Springsteen frestar tónleikum vegna alvarlegs magasárs Bruce Springsteen og hljómsveit hans E Street Band hafa frestað öllum tónleikum sem fyrirhugaðir voru fram að áramótum. Ástæðan er magasárssjúkdómur sem rokkstjarnan bandaríska glímir við. 28.9.2023 13:00
Björk með kökkinn í hálsinum þegar hún tók loks við verðlaunum Björk Guðmundsdóttir var á meðal þeirra sem hlutu verðlaun á AIM hátíðinni í London á þriðjudaginn. Björk var valin hlustendaverðalaunum sem besti flytjandinn. 28.9.2023 11:31
Guðbjörg Magnúsdóttir söngkona er látin Guðbjörg Magnúsdóttir söngkona er látin 49 ára gömul eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Guðbjörg lést föstudaginn 22. september í Osló í Noregi þar sem hún hafði verið búsett með fjölskyldu sinni undanfarin ár. 27.9.2023 07:01
Sænskir arkitektar unnu baráttuna um Keldnalandið Sænska arkitektastofan FOJAB bar sigur úr býtum í alþjóðlegri samkeppni Reykjavíkurborgar og Betri samgangna um nýtt sjálfbært borgarhverfi að Keldum. Greint var frá úrslitunum í Ráðhúsinu nú síðdegis. Danska verkfræðistofan Ramboll var í ráðgjafahlutverki í vinningstillögunni. 26.9.2023 16:00
Sigurður frá Basko til ILVA Sigurður Karlsson hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri ILVA ehf. sem er ein af stærstu húsgagnverslunum landsins. Sigurður kemur til ILVA frá EY á íslandi en þar starfaði Sigurður sem sérfræðingur í endurskoðun og sinnti einnig stafi framkvæmdastjóra iCert vottunarstofu. 26.9.2023 15:29
Karlmaðurinn sem lést í Lækjargötu var þriggja barna faðir Karlmaðurinn sem lést í umferðarslysi í Lækjargötu þann 13. september síðastliðinn hét Marek Dementiuk. Hann var 37 ára, lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn sem eru búsett í Reykjanesbæ. Efnt hefur verið til söfnunar til að styðja við fjölskylduna á þessum erfiðu tímum. 26.9.2023 13:48
Erla Rún leiðir Rannsóknasetur skapandi greina Erla Rún Guðmundsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri Rannsóknaseturs skapandi greina (RSG). Setrið var sett á stofn í vor en meginmarkmið þess er efla rannsóknir á atvinnulífi menningar og skapandi greina hér á landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Háskólanum á Bifröst. 26.9.2023 10:42
Eygló nýr formaður stjórnar Sjúkratrygginga Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur skipað Eygló Harðardóttur formann stjórnar Sjúkratrygginga Íslands og Guðmund Magnússon varaformann. Ný inn í stjórnina kemur einnig Ólafía B. Rafnsdóttir, fyrrverandi formaður VR. 26.9.2023 10:11
Eyjamaður sá fyrir enn eitt tap Chelsea og græddi 1,7 milljónir 85 ára stuðningsmaður KFS í Vestmannaeyjum fékk 13 rétta á Sunnudagsseðilinn í getraunum um helgina og fær hann rúmar 1,7 milljónir króna í vinning. Hann spáði meðal annars Aston Villa útisigri gegn Chelsea. 25.9.2023 14:00
Sjötíu milljónir til að vinna með kvíða hjá börnum Nýtt meðferðarúrræði á netinu gæti tryggt mun fleiri börnum og forráðamönnum þeirra um allt land árangursríka geðheilbrigðisþjónustu. Háskólinn í Reykjavík og Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins vinna saman að verkefninu sem heilbrigðisráðuneytið hefur styrkt með 70 milljóna króna framlagi. 25.9.2023 11:59