Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ekkjan gafst ekki upp og fékk meiri­hluta dánarbótanna

Ekkja flugmanns sem lést í flugslysi á Rangárvöllum sumarið 2019 fær tvo þriðju dánarbóta frá tryggingafélaginu. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Tekist var á um hvort flugmaðurinn hefði sýnt af sér stórfellt gáleysi sem orsakaði slysið.

Vill ekki að Ís­land skeri sig úr í hælis­leit­enda­málum

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir núverandi hælisleitendakerfi ósanngjarnt. Hún vill ekki gera lítið úr áhyggjum fólks í breyttum heimi með auknum fjölda innflytjenda og hælisleitenda á Íslandi. Ísland þurfi að ganga í sama takti og Norðurlöndin en með mannúð að sjónarmiði. Hún segir velferðarsamfélag þurfa landamæri og hefur skilning á lögum dómsmálaráðherra um búsetuúrræði.

Dagur svarar fyrir sig varðandi dýrari Fossvogsbrú

Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri, segir eðlilegt að hækkun á kostnaðaráætlun Fossvogsbrúar sé sett í samhengi við samgönguverkefni víða um land af hendi ríkisins.

Vilja leggja niður RÚV ohf.

Níu af sextán þingmönnum Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp um breytingar á lögum sem snerta fjölmiðla, þar á meðal. Ríkisútvarpið. Leggja þeir til að RÚV ohf. verði lagt niður og til verði ríkisstofnun á fjárlögum með sjálfstæða stjórn. Það sé ekkert samræmi fólgið í því að RÚV auki tekjur sínar í hlutfalli við aukna fólksfjölgun vegna útvarpsgjaldsins. Beinir styrkir til einkarekinna fjölmiðla verði einnig felldir niður.

Bönnum fjáraflanir for­eldra fyrir börnin sín á Facebook

Á dögunum birtist fyrir augum mér auglýsing frá foreldri á Facebook. Hann Gunni okkar er að safna fyrir X og til að geta farið í ferðina er hann að selja dýrindis klósettpappír og lakkrís. Tek við pöntunum í kommentum. Flesta daga hefði ég verið líklegur til að styrkja viðkomandi, af hverju ekki? Sýna lit. En þarna fann ég til mótþróa. Og skrifaði stutta færslu á Facebook.

Sak­laus skinkubiti varð næstum bana­biti í Garða­bænum

Hundaeiganda í Garðabæ brá verulega í brún þegar fjögurra mánaða papillon hvolpurinn hennar byrjaði að titra í eldhúsinu á föstudag. Í ljós kom að skinkubiti sem litli hvolpurinn fékk að borða hafði valdið eitrunaráhrifum.

Stað­festu öll brot Svens á auglýsingabanni

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu að Svens braut gegn auglýsingabanni gegn nikótínvörum með auglýsingum á samfélagsmiðlum og með merkingum á verslunum og bílum félagsins.

Bein út­sending: Skýrsla Seðla­banka­stjóra fyrir Al­þingi

Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar Seðlabankans og Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu, munu fara yfir málin og sitja fyrir svörum á opnum fundi viðskipta- og efnahagsnefndar Alþingis.

Sjá meira