Páll Óskar og Úlfur Úlfur troða upp til styrktar Palestínu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. nóvember 2023 14:14 Palestínumenn syrgja fallna borgara í árásum Ísraela á Gaza. Myndin er úr borginni Khan Yunis í Gaza. Getty Images/Ahmad Hasaballah Félagið Ísland-Palestína boðar til samstöðutónleika fyrir Palestínu í Gamla Bíó fimmtudaginn 16. nóvember þar sem fram koma Páll Óskar, Úlfur Úlfur, Cyber og JDFR. Allur ágóði rennur til hjálparsamtaka á Gaza. Þá er efnt til góðgerðarhlaðborðs að morgni fimmtudags. Í tilkynningu er minnt á að árásir Ísraelshers á Gaza hafi staðið yfir í 39 daga eða síðan hryðjuverkaárásir Hamas á almenna borgara í Ísrael voru þann 7. október. „Nýjustu tölur herma að 11.320 manns hafa drepist í loftárásum, þar af eru 4650 börn. Þúsundir liggja undir rústum. Meðal aldur þeir sem hafa verið myrt er 5 ára. Ísrael hefur lokað fyrir flutning á vatni, mat, eldsneyti, rafmagni og öðrum nauðsynjum. Læknar framkvæma aðgerðir án verkjalyfja og fyrirburar deyja því Ísrael lokar á nauðsynlegt rafmagn fyrir hitakössum. Af 2.2 milljónum íbúum Gaza eru 1.7 milljón manns á vergangi. Ísrael hefur sprengt spítala, skóla, og flóttamanna búðir. Aldrei hafa fleiri starfsmenn Sameinuðu Þjóðanna né blaðamenn verið drepnir á svona stuttum tíma,“ segir í tilkynningu. „Það hefur aldrei verið mikilvægara að sýna samstöðu með palestínsku þjóðinni eins og einmitt núna. Við erum rosalega stolt og þakklát fyrir allt þetta frábæra fólk sem búið er að leggja sig fram við að halda þessa flottu tónleika. En nú verður alþjóðasamfélagið að bregðast við, við verðum að segja stopp og setja Ísrael skýr mörk m.a. með viðskiptaþvingunum og slitum á stjórnmálasamstarfi. Við ætlum ekki að taka þátt þjóðernishreinsunum. Vopnahlé tafarlaust og lifi frjáls Palestína!“ segir Magnús Magnússon, stjórnarmeðlimur í Félaginu Ísland-Palestína. Börn á flótta fyrir utan tjald í Khan Yunis á Gaza. Getty/Ahmad Hasaballah Félagið Ísland-Palestína biður íslenska ríkið um að beita sér af öllu afli til að koma á tafarlausu vopnahléi, með því að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael og með viðskiptaþvingunum þangað til að Ísrael hættir þjóðernishreinsunum á Palestínu og allir íbúar beggja þjóða búa við sömu réttindi. „Maður er eiginlega orðlaus yfir hryllingnum sem á sér stað í Palestínu undanfarnar vikur og auðvelt að finna til vanmáttar – sérstaklega hér á litlu, öruggu eyjunni okkar. Við skipuleggjendurnir erum öll í tónlist á einn hátt eða annan, annað hvort tónlistarfólk sjálf eða bransa megin og vildum finna leið til þess að hjálpa á þann hátt sem við kunnum. Hugmyndin er að sýna að tónlistarbransanum á Íslandi stendur ekki á sama og vilja styðja við baráttu Palestínumanna fyrir friði og mannsæmandi lífi auk þess að safna peningum í neyðarhjálp sem sár þörf er á. Við hvetjum öll sem vettlingi geta valdið að mæta í Gamla bíó og styðja við góðan málstað. Í staðinn lofum við kröftugum tónleikum með nokkru af helstu tónlistarfólki landsins,“ segir Árni Þór Árnason, einn af skipuleggjendum tónleikanna. Félagið Ísland-Palestína segist hafa alltaf átt gott samband við listamenn og tónlistarfólk á íslandi sem stutt hafa málstað Palestínu. „Gegnum tíðina höfum við getað kallað á okkar besta fólk til að halda stóra styrktartónleika og hefur peningurinn farið í margvísleg góð málefni, þar má nefna Palestinian Children’s Relief Fund (PCRF) hjálparsamtökin á Gaza, góðgerða samtakanna Aisha á Gaza, kaupum á gervifótum fyrir gervilimastöðina á Gaza. Strax og loftárásir Ísraels her hófust á Gaza voru margir listamenn sem höfðu samband við FÍP og vildu leggja sitt af mörkum með því að skipuleggja styrktartónleika. Á fyrri tónleikum félagsins hafa JóiPé og Króli, Mammút, Hildur, Sóley, Hórmónar, KK, Gus Gus, Mugison, Quarashi, Mammút, Ensími og fleiri lagt baráttunni lið. Miðinn á tónleikana annað kvöld kostar 2500 og fer miðasala fram á Tix og í hurðinni. Varningur til styrktar Palestínu verður til sölu á tónleikunum, s.s. bolir, taupokar og Keffiyeh treflar. Allir sem koma að tónleikunum, hvort heldur sem er tónlistarmenn, tæknimenn, skipuleggjendur, o.s.frv. gefa vinnu sína þetta kvöld. Allur ágóði af tónleikunum rennur til: Aisha, góðgerðarsamtök á Gaza-svæðinu fyrir konur og börn PCRF, Palestinian Children’s Relief Fund, hjálparsamtök á Gaza sem veita börnum heilbrigðisaðstoð. Dagskrá Kynnir: Þuríður Blær 19:00 – Húsið opnar 19:45 – Stuttmynd frá Amnesty International um aðskilnaðarstefnu Ísraels 20:00 – Tónleikadagskrá hefst Góðgerðarhlaðborð að Hallveigarstöðum Þá bjóða Anna Kristín B. Jóhannesdóttir, Sameer Sameer og Eyrún Ólöf til palestínsks kvöldverðar til styrktar þeim sem eiga um sárt að binda á Gaza. Hópur palestínsks fólks ætlar að halda upp á ríka matarhefð og menningu sína í skugga innrásar Ísraela á Gaza. Boðið verður upp á hlaðborð kjöt- og grænmetisrétta, allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Ekki er hægt að panta fyrirfram heldur verður fyrstur kemur fyrstur fær. Allur ágóði mun renna milliliðalaust í neyðaraðstoð á Gaza. Öll sem vilja sýna Palestínumönnum á Íslandi og Gaza samstöðu eru hjartanlega velkomin. Frjáls framlög en mælt er með 2500kr. Við erum komin með reikning sem hægt er að leggja inn á: Rkn: 0133-26-020574 Kt: 510219-1550 Útskýring: Gaza Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tónlist Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Í tilkynningu er minnt á að árásir Ísraelshers á Gaza hafi staðið yfir í 39 daga eða síðan hryðjuverkaárásir Hamas á almenna borgara í Ísrael voru þann 7. október. „Nýjustu tölur herma að 11.320 manns hafa drepist í loftárásum, þar af eru 4650 börn. Þúsundir liggja undir rústum. Meðal aldur þeir sem hafa verið myrt er 5 ára. Ísrael hefur lokað fyrir flutning á vatni, mat, eldsneyti, rafmagni og öðrum nauðsynjum. Læknar framkvæma aðgerðir án verkjalyfja og fyrirburar deyja því Ísrael lokar á nauðsynlegt rafmagn fyrir hitakössum. Af 2.2 milljónum íbúum Gaza eru 1.7 milljón manns á vergangi. Ísrael hefur sprengt spítala, skóla, og flóttamanna búðir. Aldrei hafa fleiri starfsmenn Sameinuðu Þjóðanna né blaðamenn verið drepnir á svona stuttum tíma,“ segir í tilkynningu. „Það hefur aldrei verið mikilvægara að sýna samstöðu með palestínsku þjóðinni eins og einmitt núna. Við erum rosalega stolt og þakklát fyrir allt þetta frábæra fólk sem búið er að leggja sig fram við að halda þessa flottu tónleika. En nú verður alþjóðasamfélagið að bregðast við, við verðum að segja stopp og setja Ísrael skýr mörk m.a. með viðskiptaþvingunum og slitum á stjórnmálasamstarfi. Við ætlum ekki að taka þátt þjóðernishreinsunum. Vopnahlé tafarlaust og lifi frjáls Palestína!“ segir Magnús Magnússon, stjórnarmeðlimur í Félaginu Ísland-Palestína. Börn á flótta fyrir utan tjald í Khan Yunis á Gaza. Getty/Ahmad Hasaballah Félagið Ísland-Palestína biður íslenska ríkið um að beita sér af öllu afli til að koma á tafarlausu vopnahléi, með því að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael og með viðskiptaþvingunum þangað til að Ísrael hættir þjóðernishreinsunum á Palestínu og allir íbúar beggja þjóða búa við sömu réttindi. „Maður er eiginlega orðlaus yfir hryllingnum sem á sér stað í Palestínu undanfarnar vikur og auðvelt að finna til vanmáttar – sérstaklega hér á litlu, öruggu eyjunni okkar. Við skipuleggjendurnir erum öll í tónlist á einn hátt eða annan, annað hvort tónlistarfólk sjálf eða bransa megin og vildum finna leið til þess að hjálpa á þann hátt sem við kunnum. Hugmyndin er að sýna að tónlistarbransanum á Íslandi stendur ekki á sama og vilja styðja við baráttu Palestínumanna fyrir friði og mannsæmandi lífi auk þess að safna peningum í neyðarhjálp sem sár þörf er á. Við hvetjum öll sem vettlingi geta valdið að mæta í Gamla bíó og styðja við góðan málstað. Í staðinn lofum við kröftugum tónleikum með nokkru af helstu tónlistarfólki landsins,“ segir Árni Þór Árnason, einn af skipuleggjendum tónleikanna. Félagið Ísland-Palestína segist hafa alltaf átt gott samband við listamenn og tónlistarfólk á íslandi sem stutt hafa málstað Palestínu. „Gegnum tíðina höfum við getað kallað á okkar besta fólk til að halda stóra styrktartónleika og hefur peningurinn farið í margvísleg góð málefni, þar má nefna Palestinian Children’s Relief Fund (PCRF) hjálparsamtökin á Gaza, góðgerða samtakanna Aisha á Gaza, kaupum á gervifótum fyrir gervilimastöðina á Gaza. Strax og loftárásir Ísraels her hófust á Gaza voru margir listamenn sem höfðu samband við FÍP og vildu leggja sitt af mörkum með því að skipuleggja styrktartónleika. Á fyrri tónleikum félagsins hafa JóiPé og Króli, Mammút, Hildur, Sóley, Hórmónar, KK, Gus Gus, Mugison, Quarashi, Mammút, Ensími og fleiri lagt baráttunni lið. Miðinn á tónleikana annað kvöld kostar 2500 og fer miðasala fram á Tix og í hurðinni. Varningur til styrktar Palestínu verður til sölu á tónleikunum, s.s. bolir, taupokar og Keffiyeh treflar. Allir sem koma að tónleikunum, hvort heldur sem er tónlistarmenn, tæknimenn, skipuleggjendur, o.s.frv. gefa vinnu sína þetta kvöld. Allur ágóði af tónleikunum rennur til: Aisha, góðgerðarsamtök á Gaza-svæðinu fyrir konur og börn PCRF, Palestinian Children’s Relief Fund, hjálparsamtök á Gaza sem veita börnum heilbrigðisaðstoð. Dagskrá Kynnir: Þuríður Blær 19:00 – Húsið opnar 19:45 – Stuttmynd frá Amnesty International um aðskilnaðarstefnu Ísraels 20:00 – Tónleikadagskrá hefst Góðgerðarhlaðborð að Hallveigarstöðum Þá bjóða Anna Kristín B. Jóhannesdóttir, Sameer Sameer og Eyrún Ólöf til palestínsks kvöldverðar til styrktar þeim sem eiga um sárt að binda á Gaza. Hópur palestínsks fólks ætlar að halda upp á ríka matarhefð og menningu sína í skugga innrásar Ísraela á Gaza. Boðið verður upp á hlaðborð kjöt- og grænmetisrétta, allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Ekki er hægt að panta fyrirfram heldur verður fyrstur kemur fyrstur fær. Allur ágóði mun renna milliliðalaust í neyðaraðstoð á Gaza. Öll sem vilja sýna Palestínumönnum á Íslandi og Gaza samstöðu eru hjartanlega velkomin. Frjáls framlög en mælt er með 2500kr. Við erum komin með reikning sem hægt er að leggja inn á: Rkn: 0133-26-020574 Kt: 510219-1550 Útskýring: Gaza
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tónlist Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira