæðan var sú að ekki hafði verið greitt mótsgjald fyrir nokkra leikmenn Blika. Málið leystist farsællega og sömuleiðis þegar ósáttur faðir hljóp inn á völl til að ræða við dómara. 2.8.2023 14:01
160 kíló af hassi voru í skútunni Lagt var hald á tæplega 160 kíló af hassi í lögregluaðgerðum á Reykjanesi í skútumáli í lok júní. Þrír eru enn í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 1.8.2023 14:40
Gripin með hálft kíló af kókaíni innvortis Erlend kona hefur verið dæmd í sjö mánaða fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla hálfu kílói af kókaíni til landsins þann 18. júní síðastliðinn. Konan kom til landsins með flugi frá París í Frakklandi. 1.8.2023 13:40
Góð ráð fyrir þá sem yfirgefa heimili sitt ferðahelgina miklu Landsmenn leggja margir hverjir land undir fót um verslunarmannahelgina sem hefst á föstudaginn. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur varað við innbrotafaraldri og því ekki úr vegi að huga að heimilum sínum til að lágmarka líkur á innbroti. 1.8.2023 11:19
Deilur um fíkniefni upphafið að hrottalegu manndrápi Átök á milli þriggja 17 til 19 ára pilta við 27 ára pólskan karlmann sem lauk með manndrápi í Hafnarfirði í apríl má rekja til deilna sem tengdust fíkniefnum. Fólkið þekktist ekkert en því hafði verið vísað af Íslenska rokkbarnum fyrir neyslu fíkniefna fyrir opnum tjöldum. Aðalmeðferð í málinu er fyrirhuguð í október. 31.7.2023 07:00
Setja einstaka lóð á Arnarnesinu á sölu Hjónin Alexandra Ívarsdóttir búðareigandi og Gylfi Þór Sigurðsson knattspyrnukappi hafa sett einstaka lóð við Mávanes 5 á Arnarnesinu í Garðabæ á sölu. 28.7.2023 16:27
Börn úr öðrum leikskólum fá að vera með Öllum börnum sem hefja nám í þremur grunnskólum í Reykjavík í ágúst gefst kostur á að taka þátt í tilraunaverkefni borgarinnar. Ekki aðeins þeim sem eru að ljúka leikskóla í viðkomandi hverfum grunnskólanna sex. 27.7.2023 15:57
Egill og Rafn Kumar sjóðheitir gegn Albaníu Karlalandslið Íslands í tennis vann sannfærandi 3-0 sigur á Albaníu í fyrsta leik sínum í 4. deild Davis Cup sem fram fer í Svartfjallalandi. 27.7.2023 11:27