Veitingastaðir

Veitingastaðir

Fréttir af starfsemi veitingastaða á Íslandi.

Fréttamynd

Grái kötturinn fær ekki krónu frá borginni

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Reykjavíkurborg af 18,5 milljóna skaðabótakröfu eigenda veitingastaðarins Gráa kattarins. Héraðsdómur telur að borgin beri ekki ábyrgð á þeim töfum sem urðu á framkvæmdum við Hverfisgötu árið 2019.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hundrað smitaðir eftir villi­bráðar­kvöld í Garða­bæ

Aldrei áður hafa jafn margir verið í einangrun með kórónuveiruna hér á landi og nú eða fimmtán hundruð manns. Sóttvarnalæknir segir hópsýkingar hafa verið margar í þessari bylgju faraldursins. Um eitt hundrað manns hafa greinst með veiruna út frá villibráðarhlaðborði sem haldið var í Garðabæ um síðustu helgi.

Innlent
Fréttamynd

Bátur dagsins er allur

Bátur dagsins á Subway heyrir nú sögunni til og ekki er lengur hægt að kaupa stakan bát dagsins á sérstöku tilboðsverði. Þess í stað býður samlokurisinn nú upp á svokallaða máltíð dagsins sem inniheldur bát ásamt gosi og meðlæti.

Neytendur
Fréttamynd

„Þessu rugli verður að linna“

Jón Bjarni Steinsson veitingamaður í Reykjavík fordæmir hinar nýju sóttvarnarreglur sem kynntar hafa verið. Hann segir þetta reiðarslag fyrir veitingageirann.

Innlent
Fréttamynd

Sögu­leg verð­hækkun hjá Domino‘s

Domino‘s á Íslandi hefur hækkað verð á hinu vinsæla þriðjudagstilboði úr þúsund krónum í 1.100 krónur. Ljóst má vera að margir viðskiptavinir Domino‘s ráku upp stór augu í dag þegar þeir tóku eftir hækkuninni, enda hafa fjölmargir haft samband við fréttastofu til að segja frá þessum tímamótum.

Neytendur
Fréttamynd

„Gangi þeim vel að læra af þessu en ég vil fá borgað“

Ásmundur Helgason, annar eigandi kaffihússins Gráa kattarins, var mjög gagnrýninn á þau sem stóðu að framkvæmdum við Hverfisgötu árið 2019, við aðalmeðferð í dómsmáli eigandanna gegn Reykjavíkurborg. Eigendur krefjast 18,5 milljóna króna í skaðabætur frá borginni vegna framkvæmda sem stóðu yfir á Hverfisgötu lungann af árinu 2019. Hann líkti aðstæðunum á umræddu tímabili á Hverfisgötu við stríðsástand.

Innlent
Fréttamynd

Stöðvuðu hópslags­mál á veitinga­stað

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að skerast í leikinn á veitingastað í Reykjavík á tíunda tímanum í gærkvöldi eftir að tilkynning barst um hópslagsmál. Þar tókust á um átta til tíu manns, en engan sakaði og lögregla leysti málið á vettvangi.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lenskur bar á alþjóðlegum topplista

Íslenski hanastélsbarinn Jungle hefur verið valinn af 50 Best Discovery á lista yfir fimmtíu veitingastaði og bari í heiminum sem ferðalangar ættu að heimsækja. Þetta er fyrsta skiptið sem íslenskur bar kemst á þennan lista.

Viðskipti innlent