Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Segja löðrunginn eiga sér enga hliðstæðu hér á landi

Íslenskir leiðsögumenn fordæma atvik á Hótel Örk nýlega þar sem kona, sem sögð er fararstjóri, löðrungaði skólastelpu frá Bretlandi. Þetta ömurlega háttalag er sagt ekki eiga sér hliðstæðu meðal leiðsögumanna hérlendis.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Óstaðfest er enn hver ber ábyrgð á mannskæðri árás á spítala á Gasa í gær þar sem talið er að hundruð Palestínumanna hafi látist. Mótmælt var víða um heim vegna harmleiksins og hafa fjölmörg ríki kallað eftir vopnahléi. Forseti Bandaríkjanna kom til Ísraels í morgun. Fjallað er um árásina í hádegisfréttum okkar.

Tár féllu þegar borgarfulltrúar báðust afsökunar á illri meðferð

Ræður borgarfulltrúa á borgarstjórnarfundi í dag voru tilfinningaþrungnar en til umræðu var skýrsla vöggustofunefndar sem og tillaga að yfirlýsingu borgarstjórnar. Á ræðum og flutningi borgarfulltrúa mátti heyra að þeim þætti innihald skýrslunnar afar þungbært.

Leggur til 1400 prósenta hærri niður­greiðslu vegna tækni­frjóvgunar

Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, mælir síðdegis á Alþingi fyrir frumvarpi sínu um breytingar á lögum um tæknifrjóvgun. Málið snýst um að auka endurgreiðslur vegna tæknifrjóvgana til muna. Til að fjármagna þann kostnað leggur Hildur til að fella niður niðurgreiðslu Sjúkratrygginga Íslands á valkvæðum frjósemisaðgerðum.

Ætlar ekki að tjá sig fyrr en að rann­sókn lokinni

Davíð Viðarsson, framkvæmdastjóri og eigandi þrifafyrirtækisins Vy-þrifa og betur þekktur undir víetnömsku nafni sínu Quang Le, ætlar ekki að tjá sig um rannsókn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur á fyrirtækinu.

Bjarni sá ellefti til að segja af sér

Bjarni Benediktsson er ellefti ráðherrann til að segja af sér embætti. Fjórir ráðherrar hafa sagt af sér embætti undanfarinn áratug en sjö árin áttatíu og þrjú þar á undan frá því Hannes Hafstein varð fyrstur ráðherra árið 1904.

Hver stelur af barnaleiði?

Hjón sem misstu tuttugu mánaða dóttur sína úr bráðri heilahimnubólgu og eignuðust síðar andvana dreng eru í áfalli yfir því að fallegir steinar hafi verið fjarlægðir af leiðum barnanna. Þau trúa ekki að fólk geti verið svona ömurlegt.

Vilja Pálmar Óla úr stjórn Birtu og bauna á Samtök atvinnulífsins

Miðstjórn Rafiðnaðarsambands Íslands gerir verulegar athugasemdir við setu Pálmars Óla Magnússonar í stjórn Birtu lífeyrissjóðs, á meðan hann hefur réttarstöðu sakbornings og í ljósi birtingu ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins um brot Samskipa gegn banni við ólögmætu samráði.

Byssumaðurinn á Dubliner segist hafa verið „svo grillaður“

Karlmaður um þrítugt sem sætir ákæru fyrir tilraun til manndráps á skemmtistaðnum The Dubliner í mars kaus að gefa ekki skýrslu við aðalmeðferð málsins sem hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hann sagðist hafa verið „svo grillaður“ á þeim tíma sem atburðurinn átti sér stað.

Sjá meira